Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 17
Snemma morgun einn gékk
Evfrósýna Efstratíú aS líta eftir
hvernig gengi með nýja húsið, sem
faðir hennar var nýbyrjaður að láta
byggja. Hún var falleg stúlka, að-
eins sextán ára, og hafði hlotið
fremur brezkt eða bandarískt upp-
eldi en grískt. Faðir hennar var mik-
ill aðdáandi þessara tveggja þjóð-
erna.
Evfrósýna keypti föt sín í Aþenu
og litskrúðugur búnaður hennar
skar sig úr dökkum klæðum bónda-
kvennanna í þorpinu. Þessi aþensku
föt sýndu meira af fegurð hennar
en hollt var blóðheitum karlmönn-
um, sem óvanir voru því að sjá
kvenlegan yndisleika á glámbekk.
Nýja húsið skyldi rísa í brekku
ofan við þorpið. Þegar Evfrósýna
kom á vettvang, gleymdu mennirn-
ir, sem fyrir voru, því sem þeir
voru að gera. Þeir horfðu, andvörp-
uðu og horfðu aftur.
Evfrósýna stiklaði yfir skurðinn,
sem þeir voru að grafa, og inni í
skuggann til Manólis. — Þú vinnur
ekki, sé ég, sagði hún og horfði
niður á hann og hrukkaði ennið.
— Þó er ég verkamönnunum engu
að síður betri en enginn, svaraði
Manólis og brosti sínu hæglætislega,
góðlega brosi. — Hvað sem er, jafn-
vel vinnan, jafnvel það sem er eins
fagurt og þú, verður betra ef dáðst
er að því.
Evfrósýna roðnaði og leit til him-
ins. Það rignir bráðum, sagði hún.
Manólis varð svo hverft við að
hann reis næstum því upp. En ekki
alveg. Ef hann rigndi, þá rigndi
hann. Ekkert gæti hann við því gert.
— Þú vilt ekki að ég tali við
pabba um vinnu handa þér? spurði
Evfrósýna. Hún var óþolinmóð
gagnvart Manólis og sjálfri sér reið
vegna þess að hún skyldi hafa á-
huga fyrir honum, það sæmdi ekki
ungri hefðarmey, sem þegar átti af-
bragðs ráðahag vísan.
Manólis kenndi hryggðar, er hann
hugsaði um fegurð Evfrósýnu, sem
hann aldrei kæmist í nánari kynni
við en nú. En hann vissi líka hvað
henni var fyrirhugað, og það var
ekki honum líkt að sýta það ófáan-
lega.
— Nei, þakka þér fyrir, sagði
hann.
Evfrósýna sneri sér frá honum og
gekk á brott . . .
Síðla dags opnuðust flóðgáttir
himinsins fyrirvaralítið. Regnið
streymdi niður eins og hellt væri úr
ótæmandi ámu. Verkamennirnir
hífuðu sig upp úr skurðinum og leit-
uðu skjóls undir trjánum. Manólis
hreyfði sig hvergi og hinir hlógu að
honum, þar sem hann lá eins og
hræ af stórri, drukknaðri rottu á
skurðbarminum.
Það hætti að rigna jafn snögg-
lega og það hafði byrjað. Verka-
mennirnir þrír komu aftur að skurð-
inum og horfðu niður í hann, hálf-
fullan af vatni. Nokkuð af moldinni,
sem þeir höfðu mokað upp úr, hafði
runnið ofan í aftur. Það var líklega
bezt að lofa henni að þorna. Þeir
færðu sig yfir á hinn enda lóðar-
innar og fóru að grafa þar.
Sólin kom upp á ný. Manólis
svaf meðan fötin þornuðu utan á
honum. Að stundarkorni liðnu vakn-
aði hann við nýtilkomna rödd. Það
var Efstratíú, faðir Evfrósýu, sem
kominn var til að líta eftir verkinu.
Manólis lyfti höfðinu og gaf hinum
kraftalega, mikilúðlega hefðar-
manni auga.
