Vikan


Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 49

Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 49
komið í veg fyrir það, að fortíðin ásótti hana. Lykladrengurinn í gistihúsinu, þar sem við Alex höfðum mælt okkur mót, sagði mér, að hann hefði kom- ið þar, en væri farinn aftur. Ég tók á leigu herbergi næst herbergi hans að Brimargarði, og þegar ég kom út úr kaffistofunni, benti kunn- ingi okkar, skrifstofumaðurinn, mér að tala við sig. „Hittuð þér gráskegg?" spurði hann. Ég ákvað að segia honum undan og ofan af, ef vera mætti að hann gæti sjálfur frætt mig um eitthvað. „Jú, ég hitti hann að máli, en hann var ekki sérlega skrafhreifinn. En segja mætti mér að hann væri fað- ir Dollyar". „Faðir hennar? En hún ber þess merki að vera af góðu fólki". „Þau merki virðast ekki óafmáan- leg". „Eigið þér við að þér hafið einnig fundið hana?" „Hún hefur látið skrá sig til náms við háskóla borgarinnar. Auk þess hefur hún ráðið sig sem bílstjóra hjá gamalli konu, frú Bradshaw að nafni". „Þeirri sem ekur í Rolls-Roce bíln- um?" „Já, þekkið þér hana?" „Ekki get ég sagt það. Þau snæða hérna venjulega hádegisverð á sunnudögum ,sonur hennar og hún". „Hvað finnst yður um hann?" „Dr. Bradshaw yfirkennara? Hann lætur menntamálin hérna mjög til sín taka. Ekki óviðkunnanlegur, þrátt fyrir Harvardhreiminn. En það er dálítið erfitt að reikna út ná- unga eins og hann; laglegur, aðlað- andi og vel menntaður, kominn á fertugsaldur — en heldur dauða- haldi í pilsfald móður sinnar". Þegar ég kom út aftur, hafði þokan frá vatninu læðzt inn yfir landið. Ég gerði enn vart við mig á gististaðnum, en lykladrengurinn kvað Alex ókominn til baka. Það kom mér ekkert á óvart, þegar ég sá rauða Porschebílinn hans standa undir trjánum, úti fyrir hliðvarðar- húsinu heima hjá þeim Bradshaw- mæðginum. Dyrnar á húsinu stóðu í hálfa gátt og lagði Ijós út um gættina, en inni fyrir grét kvenmað- ur, hátt og með ekkasogum. Ég hratt upp hurðinni og gekk inn fyrir. „Komdu þér út!" hrópaði Alex, þegai* hann sá mig. Þau lágu á svefnbekk í dagstof- unni, en eitthvað virtist við sam- komulagið að athuga, því að treyja Dollyar var hengilrifin og skein í annað brjóst hennar bert. Hún leit til mín og ég sá að svipur hennar var sem steinrunnin af skelfingu; eins þegar hún endurfók orð hans; hrópaði að ég skyldi koma mér út. „Ég held að það sé hyggilegra að ég fari hvergi", svaraði ég þeim um leið og ég lokaði hurðinni að baki mér og gekk þangað, sem þau lágu. „Er hún meidd, Alex?" spurði ég. „Ekki held ég það. Hún kom á hlauupm eftir veginum; ætlaði svo að snúa við og flýja, þegar hún varð mín vör og veitti allharða mót- spyrnu, þegar ég stöðvaði hana". Eins og til að sanna orð hans, losaði hún aðra hendina úr greip- um hans og barði hann fyrir brjóst, og hönd hennar var blóðug, svo að rauðir flekkir komu á skyrtu hans. „Slepptu mér", veinaði hún. „Ég vil deyja; ég hef til þess unnið . . ." „Henni blæðir, Alex". Hann hristi höfuðið. „Það er ekki hennar eigið blóð. Vinkona hennar hefur verið myrt". „Og það er allt mér að kenna", sagði hún hljómvana röddu. „Hún lá í blóði sínu, þegar ég kom að. Og það var ég, sem fékk hana til að koma hingað". „Um hverja er hún að tala, Alex?" „Einhverja vinstúlku sína, að nafni Helenu. Ég kannast ekkert við hana". Það geri ég. Dolly tók að tauta eitthvað, svo lágt og ógreinilega, að ég nam ekki nema orð og orð. Hún var djöfull í mannsmynd eins og faðir hennar, og eins og faðir Helenu hafði verið, og það var morðið, sem tengt hafði þær blóðböndum og hún hafði orðið til að svíkja blóðsystur sína og þar með valdið henni bana, tuldraði hún. „Þetta er óráðshjal", mælti Alex og vildi sefa hana. „Þú hefur aldrei unnið neinum mein". „Hvað veizt þú um mig?" „Allt það sem ég þarf að vita. Ég elska þig". „Það máttu ekki segja. Það gerir einungis að eggja mig til að fremja sjálfsmorð". Hún settist upp, starði á blóðugar hendur sínar og grét af enn meiri ekka, en þurrum augum. „Ég er glæpakvendi, eins og faðir minn var glæpamaður", hrópaði hún. Ég settist hjá þeim á fornfáleg- an svefnbekkinn, og sagði við hana: „Hvað heitir faðir yðar, Dolly? Chuck Begley?" „Hann kallar sig það nú. Réttu nafni heitir hann Thomas McGee. Hann er lygahundur og ófreskja. Og hann hefur gert mig að þeirri ófreskju, sem ég er". „Hvernig fór hann að því?" „Hann skaut mömmu og skildi hana eftir liggjandi í blóði sínu, en ég