Vikan


Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 47

Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 47
aftur eins og ekkert hefði í skorizt, og hélt áfram að borða eftir sett- um reglum -— hinn óumbreytanlegi einvaldur. — Hver skyldi trúa því, að slík afturganga ætti jafn auðvelt með að eignast afkomendur og hraustlegur bóndastrákur? sagði hinn óforbetr- anlegi Péguilin, þegar máltíðinni var lokið og þau voru aftur komin út. Seinni konan hans gerir ekkert annað en að fæða af sér aumingja, sem eru fluttir beint úr vöggunni til grafarinnar. Hjónavígslan með umboði fór fram I San Sebastian. Grande Demoi- selle tók Angelique með sér þangað. Inni í kirkjunni skinu þúsund kerti, sem stóðu í stiga! alla leið upp í loft. Angelique starði stórum augum á þennan skóg af flöktandi log- um. Þungur reykelsisilmurinn jók á djúpa stemninguna í kirkjunni. I dimmum hliðargöngunum glitruðu gylltu súlurnar, sem héldu uppi svölunum, þar sem karlmennirnir sátu öðrum megin, en konurnar hinum megin. Uppi yfir sér sá Angelique de Frontac erkibiskup, sem hallaði sér yfir svalariðið og augu hans glömpuðu af illsku. Hann var að tala við ein- hvern, sem Angelique sá ekki. Hún var skyndilega gripin hræðslu og olnbogaði sig í áttina til hans. Joffrey de Peyrac stóð fyrir neðan svalastigann og horfði kuldalega á móti erkibiskupnum. Framhald í ncesta blaSi. öll réttindi áskilin — Opera Mundi, Paris. HRÁ KRÆKIBERJA- SAFT Framhald af bls. 41. Reyniberjamauk. Fæstir nota reyniberin, en úr þeim má gera góða og sérkenni- lega sultu. 1% kg. reyniber, IV2 kg. sykur, 1 flaska hvítvín. Berin þurfa að vera mjög vel þroskuð og það á að þvo þau vel. Látin í pott og vatn látið fljóta yfir þau. Soðið þar til lögurinn er orðinn bragðsterkur, en þá er honum helt af berjunum og ekki notaður meira. Sykurinn og hvit- vinið soðið saman, berin látin út í og alt soðið þar til berin fljóta ekki lengur. Reyniberjahlaup. Margir vilja helzt að berin hafi frosið, ef nota á þau í hlaup. Þau eru soðin í litlu vatni, ca. 7 dl. í 1 kg. af berjum, síðan sigtuð eða marin í sigti og hratið skilið eftir. Saftin soðin með sykri, 1 kg. í 1 1. af saft, og froðan veidd ofan af. Hlaupið verður betra, ef saft- in er blönduð allt til helminga með ribsberjasaft. Heil bláber. Bláberin má geyma heil til vetr- arins á tvennan hátt. Yið fyrri aðferðina geymast berin ekki mjög lengi, en hún er þannig: 1. 1 kg. bláber, V2 kg. sykur, 3 desertskeiðar atamon eða beta- mon. Berin þurfa að vera heil og nýtínd. Atamoni er blandað i sykurinn og berin siðan lögð í lögum i niðursuðuglös. Smjör- pappír er bleyttur báðum megin með rotvarnarefni (atamon t. d.) og lagður yfir berin. Krukkunuin lokað vel, ágætt er að nota gúmmihringinn af niðursuðu- krukkunum og spenna yfir. 2. 