Að hugsa sér að mega vinna hjá
þessum manni.
Manólis lét höfuðið síga niður
aftur. En um leið tók hann eftir ein-
hverju, sem glampaði á í moldar-
haugnum á skurðbarminum. Hann
reis upp við dogg og skoðaði það
betur.
Þetta var kúkla, lítil steinstytta.
Hún var af konu, nálægt tuttugu
sentimetrum á hæð, og bæði and-
litið og vöxturinn minntu á Evfró-
sýnu. Hún var fullkomin.
Manólis horfði á hana með aðdá-
un. Hvílík fegurð. Og hve góðan
skilding mætti ekki græða með því
að selja hana einhverjum ríkum út-
lendingi.
Löngu eftir að verkamennirnir
höfðu tekið saman áhöld sín og
farið heim, lá Manólis kyrr og lét
sig dreyma, og kúkla var vel geymd
undir skyrtu hans. Hann var ríkur.
Ríkur.
Hann varð að koma sér til Aþenu
þegar í stað; hann gæti sem bezt
farið með einhverjum grænmetis-
vagnanna í fyrramálið. Hann sá sig
í anda reika um götur höfuðborg-
arinnar. En ekki gazt honum alls-
kostar að þeirri hugarsýn. í þess-
um druslum gat hann ekki sýnt sig
neinum fornmunasala.
Þá um kvöldið gekk Manólis til
húss bróður síns að herja út föt.
Mágkona hans gaf honum sokka,
en sagðist ekki geta hjálpað honum
um annað. Manólis þakkaði henni
og gekk svo í fleiri hús að freista
gæfunnar. En til einskis. Nágrann-
arnir voru þegar orðnir uppgefnir
á honum.
Þessa nótt neytti Manólis ekki
svefns — í fyrsta sinn á ævinni.
Þegar dagaði, hafði hann tekið ör-
væntingarfulla ákvörðun. Hann átti
ekki annars kosten að vinna sér
inn eitthvað af peningum.
Þann dag bakaði sólin fjögur
bogin bök á lóð Efstratíús.
Manólis varð gripinn undarlegu
stolti, þegar hann nú í fyrsta sinni
hafði peninga handa á milli, sem
hann hafði unnið fyrir. Aðstaða
hans ( þorpinu var gerbreytt. Nú
gat hann ekki lengur sníkt sér brauð
og olíu, en hann velti hverjum eyri
tvisvar áður en hann lét hann af
hendi og veitti sér ekki annað en
brýnustu nauðþurftir.
í þrjá mánuði varð hann að strita
til þess að geta aflað alls þess,
er hann þurfti. Vöðvar hans höfðu
harðnað að mun og vottur af ein-
beittni einkenndi framkomuna.
Stúlkurnar í þorpinu fóru að gefa
honum auga. Manólis leit aðeins
á Evfrósýnu. En til hvers var að
hugsa um Evfrósýnu? Allir vissu að
henni hafði þegar verið valinn eig-
inmaður.
Manólis fann til undarlegrar
tregðu er hann loks var reiðubú-
inn til Aþenuferðar. Prúðbúinn,
hreinn og nýrakaður gekk hann
heim til bróður síns til að kveðja
hann og fjölskyldu hans.
Því næst hékk hann heillengi
fyrir framan hús Efstratíús unz hann
hafði séð Evfrósýnu bregða fyrir.
Svo gekk hann niður í þorpið í veg
fyrir grænmetisvagninn . . .
Þetta var ekki í fyrsta sinn sem
Manólis kom til Aþenu, en hann
þekkti þar engan. Honum fannst
stærð borgarinnar án allra tak-
marka. Umferðin olli honum svima.
Hann gekk og gekk milli forn-
munabúðanna, en vissi ekki hverja
velja skyldi. Kvöldið kom áður en
hann hefði ákveðið sig, og nú varð
honum allt í einu Ijóst, að í Aþenu
var engin hlaða, sem hægt var að
>
y
Smásaga
eftir
Kate Mango