Vikan


Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 33

Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 33
innar eða hvort þau séu eðlilegt safn íslenzkra barna og erfiðleikar þeirra eigi rætur að rekja í þjóð- lífinu sjálfu. Sjálfur varði ég nokkrum tíma í Bandaríkjunum til að gera frum- drög að rannsókn á afbrotaungling- um og orsökum hegðunar þeirra. Þessar rannsóknir krefjast meiri tíma og fjár en við hér í deildinni höfum úr að spila, og fer það eftir skilningi og áhuga viðkomandi ráðamanna, hversu mikið og hversu vel er hægt að gera. — Þið hafið enga fræðslustarf- semi með höndum? — Nei, ekki enn sem komið er. En okkur þætti ákaflega æskilegt, að við gætum náð betur til for- eldra, kennara og annarra uppal- enda og orðið til aðstoðar á breið- ari grundvelli en verið hefur. Enda er Geðverndardeildin fyrst og fremst stofnuð sem fyrirbyggjandi (pre- ventiv) stofnun, en ekki lækninga- stöð eins og raunin hefur orðið á. J. Þ. M. STEINSTYTTAN HANS MANOLIS Framhald af bls. 18. í sex ár. Sex ár Og kúklan var enn óseld. Hún lá nú lengst af gleymd niðri í skúffu. Aðeins einstaka sinn- um tók eigandinn hana upp, dáð- ist að henni, andvarpaði yfir henni og lét hana svo niður aftur. Nú hlaut Evfrósýna Efstratíú að vera orðin tuttugu og tveggja ára, gift, auðvitað, og vafalaust móðir. Myndi hann nokkru sinni finna konu á borð við hana, þegar hann að lokum yrði ríkur? Því að ennþá vissi hann ekki hvað gera skyldi við styttuna litlu. Viðskiptareynsla hans hafði aðeins aukið við efablendni sveitapiltsins. Hann myndi aldrei fá sanngjarnt verð fyrir kúkluna. En það yrði ekki eins auðvelt að leika á menntaðan og efnaðan mann eins og auðtrúa dreng utan af landsbyggðinni. Heilsa Demetríadesar var nú far- in að bila. Hann gat ekki lengur verið úti við að ráði, en sat lengst- um á skrifstofunni. Hann lét nú Manólis eftir alla umsjón með starf- seminni, og ungi maðurinn vann af meira kappi en nokkru sinni áður. — Sonur minn, sagði hann dag nokkurn, — ég ætti að borga þér betur. Manólis var að vísu á sama máli, en kenndi í brjósti um gamla mann- inn, er hann sá þreytuna í andliti hans. — Hugsaðu ekki um það, faðir, svaraði hann. — Þú ert veikur. Þeg- ar þér skánar, geturðu brotið heil- ann um svona nokkuð, ef þér sýn- ist. En ekki núna. — Þú færð þín laun þegar ég er allur, umlaði sá gamli. Manólis sat við sjúkrabeð gamla mannsins nót'fina sem hann dó. — Á ég kannski að senda eftir einhverjum? spurði hann. Hann vissi að gamli maðurinn átti ætt- ingja, sem hann hafði snemma slit- ið öllu sambandi við — til að losna við stöðugt betl þeirra um hvers- kyns aðstoð. — Engum, stundi Demetríades. — þú hefur verið, þú ert sonur minn . . . Þessi orð voru hans síðustu. Manólis grét yfir hinum hrana- lega gamlingja, sem að vissu leyti hafði gengið honum í föður stað, er hann aldrei hafði þekkt. Og nokkrum dögum seinna, í ráðhús- inu, frétti hann hvaða ráð sá gamli hafði séð fyrir honum. Að frádreginni stórri upphæð, sem — eins og rétt var — skyldi ganga til ættarinnar, var Manólis arfleiddur að verzluninni og öllu, sem henni tilheyrði. Nú þegar Manólis var orðinn rík- ur, fann hann ekki til þess fagnað- ar, er hann hafði vænzt. Hver átti nú að njóta auðæfanna með hon- um? Hann saknaði Demetríadesar sárt. Hann þráði ákaft ást og vin- áttu einhvers . . . Ári síðar heimsótti Manólis fæð- ingarþorp sitt í eigin vagni. Hann vissi ekki hvers vegna, en hann vissi hins vegar að hann varð að gera það. Kannski gæti hann fund- ið þar góða konu og kvænzt henni, konu af góðum bændastofni, sem skapaði honum gott heimili og sól- undaði ekki öllu, sem vinur hans gamli hafði arfleitt hann að. Þorpið lá í sólinni og lét sig dreyma, alveg eins og þegar hann skildi við það. Hópur af konum í gráum klæðum og með virðulegar skýlur yfir höfðinu, stóðu við brunn- inn. Hann leit á þær þegar hann ók framhjá og reyndi að þekkja einhverjar ungu stúlknanna, sem hann mundi eftir, á meðal þeirra. Þær gláptu á móti og furðuðu sig á þvt hver þessi ungi herramaður gæti verið. Efstratíúhúsið kom í Ijós, og hjarta Manólis fór að slá hraðar. Vagninn beygði heim ( hlaðið, og hann steig út og hljóp upp tröpp- urnar. Ung stúlka