8 kg. bláber, 5 kg. sykur, V2 1. vatn. Berin mega ekki vera of þrosk- uð. Sykurinn leysist upp í vatn- inu og þvi hellt köldu yfir berin og látið standa yfir nóttina. Lög- urinn siaður frá og soðinn, þar til hann þykknar. Berin látin út í og hituð aðeins í gegn, en ekki soðin. Hellt heitu í glösin og þeim lokað strax Ilrærð bláber. Þau má hræra á tvennan hátt, annað hvort að sett sé jafnt af sykri og berjum, 1 kg. sykur á móti 1 kg. ber, eða ha-ft er V2 kg. sykur á móti 1 kg. ber, en þá er sett bensósúrt natron i maukið, %—1 gr. Bezt er að hræra berin í leirkrukku eða fati. Sé bensó- súra natrónið notað, á að bræða það í 1—2 matsk. af volgu vatni og blanda því í sykurinn. Það á svo að hræra í þessu í 3 klukku- stundir, en það þarf ekki að vera alveg stanzlaust, heldur öðru hverju á 1—2 dögum. Krukkurn- ar þarf að skola úr bensósúru natróni og smjörpappírinn, sem lagður er yfir, er einnig vættur í því. Ribsberjahlaup. í 1. saft, 1 kg. sykur. Annað hvort eru berin marin í berjapressu og síuð eða að þau eru hituð þar til þau springa og saftin látin renna af þeim í geg- urn klút. Seinni aðferðin gefur tærari saft. Sylcurinn settur i saft- ina og látið sjóða í 5 mín, froðan veidd vel ofan af. Hellt i vel hrein glös og bundið yfir þegar hlaup- ið er kalt. Pickles. Blómkál, gulrætur, gúrkur, perlulaukar, grænir tómatar, samtals IV2 kg. og má vera það af hverju, sem hverjum sýnist, 500 gr. sykur, 5—6 sinnepskorn, 2 st. heilt engifer, svolítið karrý (helzt austur-indverskt) 6 dl. vatn, dill, 1 dl. edik, helzt Estra- gonedik. Gúrkurnar skornar í ræmur, gulræturnar skafnar og skornar í stykki, blómkálið limað i sundur í smástykki og allt þvegið vel. Perlulaukurinn flysjaður. Gulræt- ur og blómkál soðið i sitt hverju vatni i tæpl. 4 mln. og skolað úr köldu vatni. Soðinn lögur úr öllu kryddinu og honum hellt yfir grænmetið og látið standa i sólar- liring. Þá er lölgurinn látinn aftur í pott og suðan látin koma upp. Allt grænmetið sett út i og soðið í 3 mín., en þá tekið upp úr og lögurinn soðinn lengur, svo að hann þykkni svolítið og þá krydd- aður meira ef með þarf. Hellt heitu á glös og þeim lokað strax. Önnur aðferð við að búa til pickles er þessi: Grænmeti í edikslegi. 20 litlir grænir tómatar, 800 gr. gulrætur, 4—6 blómkálshöfuð, gúrkur, V2 1. estragonedik, svolit- ið vatn, 100 gr. sykur, krydd. Grænu tómatarnir og gúrkurn- ar lagðar í saltvatn, sem er búið þannig til: 1 1. vatn, 100 gr. salt, 5 gr. saltpétur, og lögurinn látinn liggja á þeim til næsta dags. í liverja krukku er settur lítill kryddpoki, sem í er: Hálfur spánskur pipar, 8 piparkorn, 1 tesk. karrý, V2 tsk gult sinnep. Þetta er hæfilegur skammtur í stóra krukku, a. m. k. kilókrukku. Blómkálið er svo brytjað i lítil stykki daginn eftir og þau látin augnablik í sjóðandi vatn, sömu- leiðis gulræturnar. Gúrkurnar og tómatarnir og allt grænmetið sett í glös og edikinu, sem soðið hefur verið með sykrinum liellt yfir, en efst í hverja krukku er krydd- pokinn settur. Grænmetið sýgur töluvert i sig af leginum, svo að bæta verður smám saman á krukkurnar meiri legi Þá er bundið yfir og látið standa þannig i eina viku, þá er leginum hellt af og hann soðinn aftur og kæld- ur, settur á krukkurnar og bundið yfir. Þá fyrst er það tilbúið