Vikan


Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 6

Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 6
NILFISK A verndar gólfteppin — því aS hún hefur nægllegt sogafl og afburða teppasogstykkl, lem rennur mjúklega yflr teppln, kemst undir lægstu húsgögn og DJÚP- HREINSAR jafnvel þykkustu gólf- teppi fulkomlega, þ. e. nær upp sandi, smásteinum, glersalla og öðrum grófum óhreinindum, »em herast inn, setjast djúpt í teppin, renna til, þegar gengið er á þeim, sarga undirvefnaðinn og slíta þannig teppunum ótrúlega fljótt. NILFISK slitur alls ekki tepp- unum, þar sem hún hvorkl bankar né burstar, en hreinsar aðeins með rétt gerðu sogstykki og nægilegu sogafli. ASrir NILFISK kostir: # Stillanlegt sogafl # Hljéður gangur # Tvöfalt fleiri (10) og betri sogstykkl, áhaldahllia og hjólagrind með gúmmíhjólum fylgja, auk venjulegra fylgihluta * Bónkústur, hárþurrka, málning- arsprauta, fataburstl o. m. fl. fæst aukalega. # 100% hreinleg og auðveld tsam- lng, þar sem nota má jöfnum höndum tvo hrelnlegustu ryk- geyma, sem þekkjast 1 ryksugum, málmfötu eða pappirspoka. # Dæmalaus ending. NILFI8K ryksugur hafa verið notaðar hér- lcndis jafn lengi og rafmagnið, og eru flestar i notkun enn, þótt ótrúlegt sé. # Fullkomna varahluta- og vi8- gerðaþjónustu önnumst við. Hagstætt verð. Góðlr greiðsluskllmálar. Sendum um allt land. ÚRVAL ANNARRA HEIMILISTÆKJA: ATLAS kæliskápar, frystikystur — BALLERUP hrærivélar — BAHCO eld- húsviftur, tauþurrkarar, gufubaðstofutæki — FERM þvottavélar, þeytivind- ur, strauvélar — GRILLFIX grillofnar — FLAMINGO straujárn, úðarar, snúruhaldarar — ZASSENHAUS rafmagnskaffikvamir, brauð- og álcggs- sneiðarar — Hraðsuðukatlar, vöfflujárn, brauðristar, eldhúsvogir, baðvogir o.fl. SÍMI 1-26-06 SUÐURGATA 10 REYKJAVÍK ___________________Klippiö hér Undirrit. óskar nánari upplýsinga (mynd, verð og greiðsluskilmóla) um: ...................................................................... Nafn ..................................................................... Helmili .................................................................. RáSvilltur strætómaður Kæri Póstur! gömlu og þreyttu fólki og ófrísk- um konum eða konum með mikla böggla eða lítil börn. Ég þakka þér svo kærlega fyrir Vikuna. Viltu koma fyrir mig einni at- hugasemd á framfæri til hans Eiríks Ásgeirssonar hjá strætó. Ég bý í nýju hverfi hér í borg, þar sem allt er enn á rúi og stúi (í hverfinu, ekki heima), göturn- ar eru opnaðar og þeim er lokað á víxl, skurðir grafnir kruss og þvers og yfirleitt alls kyns tor- færur heftar för gangandi og bíl- andi (blessuð hitaveitan er að koma sér fyrir). Ég á engan bíl sjálfur og neyðist því til að nota strætisvagnana á hverjum degi og oft á dag — það væri svo sem engin neyð, ef hægt væri að finna þá! Nú get ég búizt við því á hverjum morgni, að vagninn stoppi alls ekki þar sem hann stoppaði í gær og láti bara alls ekki sjá sig á þeirri götu. Ef vagnarnir þurfa að breyta rút- unni, hvort sem það er vegna óyfirakanlegrar . torfæru eða kenj auppátækj a með að breyta rútunni, þótt það sé algjör óþarfi (en það hefur líka komið fyrir), þá er ekki nema sanngjarnt, að kúnnarnir geti lesið sér til um hina nýju leið á gömlu stöðun- um. Það á ekki að vera nein gestaþraut að finna strætó, enda er húsbóndi minn á vinnustað steinhættur að trúa þessum strætisvagna-eltingarleiks-sögum, þegar ég kem hálftíma of seint í vinnuna. Ef ég missi djobbið, þá stefni ég strætó! Sársvekktur. --------Við tökum ekki að okk- ur að sækja málið. Erfitt að vera krakki... Kæri Póstur! Ég hef lengi ætlað mér að skrifa þér, en aldrei komið því í verk. Það er útaf farþegum í strætisvögnum. Ég er þrettán ára og borga fullorðinsgjald. Og ef það kemur t. d. einhver fín frú inn í vagninn og ég sit, (ef öll sætin eru upptekin) þá færir hún sig alltaf þar sem ég sit og glápir á mig eins og ég sé einhver ? Þetta finnst mér alveg óþolandi. Ég borga alveg jafnt og hinir og krakkar geta nú stundum verið þreyttir líka. Mér finnst alveg sjálfsagt að standa upp fyrir Nöldurskjóða. Æ — Æ ég man það svo vel, að það var alveg óþolandi að vera krakki, hvort sem maður var staddur í strætisvagni eða ein- hversstaðar annarsstaðar. Full- orðna fólkið ætlast til alls af manni, og heldur að maður sé fjandans ekkert of góður til að gera hitt og þetta, og jafnvel líka til að standa upp fyrir manni í strætó. Víst skil ég þig kæra nöldur- skjóða, en hvað skal gera? Ég er nefnilega einn af þeim, sem finnst að ég sé búinn að ganga mikið meir en þú um ævina, og eigi kannski „rétt“ eða von- ast í það minnsta til þess að þú standir upp fyrir mér þegar ég fer þreyttur heim úr vinnunni á kvöldin eftir að hafa verið að vinna fyrir þér allan daginn. Þú verður nefnilega að athuga það, að þótt pabbi þinn sé ekki í sama strætó og þú, þá er hann kannski í þeim næsta þar á eftir, — og mundir þú ekki standa upp fyrir honum? Jú, ég er viss um það. Og jafn viss um það, að þú mundir óska þess að hann Dóri í þínum bekk mundi standa upp fyrir HONUM. Ekki satt? Hrosshárístrengj'um... Ég er ekki að hæla mér af því að vera neitt sérstaklega flinkur í tungumálum, kæri Póstur, en samt er það svo að ég get lesið ýmsar auglýsingar í erlendum blöðum. Þar hefi ég oft lesið um ýmsan varning í sambandi við „The Beatles", og sérstaklega hefi ég lesið að hægt er að fá keyptar erlendis Beatles-hárkollur fyrir lítinn pening. Segðu mér nú. Hvernig stend- ur á því að við getum ekki feng- ið slíkt hér heima? Bítlesari. Ja, — nú skaltu ekki spyrja mig, kæri vin. títaf fyrir sig finnst mér það miklu skynsam- legra að hafa hárkollu með Bítleslagi á hausnum, heldur en að láta hárið vaxa þannig. Þá er það bara alveg eins og Til FÖNIX s.l., SuSurgötu 10, Reykjavík.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.