sagði Alicu frænku það og lögreglan tók hann í sínar hendur og hann fékk sinn dóm. Og nú hef- ur hann framið morð öðru sinni". „Myrsti hann Helenu?" „Já — og ég á sökina. Ég varð til þess að þannig fór". Henni virtist það annarleg nautn að játa sekt sína. Gráfölt andlitið þurr gráturinn, þagnirnar á milli þess, sem hún tuldraði í belg og biðu, allt bar þetta vitni hörðum, innri átökum og mér fannst ósjálf- rátt sem þeim fylgdi sú hætta að eitthvað einkar verðmætt ,en við- kvæmt, kynni að brotna og týnast svo að það yrði aldrei aftur fundíð. Ég sneri mér að Alex. „ÞekkiS þér nokkurn lækni hér í borginni?" spurði ég. Hann hristi höfuðið. „Getum við ekki farið með hana í sjúkrahús?" „Ekki nema einkalæknir verði henni til verndar". „Verndar — gegn hverju?" „Lögreglunni, eða jafnvel því, að hún verði sett á geðveikrahæli. Ég vil ekki að hún verði neydd til að svara spurningum nokkurra opin- berra aðila fyrr en ég hef sjálfur athugað hvað gerzt hefur í sam- bandi við Helenu". Það fór hrollur um stúlkuna. „Ég þekki sálfræðing, dr. James God- win, sem mamma leitaði til, þegar ég var telpa". „Er sími hérna?" „Frú Bradshaw hefur leyft mér að nota sinn síma". Það hvíldi þung þögn yfir hvítu byggingunni, en ég sá Ijós í nokkr- um gluggum og hringdi dyrabjöll- unni. Stórvaxin kona af spænskum uppruna, klædd litsterkum baðmull- arkjól, opnaði og tilkynnti mér óspurð að dr. Bradshaw væri ekki heima og frúin gengin til náða. „Ég ætlaði einungis að fá að hringja. Ég þekki til stúlkunnar, sem býr í hliðvarðarhúsinu — hún er veik". Sú spænska hleypti mér inn, þó að henni væri það bersýnilega þvert um geð, vísaði mér upp stiga og síðan inn í skrifstofu, þar sem bóka- hillur þöktu alla veggi. James God- win sálfræðingur var til allrar ham- inaju skráður símnotandi. Ég hringdi; röddin, sem svaraði var svo hlutlaus, að ekki varð einu sinni greint hvort heldur hún var karlmanns eða kvenmanns. „Get ég fengið að tala við herra Godwin". „Þér talið við hann". Það var auðheyrt á röddinni, að hann var farinn að þreytast á að segja stöð- ugt til nafns síns. Ég skýrði honum fyrst frá hvaðan ég talaði. „Ég hringi vegna stúlku, sem segist hafa verið sjúklingur yðar. Dolly MacGee. Henni líður ekki sem bezt". „Dolly... ég hef hvorki heyrt hana né séð í ein tíu ár. Hvað amar að henni?" „Ég held að það væri hyggileg- ast að þér kæmuð og lituð á hana. Hún er — vægast sagt — ekki með sjálfri sér. Það er í sambandi vlð morð". Það rumdi eitthvað í honum. Með hinu eyranu heyrði ég frú Brads- haw kalla ofan af stigapallinum: „Hvað er eiginlega um að vera, Maria?" „Hann segir að Dolly sé veik". „Hver segir það?" „Það hef ég ekki hugmynd um. Einhver maður . . ." „Hvers vegna sagðir þú mér ekki strax að hún væri veik?" „Ég var á leiðinni upp til yðar". Godwin sálfræðingur talaði enn, lágri hlutlausri röddu. Rödd fortíð- arinnar. „Þetta kemur mér ekki svo mjög á óvart. Það gerðust voveif- legir hlutir í fjölskyldu hennar, þeg- ar hún var barn að aldri". „Myrti faðir hennar móður henn- ar?" „Já". Svarið var einna líkast stunu. „Vesalings telpan kom að henni fyrst, þar sem hún lá í blóði sínu. Því næst var telpan látin berq vitni fyrir réttinum. Við látum þær hrottalegu aðfarir viðgangast. . ." Hann þagnaði við, mælti sfðan breyttri röddu; stuttur í spuna og ákveðinn: „Ég kem". „Frú Bradshaw beið mín í and- dyrinu. Vafði sloppinn fast að hold- skvapinu. „Hvað gengur að stúlkunni?" „Tilfinningar hennar hafa kom- izt úr jafnvægi. Ég var að gera Godwin sálfræðingi hennar viðvart. Hann hefur stundað hana áður", svaraði ég. „Þér eigið við að vesalings stúlk- an sé . . ." Frú Bradshaw þagnaði við og drap fingri á enni sér. Bíll ók í hlð f sömu andrá, svo ég slapp við að svara spurningu hennar. Roy Bradshaw kom inn. Það var þokuúði í liðuðu hári hans, svipur hans glaðlegur og opinskár, en breyttist samstundis og hann leit mig. „Þú kemur seint heim", mælti frú Bradshaw ásakandi. „Situr að drykkju og snæðingi, og lætur mig hýrast eina heima. Hvar hefurðu eiginlega haldið þig?" „Þú hlýtur að muna að það var samkvæmi hjá háskólamönnum f kvöld. Hvað er eiginlega um að vera, mamma?" „Þessi maður var að enda við að segja mér að stúlkukindin úti í hliðvarðarhúsinu sé gengin af göfl- unum. Hvað kemur til að þú ræður til mín slíka stúlku; geðsjúkling . . . Ef þú bærir minnstu umhyggju fyrir VIKAN 34. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.