til vetrargeymslu. ★ Framhald af bls. 21. væri að segja fró því að hún hefði keypt farmiða til mánans fyrir sig eina — og ekki nema aðra leiðina. Ég sneri aftur inn í skrifstofu ung- frú Sutherland. Dr. Bradshaw var þar enn og tók einkar hlýtt og inni- lega í hönd mér, þegar ungfrú Sut- herland kynnti okkur. Hún var rjóð í vöngum og augu hennar skær- græn. „Mér býður í grun að þér farið hingað erindisleysu ,herra Archer. Dolly er ákveðin í að hverfa ekki aftur heim til eiginmanns síns. Vesalings sfúlkan hefur notað falskt nafn vegna þess að hún óttaðist að hann mundi reyna að hafa uppi á henni". „Þér takið þetta alltof alvarlega". Dr. Bradshaw beindi orðum sínum að ungfrú Sutherland og röddin var mild, þrátt fyrir Harvardhreiminn. „Það gefur auga leið, að náunginn getur ekki verið eins afleitur og hún vill vera láta". „Skelfing hennar var að minnsta kosti engin uppgerð". Hún sneri sér að mér. „Ég ráðlegg yður að segja eiginmanni hennar, að þér hafið ekki fundið hana. Hún yrði þá bæði öruggari og hamingjusamari". „Ég spurði Bradshaw: „Ætlið þér að leyfa henni skólavist?" Hann kinkaði kolli. „Við höfum ákveðið að sjá í gegnum fingur með henni. Við álítum rétt að veita ungu fólki tækifæri eftir því sem frekast er unnt". „Hvaða námsgrein hyggst hún leggja stund á?" „Sálfræði. Ungfrú Haggerty próf- essor, námsráðunautur hennar, tel- ur að hún hafi góða hæfileika í þá átt. Dolly virðist sér í lagi hafa áhuga á afbrigðilegu sálarllfi, svo sem glæpahneigð". Einhverra hluta vegna varð mér ósjálfrátt hugsað til Chuck Begleys, gráskeggsins með kaldskyggðu aug- un eins og höggmynd. Þegar ég kom út á bílastæðið, aftanvert við háskólabygginguna, sá ég hvar Helena Haggerty próf- essor sat undir stýri í svarta sport- bílnum, sem hún hafði lagt við hliðina á mínum bíl. Hún hafði dregið ofan tjaldhettuna. „Sælar aftur", varð mér að orði. „Eruð þér kannski að bíða eftir mér?" „Er það ekki augljóst?" „Kannski — en ástæðan hins veg- ar óljós". „Ég er þyrst. Og ég hef enga ánægju af að slökkva þorstann ein". „Og?" „Og þess vegna býð ég yður heim með mér. Þar getum við tal- að saman". „Um hvað?" „Dolly Kincaid — eða Dorothy Smith, eins og hún kallar sig". Svo bætti hún við: „Þrúguvín háskólans eru hin Ijúffengustu og áhrifin dá- samleg. Þau gerast hvergi betri, nema kannski í fangelsum?" „Þekkið þér til í fangelsum?" „Ekki náið. En það vill svo til, að faðir minn var — er — lögreglu- þjónn". Sem snöggvast brá fyrir dapurleika í svip hennar, sem hún duldi brosi. „Við eigum því ýmis- legt sameiginlegt. Því ekki að þekkj- ast boð mitt?" „Allt í lagi. Ég ætla þá að koma á eftir yður. Það sparar yður ómak- ið að aka mér aftur hingað". Húsið, sem hún bjó í, stóð spöl- korn uppi í brekkunni og eitt sér. Það var ríkmannlegt að ytra útliti, gler, alúminíum og svartgljáð stál, en þegar inn var komið, var það enn lítt búið húsgögnum. Einhvern veginn fannst mér sem Helena Haggerty hefði ekki ( hyggju að VIKAN 34. tbl. — 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.