Vikan


Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 21

Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 21
kynna, að ég yrði að standa mig, ef ég hygðist ná góðum einkunn- um. ,,Ég geri annars ráð fyrir að yður mundi falla betur við stærri háskólana, eins og Berkley eða Chicagó-háskóla. Sjálf stundaði ég nám í Chicagó". ,,Og hafið svo hafnað hérna". Ég sagði þetta í mesta sakleysi. En hún leit á mig biðjandi augum, labbaði sig síðan á brott, eins og ég hefði veitt henni ráðningu. Það leit ekki út fyrir að mér mundi ganga vel að komast í mjúkinn hjá kennurunum. Loks opnuðust dyrnar á skrifstofu ungfrú Sutherland yfirkennara. Dolly kom fram á ganginn; þakk- aði báðum yfirkennurunum innilega um leið og hún kvaddi þá í dyrun- um. Ég veitti því þó strax athygli, að göngulag hennar var annarlega stjarft, og að hún var föl í andliti og beit á vörina. Ég veitti henni eftirför þegar hún hélt I áttina að dyrum bókasafns- ins. Stöðvaði hana úti fyrir dyr- unum. „Frú Kincaid?" Hún snarstanzaði eins og ég hefði lagt hana hnífi. „Ég vildi gjarna fá að segja nokkur orð við yður, frú Kincaid". Hún strauk hárið frá enninu. „Hver eruð þér?" spurði hún. „Kunningi eiginmanns yðar. Hon- um hefur ekki liðið sem bezt und- anfarnar þrjár vikur, og það er fyrst og fremst yðar sök". „Ég býst við því", svaraði hún, eins og henni kæmi það nú fyrst f hug, að Alex kynni að sakna hennar. „Alex væntir þess, að þér komið aftur heim til hans. Hann bíður hérna í borginni. „Mín vegna má hann bíða til eilífðarnóns. Og ég fer ekki heim til hans aftur". Það var eitthvað það í augnatilliti hennar, sem mér féll ekki. Það var starandi, sjáöldrin víð og gljáinn þurr og kaldur; augu, sem ekki gátu lengur grátið. „Er það eina orðsendingin, sem þér viljið koma til eiginmanns yðar?" spurði ég. „Hann er ekki eiginmaður minn. Ekki í raun réttri. Segið honum að hann skuli láta ógilda hjónaband okkar. Ég er ekki strax undir það búin að leggjast við stjóra. Segið honum að ég hafi ákveðið að Ijúka háskólanámi mínu fyrst. . ." Það var engu líkara en að hún Framhald á bls. 47.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.