Vikan


Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 46

Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 46
c OlympwsX • Hér er hin vinsæla OLYMPUS S ... 35 mm. • Framúrskarandi myndavél á hóflegu verði. • Útbúin öllum tæknilegum nýjungum. • Mjög Ijósnæm, Olympus Zuiko, linsa, F I. 8=42 mm, sem gefur eggskarpar myndir við allar aðstæður! • Innbyggður Ijósmælir! • Sjálfvirk á allar hraðastillingar! • Ný gerð: OLYMPUS SC, er með CDS-ljósmæli, sem er margfalt ljósnæmari en eldri gerð ljós- mæla. — SAMA VERÐ. INNFLYTJENDUR: LJÖSOP: 1.8 = 42 mm. • Vegna hinnar ljósnæmu linsu, þá getið þér tekið innimyndir, litmyndir eða svart-hvítar mynd- ir, án þess að nota leift- urljós (flash). VERÐ AÐEINS SÖLUUMBOÐ 1 REYKJAVIK: ISALDA sf. HANS PETERSEN hf. Pósthólf 1075, Reykjavík. Bankastræti 4, sími 20313. Áður en hún gat gert sér grein fyrir, hvað fyrir honum vakti, þving- aði hann höfuð hennar aftur á bak og beit hana í varirnar. Angelique rak upp óp, rykkti hægri hendinni lausri og gaf honum rösklega utan unir. Höggið bergmálaði x stigaskotinu, og ungi maðurinn sleppti henni. Hann greip um kinnina. — Þetta var svo sannarlega ekta þvottakonulöðrungur, sagði hann. — Sleppið mér fram hjá, annars skal ég fara þnnig með andlit yðar, að þér getið ekki sýnt yður nálægt kónginum fyrsta kastið, hvæsti Ange- lique. Hann sá, að hún myndi ekki láta sitja við orðin tóm og hörfaði undan. —■ Ég myndi vilja hafa yður fyrir mig einan heila nótt, muldraði hann milli samanbitinna tannanna. — Ég skal fullvissa yður um, að þér yrðuS bljúg og auðmjúk eins og diskaþurrka í sólarupprás. — Þetta var rétt hjá yður, sagði Angelique. — Hyggið á hefndir, meðan þér nuddið kinnina! Hún yfirgaf hann hnarreist og fór I gegnum stóra salinn, þar sem ekki var lengur eins þröngt. Margir höfðu farið til þess að fá sér hress- ingu. Auðmýkt og særð hélt Angelique vasaklútnum að bitnu vörinni. Ég vona bara að þetta sjáist ekki, hugsaði hún. Hvað á ég að segja, ef Joffrey spyr einhvers? Ég verð að koma í veg fyrir, að hann reki þennan dóna í gegn. Hún horfði yfir hópinn, til þess að reyna að sjá burðarstólinn sinn og þjónana, þegar einhver stakk hönd sinni undir handlegg hennar. —• Ég var einmitt að leita að yður, sagði Grande Mademoiselle. — Mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds, þegar ég hugsa um allt það, sem ég sagði I morgun, án þess að vita hver þér voruð. —• Yðar hágöfgi hefur enga ástæðu til að hafa áhyggjur. Þér sögðuð ekkert, sem ekki var samleikur eða lofsyrði. Ég man aðeins lofsyrðin. —• Þér eruð einstaklega vingjarnleg. Ég er svo sannarlega ánægð með, að hafa fengið yður fyrir grannkonu. Segið mér, haldið þér, að þér lánið mér hárkollumeistarann aftur? Eigum við ekki að setjast einhvernsstaðar í skuggann og fá okkur vínber? Spánverjarnir eru svo sannarlega ekkert að flýta sér hingað.... — Ég er yðar hágöfgi til þjónustu, sagði Angelique og hneigði sig. Næsta morgun átti að heimsækja Fasaneyju og horfa á konunginn af Spáni borða. öll hirðin þrengdist ofan í litlar bátskeljar og allir urðu votir í fæturnar. Konurnar ráku upp smá skelfingaróp og lyftu kjól- földunum. Lúðvík XIV átti ekki að fá að hitta prinsessuna, fyrr en vígsla með umboði hefði