Vikan


Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 45

Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 45
pira-system vegghúsgögnin fást hjá okkur — pira-system HÚSGAGNAVERZLUN REYKJAVÍKUR BRAUTARHOLTI 2 uiuöoösnqöödA uidjsÁs - nnd — jnyyo eíq jsej u i u öo ösn q a ð KERAMIK a ð MÁLVERK f ö 9 r u TEIKNINGAR h e i m i I i SÓFASETT f i n n i ð SVEFN BEKKIR h BORÐST. SETT f ö 9 r u HÖGGMYNDIR h e i m i I i SÓFABORÐ f i n n i ð H3ÓNARÚM Þ é r VEGGHÚSG. Skammt frá henni var lítil rifa á veggnum. Angelique leit i gegnum hana og sá konungsfjölskylduna sitja við borö, ásamt erkibiskupunum tveimur af Bayonne og Toulouse, meðal annarra. — Móttakan í morgun var í rauninni til þess að sjá þetta óvenjulega par, sagði kóngurinn. — En sú kona, vinir minir! Ég hafði heyrt, að hún væri einstaklega fögur, en ég trúði þvi ekki. Og það lítur út fyrir, að henni þyki raunverulega vænt um hann. En ég veit ékki, hvað ég á að segja um fatlaða manninn. — Það veit enginn, hvað hann á að segja um hann, sagði erkibiskup- inn af Toulouse þurrlega. — Það er eitthvað djöfullegt við hann. Byrjar hann nú aftur á þessum heimskupörum sinum, hugsaði Ange- lique örvæntingarfull. Einn herranna i fylgdarliði konungs, sagði hálf hlægjandi: —. Að elska sinn eigin mann! Það er hlægilegt! Þessi unga kona hefði gott af þvi að vera svolitla stund við hirðina. — Eins og það sé ekki fallegt og eðlilegt, að eiginkona og eiginmaður elskist, sagði ekkjudrottningin. — Ég finn ekkert hlægilegt við það. — E'n það er svo sjaldgæft, andvarpaði Madame de Monteville. — Það stafar af því, hvað það erf sjaldgæft, að fólk fái að gifta sig af ást, sagði kóngurinn lágri röddu. Stundarkorn varð þvinguð þögn. Ekkjudrottningin og kardinálinn litu óttaslegnu augnaráði hvort á annað. Erkibiskupinn lyfti hendinni. — Yðar hágöfgi, hafið ekki áhyggjur af því, sagði hann hátiðlega. — Séu guðs vegir órannsákanlegir, þá á það ekki síður við um vegi guðsins Erosar. Og Þar sem yðar hágöfgi nefnir þetta einmitt í sam- bandi við Peyrachjónin, get ég upplýst það, að þessi maður og þessi kona höfðu aldrei sézt fyrir hjónavigsluna. En nú, eftir að hafa verið gift í nokkur ár og eignazt lítinn son, hefur kviknað með þeim ást, sem ekki er hægt að komast hjá að taka eftir. Anna af Austurríki varð þakklát á svipinn og erkibiskupinn breiddi úr sér eins og montinn hani. Er hann að látast eða er honum alvara? hugsaði Angelique. — Maðurinn er ljótur og vanskapaður, sagði kardinálinn. — en þegar ég sá hann og konu hans hlið við hlið, hugsaði ég: Þetta er mjög fallegt par. ■—■ Þetta er næstum eins og þjóðsaga, sagði hirðmaðurinn, sem áður hafði talað. — Svona lagað heyrir maður hvergi nema hér I Suður- Frakklandi. — Mér er ami að kaldhæðni yðar, sagði ekkjudrottningin kuldalega. Hirðmaðurinn drúpti höfði og lézt hafa áhuga fyrir hundi, sem lá við dyrnar. Þegar Angelique sá hann líta á felustað hennar, reis hún flóttalega á fætur og hörfaði, en kjóllinn hennar festist í borði, og með- an hún var að reyna að losa sig, kom, ungi aðalsmaðurinn og lokaði dyrunum á eftir sér. Hann gekk léttum skrefum fram fyrir Angelique, en sneri sér þar við til að athuga hana nánar. — Ja hérna, sem þetta er ekki gullklædda konan! Hún leit fyrirlitlega á hann og reyndi að komast framhjá honum en hann varnaði henni vegarins. — Ekki þennan flýti! Þér eruð sem sagt konan, sem elskar eigin- mann sinn. Og það þennan mann! Hreinasta Appollo! — Já, þér standizt ekki samanburð við hann. Hann leit á hana, og augu hans drógust saman í mjóar rifur. — Já, svo þér reynið að bíta frá yður? Hann litaðist flóttalega um, greip um úlnliði hennar og dró hana með sér innundir stigann. — Sleppið mér! sagði Angelique. — E'itt andartak, ljúfan mín. Fyrst skulum við gera upp reikningana. VIKAN 34. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.