Vikan


Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 22

Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 22
HarnEeikurinn grísinn 1 Það var einu sinni grís, sem kom spássérandi eftir götu í Stokkhólmi. Einhver hafði sleppt honum lausum — og nú trítlaði hann þarna, eiganda- og umkomulaus í stórborginni. Það var svo sem nógu slæmt í sjálfu sér. En hið versta var, að á bóginn á grísnum var máluð mynd af Nikita Krustjeff forsætisráðherra. Að vísu var svipurinn ekki mikill, en nægi- legur þó, til þess að hrinda af stað einum heljarmiklum lög- regluhildarleik. Framhald hinna æsispennandi grísaveiða hefst með næsta þætti. 2 HARMLEIKUR- INN UM GRÍSINN Tveir fílefldir verðir laganna úr hinum öfluga lífverði rússneska forsætisráðherrans nálgast hröðum skrefum. Öll „gegnkrúsílandi-svín" skulu fjarlægð þegar í stað. Bar- áttulaust? Nei, aldrei! A HARMLEIKURINN .1 UM GRÍSINN ■' ' ''''y' " ■ & WF t’wBÍiÉStaL. WSM Með eldsnöggu Jesse Owens-viðbragði ' 'sí. eykur grísinn hraðann upp í 30 km/klst á nokkrum sekúndum. Armur laganna er ( vita vonlausri aðstöðu. Skrambinn, sverðið f . ■ : »: . - i.. . flæktist fyrir! 4 HARM- LEIKUR- INN UM GRfSINN Leikurinn nær hámarki. Grísinn hefur fram að þessu haft greinilega bet- ur. En enginn má við margnum. Að lokum virð- ist réttvísin hafa yfirhönd- ina. Öll sund virðast lok- uð. Og þó! MVNDASÖGU ÞESSA RÁKUMST VIÐ Á f SÆNSKU MYNDABLADI OG B GÚMSÆTI FYRIR HERTOGANN Enda þótt Filipus hertogi flygi heimleiðis héðan á sinnni eigin þotu, þá voru það Loftleiðir sem önnuðust afgrciðslu vélarinnar og nestuðu meira að segja her- togann og gervallt fylgdarlið hans fyrir heimferðina. Kom það á daginn, að hertoginn var svo mettur og vel haldinn við heimkomuna, að hann leit ekki á sér- staka íbúð, sem honum hafði verið búin á flugvell- inum, heldur strunsaði hann upp i sportbíl og ók til hallarinnar „eins og alvanur bílstjóri" svo sem Vísir mundi liafa orðað það. Hertoginn ók nefnilega „eins og alvanur bílstjóri ‘ norður við Mývatn, komst yfir blindar hæðir og náði meira að segja beygjum, öllum til mikillar ánægju. En matseðillinn í flugvélinni á útleið, hljóðaði svo: Rækjukokkteill. Úrval kaldra kjöttegunda. Nýtt grænmetissalat í franskri ídýfu. Ostaréttir og kex. Nýir ávextir. Kaffi. Sem sagt: léttur og lystugur matur og vafalaust snilldarlega framreiddur eins og venja er hjá Loftleið- um. Fólkið á myndinni er frá hægri: Sgt. Miss Maureen Glennon, Svan Ágústsson, bryti, F/Sgt. Mr. Michael Brown og Jón Kristlnsson, matreiðslumaður. Brown mun hafa verið bryti á hcrtogaflugvélinni, en daman frammistöðustúlka. 22 VXKAN 3X. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.