Vikan


Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 3

Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 3
I l Útgefandi Hilmir h.f. Eitstjóri: Gísli Sigurðsson (ábm.). Blaffanxenn: Guðmundur Karlsson og Siguröur Hreiffar. Útlitsteikning;: Snorri Friffriksson. Auglýsingastjóri: Guxxnar Steindórsson. Ritstjórn og auglýsingar: Skipholt 33. Símar: 35320, 35321, 35322, 35323. Pósthólí 533. Aígreiðsla og dreifing: Blaðadreífing, Laugavegi 133, sími 36720. Dreifingarstjóri Óskar Karlsson. Verð í lausasölu kr. 25. Áskriftarverð er 300 kr. ársþriðjungslega, gx-eiðist fyrirfram. Prentun Hilmir h.f. Mynda- rnót: Rafgraf h.f. VIKAM ÞESSARI VIKU Heitt fótabaS undir Kverkjökli Það er nýlega fundið náttúruundur, sem fáir vita um. Volg á rennur út undan Kverkjökli og hefur hún myndað feiknarstóran ís-helli. Blaða- maður og Ijósmyndari VIKUNNAR fóru með Ferða- félagi Húsavíkur suður Ódáðahraun, brúuðu Jökulsá á Fjöllum og fóru alla leið í ís-hellinn og raunar miklu víðar. Skygnzt á sálarglugga í Heilsuverndarstöð Eeykjavíkur er mcrkileg og gagn- leg starísemi, sem miðar að því að lækna taugaveikluð börn. Nú er ekki heiglum hent að komast að því, hvað veldur hegðunarvandkvæðum eða taugaveiklunareinkennum harna, en til að komast að þvf vinnur saman hópur af vel meimtuðum sérfræðingum. VIKAN hefur átt viðtal við Gylfa Ásmundsson, sem nýlega hefur lokið námi í þessum fræðum og scgir hér frá ýmsum ástæðum fyrir taugaveiklun í hörnum og lækningaaðferðum. NÆSTA BLAÐ HJÁ RÚSTUM EYVINDAR OG IIÖLLU. Blaðamenn Vikunnar halda áfram ferð sinni, scm lýst er hér í þessu blaði, þá fennir f kaf í næturstað og þeir koma í Hvannalindir, þar sem cnn standa tóftir eftir veru þeirra Fjalla-Eyvindar og Höllu á þessum afskckkta stað. ★ KJÖLTURAKKINN. Bráðsmellin, ný smásaga cftir Bjarna Benediktsson frá Hoftegi. ★ VALD GRETU GARBO YFIR HOLLYWOOD. Við höldum áfram með þcnnan greinaflokk og hér er sagt frá því er Gréta var orðin dáð stjarna í kvikmyndaborginni Hollywood. ★ FÓLK FER NESTAÐ f HEIMSÓKNIR. Já, sinn er siðurinn í landi hverju og þarf ekki langt að fara. Helga Vilhjálmsdóttir heitir íslenzk frú í Gautaborg. Vikan heimsótti hana á dögunum og spurði hana um lífið þar. ★ GANGHJÓLIÐ, SEM SNÝR SÉR SJÁLFT. Þetta er stórmerk, tékknesk uppfinning; það má ciginlega segja, að Tékkar séu húnir að finna upp nýtt hjól, sem gengur fyrir loft- þrýstingi og gangur þess byggist á sama lög- máii og gangandi manns. ★ EINBÝLISHÚS Á EINNI SÚLU. Auðuglr Bandaríkjamenn leggja mikið uppúr því að hyggja öðruvísi hús en allir hinir millarnir. Hér eru myndir og frásögn af einu því frum- legasta, sem byggt er í fjallshlíð ofan við Los Angeles. ★ SUMARBÚÐIR f HAUKADAL. Þrír prestar í Árnesþingi hafa hafið á eigin spýtur merkl- lega starfsemi, sumarhúðir fyrir drengi. Þeir hafa fengið til umráða sumarhús frá Skóg- ræktinni í Haukadal og eru þar með drengj- unum við störf og leiki. Markskot, sem kostaSi 300 mannslíf Knattspyrna er mikið hitamál hjá Suður-Ameríku- þjóðunum eins og kunnugt er. Það var háður landsleikur í Lima, höfuðhorg Perú og argentíska liðið hafði eitt mark yfir þar til heimaliðinu tókst að jafna á síðustu mínútum. En dómarinn ógilti markið og þar með breyttist knattspyrnuvöll- urinn í orrustuvöll, leikurinn í fullkomið víti, skothríð, táragas og blóðhundar hröktu hina vitstola áhorfendur út af vellinum og 300 manns tróðust undir og létu lífið. Steinstyttan hans Manólis Ekkert er sætara en blekkingin; líf mannsins væri ömurlegt, ef hún væri ekki sífellt til staðar til þess að láta hlutina líta betur út en þeir raunverulega gera. Manólis vissi ekki annað en að hann ætti verð- mæta steinstyttu, en hann vildi geyma það í lengstu lög að umbreyta henni í peninga. Smá- saga frá Grikklandi. F0RSIÐAN Þetta er Ódáðahraun í fjórum myndum, sem Kristján Magnússon tók í leiðangrinum í Kverkfjallarana. Þarna sést op íshellisins og hvar ylvolg áin streym- ir út. Önnur mynd er þarna tekin inni í hellinum og sést upp í hvelf- ingar hans. Hinar myndirnar sýna þessa hrikalegu eyðimörk, þar sem snjó- koma getur brostið á jafnvel um mitt sumar, slóðir útilegumanna að fornu, en ferðamanna að nýju. VIKAN 34. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.