úr þorpinu lauk upp fyrir honum. Efstratíú var ekki heima. Frúin var dáin fyrir mörg- um árum. Manólis krossaði sig. — Það er þá enginn heima? spurði hann hik- andi. — Ójú, sagði stúlkan. — Despinis Evfrósýna. Despinis? Evfrósýna var þá ekki gift? Hvernig gat staðið á því? Einhvern veginn tókst honum að biðja um að fá að tala við hana, beið svo með öndina í hálsinum t kældri dagstofunni, þar sem glugga- tjöldin voru dregin niður til varn- ar gegn sólarhitanum. Evfrósýna kom inn og leit á hann dálítið undr- andi. Svo greip hún andann á lofti, og þegar hann opnaði faðminn, hljóp hún beint í hann . . . — Hvers vegna ertu ekki gift? spurði Manólis síðar. Evfrósýna roðnaði. — Skömmu eftir trúlofunina varð minn tilvon- Fjölbreytt úrval Ijósmyndavara, svo sem hinar heimsþekktu ZEISS IKON myndavélar og sýninga- vélar fyrir litskuggamyndir. Kvik- mynadvélar og sýningavélar frá BELL & HOWELL. I myrkraherbergið: Stækkarar, þurrkarar, hnifar, bakkar, tank- ar, tengur o. m. fl. Ljósmyndapappír í öllum stærS- um, þykktum, gerðum og gráð- um frá hinu þekkta merki LEON- AR. FRAMKÖLLUN - KOPIERING Skrifið — hringið. Sent í póstkröfu. fotö B GARDASTRÆTI 6 \ nusld Sími 21556 Já? Nei? Hvenær? Þúsundir kvenna um heim allan nota nú C.D. INDICATOR, svissneskt reikn- ingstæki, sem reiknar nákvæmlega út þá fáu daga í hverjum mánuSi, sem frjóvgun getur átt sér stað. Lækna- vísindi 56 landa ráðleggja C. D. IND- ICATOR fyrlr heilbrigt og farsælt hjónabgnd. Skrifið eftir bæklingum vorum, sem veita allar upplýsingar. Sendið svar- frímerki. C. D. INDICATOR. Deild 2. Pósthólf 1238 Reykjavík. andi eiginmaður gjaldþrota. Pabbi og hann urðu sammála um að ekki skyldi stofnað til hjónabandsins. Svo dó mamma, og pabbi varð einn eftir. Þá var ekki svo erfitt að vera laus. — Laus fyrir hvern? spurði Man- ólis bæði afbrýðisamur og ekki með öllu vonlaus. En hún svaraði ekki. — Á ég að trúa því að þú hafir verið að bíða eftir mér? Hún leit mjög alvarlega á hann. Svo sagði hún: — Ég get ekki byrj- að með því að Ijúga. Hvernig átti ég að geta vonað að þú kæmir aftur, og það á þennan hátt? Ég hafði enga von. En ég gleymdi þér aldrei. Hreinskilni Evfrósýnu gladdi hann. Hann sá nú hjá henni eiginleika, sem hann hafði ekki búizt við að finna hjá konu. — Hvenær eigum við að gifta okkur? spurði hann. Manólis og Evfrósýna lifðu lengi saman í ást og einlægni, eins og gríska hjónavígsluritúalið mælir fyr- ir. Þau áttu einnig sæg af fallegum börnum, líka samkvæmt nefndu ritúali. Auðæfin jukust. Þegar dæturnar urðu gjafvaxta, voru þeim útvegað- ir góðir eiginmenn. Synirnir tóku þátt í rekstri fyrirtækisins og eign- uðust konur og börn. Allir þekktu og unnu kúklunni, sem skipaði heiðursstað í svefnher- bergi foreldranna, í nánd við helgi- myndirnar. Manólis var orðinn þekktur fyrir að safna fallegum munum. En hann hafði alltaf átt annríkt um of til að afla sér vitneskju um slíka hluti og eftir að hafa gert léleg kaup í eitt eða tvö skipti, varð hann sér úti um umboðsmann til að afla um- ræddra dýrmæta. Umboðsmaðurinn hét Markakis. Markakis hafði bæði smekk og reynslu. Dag nokkurn datt Manólis f hug að láta Markakis líta á kúkluna. Hann varð glaður í bragði er hann hugsaði til þess, að hve mikils virði sem styttan væri, myndi hann aldrei láta hana af hendi. Hann bauð Markakis inn í dag- stofuna, sótti svo styttuna og setti hana á mósaikkborðið á milli þeirra. Markakis horfði dálftið undr- andi á hann meðan hann sagði honum sögu styttunnar, allt frá því hann fann hana á lóðinni og hver áhrif hún hafði síðan hft á líf hans. — Hún hefur hægt og bítandi hafið mig úr dýpstu fátækt til auð- æfa, sagði hann. — Hún hefur gert mig að því, sem ég er í dag. Hann horfði ástúðlega á kúkluna. — Auðvitað kemur mér ekki til hugar að selja hana. Þegar við konan mín erum öll, fær ríkið hana. En mér þætti gaman að fá að vita, eftir öll þessi ár, hvers virði hún er. Markakis hafði í einni svipan séð, að kúklan var ein af afsteyp- um þeim, er vanalega voru seldar erlendum ferðamönnum. Samanbor- ið við listaverk þau, er hann keypti fyrir Manólis, var hún gersamlega verðlaus. VIKAN 34. tbl. — gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.