Vikan


Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 41

Vikan - 20.08.1964, Blaðsíða 41
Hrá krækiberjasaft. 4 kg. krækiber, 500—750 gr. sykur í hvern lítra af saft, 2 matskeiSar vínsýra í hvern 1. af saft. Berin hökkuð, saftin siuS og mæld. Vínsýran leyst upp í svolitlu vatni og sett í saftina ásamt sykrinum og hrært vel í þar til sykurinn bráSnar. Geymt á vel hreinum flöskum. Líka má búa til hráa krækiberjasaft sykurlausa, en þá er sett i hvern lítra af saft: 1 gr. vfnsýra eSa sitrónu- sýra og 1 gr. bensósúrt natrón eSa atamon. Soðin krækiberjasaft. 3 kg. krækiber, 5—7 dl. vatn, 500 gr. sykur í hvern 1. af saft. Berin soðin viS litinn hita þar til þau springa, en þá eru þau tekin upp úr og síuS, annaS hvort í hreinu stykki eSa kramin í sigti. iSaftin svo mæld og soSin í nokkrar mínútur meS sykrinum. FroSan veidd , ofan af og saftinni hellt á vel hreinar flöskur. Gott er aS láta 2 gr. af vinsýru í hvern litra af saft, bæði verS- ur saftin fallegri á litinn á því, og einnig næst hún betur úr dúkunum, ef hún hellist niSur viS matborSiS. Krækiber í vatni. Krækiber, 1 1. vatn, % gr. til 1 gr. bensósúrt natrón. VatniS á aS sjóSa og bensósúra natróniS hrært út meS 2 matsk. af hejta vatninu og síSan bætt í vatnið þegar þaS er fariS að kólna. Krækiberin mega ekki vera of þrosluiS og helzt alveg nýtínd. Berin sett á flöskur og reynt að láta þau ekki springa, og siðan er vatnsblöndunni hellt yfir þau. Geymist á köldum, ekki of björtum staS, og ekki má nota meira en hér er uppgefiS af rotvarnarefninu, þvi aS annars getur komiS bragS af berjunum. Hrútaberjahlaup. Hrútaber eru alveg sérstaldega ljúffeng í hlaup og saft BragðiS minnir svolítiS á ribsber og þó sérstak- lega útlitiS. í hvern lítra af saft er sett 1 kg. sykur. Berin hituS vS litinn hita og hrært í þar til þau springa, þau síSan síuS, en safinn látinn renna af sjálfu sér, en ekki kreistur. Saftin og sykur- inn sett saman i pott og soSiS, en froðan fleytt vel ofan af. DálítiS af óþroskuSum berjum verður aS vera saman viS, svo aS tryggt sé aS saftin lilaupi. AthugiS að hlaupiS stífnar heldur viS geymslu, en það þarf þó að vera fariS að þykkna þegar þaS er tekiS af eldinum. Hrútaberjasaft. 3 kg. hrútaber, IV2 1. vatn, 500 gr. sykur i hvern I. saft. í saftina er bezt að nota ber, sem of þroskuð voru í hlaupiS. Berin eru soðin i 15 mín í vatninu, saft- in síuS og mæld og soSin aftur meS -sykr- inum í 5 min. Framhald á bls. 47. VIKAN 34. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.