gert hana að drottningu, hinum megin við fljótið. Fyrst þá átti hann að koma til eyjarinnar, skrifa undir friðarsamningana og sækja eiginkonu sína. Hina eiginlegu hjónavigslu átti erkibiskupinn í Bayonne að framkvæma i Saint-Jean-de-Luz. Bátarnir runnu yfir spegilsléttann vatnsflötinn, þunghlaðnir af virðu- legum farþegum. Meðan Angelique beið eftir þvi að komast í land, setti einn aðalsmannanna fótinn á þóftuna við hlið hennar og trampaði með tréhælnum á fingurna á henni. Hún bældi niður sársaukaóp og þegar — VIKAN 34. tbl. hún leit upp, sá hún að þetta var maðurinn, sem hafði ráðist að henni daginn áður. — Þetta var de Vardes markgreifi, sagði unga prinsessan, sem sat við hliðina á henni. -— Þetta gerði hann sýnilega af ásettu ráði. — Hvernig er hægt að hafa svona lágkúrulega persónu í fylgdarliði konungs? spurði Angelique. —- Hann skemmtir kónginum með frekjunni. En hann hefur slæmt orð við hirðina. Angelique hafði ekki séð Joffrey síðan kvöldið áður. Hann hafði að- eins komið inn stutta stund til þess að hafa fataskipti, en þá hafði hún verið með Grande Demoiselle. Angelique hafði sjálf orðið að hafa fata- skipti þrisvar eða fjórum sinnum, í miklum flýti. Og hún hafði aðeins getað blundað stutta stund um nóttina, en vínið, sem allsstaðar flaut í stríðum straum, hélt henni vakandi. Loks kom Angelique auga á hann meðal manna, sem þyrptust inn í húsið á miðri eynni. Hún olnbogaði sig í áttina til hans og bankaði í öxlina á honum með blævængnum sínum, þegar hún náði honum. Hann ieit annars hugar á hana: — Jæja, þarna ertu, sagði hann. — Joffrey, ég hef saknað þín svo mikið. En þú virðist ekkert sérlega glaður yfir að sjá mig. Beygir þú þig einnig fyrir þeim, sem hæðast að ást í hjónabandi? Mér sýnist, að þú skammist þín fyrir mig. Hann hló sinum glaðklakkalega hlátri og tók utan um mitti hennar. — Nei, ástin mín, en þú ert í svo göfugum og skemmtilegum félags- skap. — Sérkennilega skemmtilegum, sagði Angelique og nuddaði auma hönd sína. — Ég enda sennilega með því að fara héðan fót- og hand- leggsbrotin. Hvað hefur þú haft fyrir stafni síðan I gær? — Hitt kunningjana og talað um hitt og þetta. Hefurðu séð konung- inn af Spáni? — Nei, ekki ennþá. •—• Þá förum við inn i herbergið hans. Það er einmitt verið' að dúka borðið. Samkvæmt spænskri siðareglu verður konungurinn af Spáni að borða einn og fylgja mjög ströngum reglum. Þau þurftu ekki að biða lengi, áður en konungurinn af Spáni kom inn. Angelique var ekki hærri en svo, að hún þurfti að klifra upp á stól til þess að sjá betur. — Hann lítur út eins og múmía, hvíslaði Péguilin. Filippus IV gekk að borðinu. Hann hafði gisinn hökutopp, sem undir- strikaði sjúklegt útlit hans. Af gömlum vana og langri þjálfun gerði hann ekki eina einustu hreyfingu, sem ekki var I samræmi við siða- reglurnar. Það var órói í hópnum, sem horfði á konunginn borða. Hinir öftustu þrýstu á svo að hinir fremstu hrökluðust fram á við. Það lá við, að borði konungsins væri rutt um koll. Allir héldu niðri í sér andanum af eftirvæntingu. Filippus IV. var truflaður í máltíðinni. Hann lyftí hend- inni upp að hálsinum og losaði aðeins um hálsmálið. Síðan varð hann

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.