Vikan - 14.01.1965, Qupperneq 8
Sfórkosfleg framför
HRUKKUEYÐANDI
LOTION
NÝTT FRÁ L A SALLE VERKSMIÐJUNUM í BANDARÍ KJUNUM.
Mun stærri glös.
Mun meira magn fyrir færri krónur.
Sléttar úr hrukkunum á 5 mínútum.
Algerlega skaðlaust fyrir húðina.
Má nota eins oft og hver og einn óskar.
Eitt glas endist mánuðum saman.
MÚMÍA Á UPPBOÐI
Það er hægt að selja allt, ef það er
bara auglýst nógu vel. Það áleit að
minnsta kosti belgískt uppboðsfyrir-
tæki, sem auglýsti uppboð á 3000
ára gamalli múmíu. Fólk streymdi á
uppboðið í hundraðatali, en tilboð
komu engin. Því hver vill hafa dauða
manneskju í sínum húsum, það aldrei
nema þótt hún sé dauð fyrir svo sem
30 öldum? Að lokum kom lögreglan
á vettvang og tók uppboðsgripinn í
sína vörzlu, og forsvarsmenn upp-
boðsins voru ákærðir, því samkvæmt
belgískum lögum er harðbannað að
selja lík þar í landi.
Síðan
síðast
RÚSSNESKUR FÓLKSVAGN
Rússnesku blíaverksmiðjurnar afhenda
ríkinu framleiðslu sína og ríkið ákveð-
ur hvert bílarnir fara: Hversu margir
skuli flytjast út, hversu margir til
embættismanna ríkisins eða fyrir-
tækja og síðan mætir hinn almenni,
rússneski bílkaupandi afgangi. Það
er hreint ekki óvenjulegt, að menn
verði að bíða í tvö til þrjú ár eftir
nýjum Moskvits eða Volga, sem þeir
hafa pantað. Það er greinilegt að fram-
leiðsla eins og bílar hefur v.eriö lát-
ið sitja hjá, þegar annars vegar voru
þýðingarmeiri, tæknileg atriði eins og
geimferðir. Þar hefur hins vegar ekki
verið til sparað. Eitt af því sem Krússi
sagði þjóðinni, var að hún væri poka-
lega til fara og nú hafa þeir ef til
vill uppgötvað, að bílarnir mættu líka
líta betur út. í fyrsta sinn á síðasta
ári tóku Rússar þátt í Monte Carlo
kappakstrinum.
Nú hafa Rússar hafið framleiðslu á
smábíl, sem sýnist vera eitthvað ætt-
aður Moskvits, en á raunar að vera
einskonar fólksvagn, draumabíll þjóð-
arinnar. Hann heitir þjálu og indælu
nafni: Saporodjnets 9G6. Að sumu
leyti minnir hann á Renault Dauphine
með loftinntaki í inndregnu grilli á
hliðunum. Hann er 40 hestöfl, há-
markshraðinn sagður vera 120 km og
útvarpið er standard eins og í öðrum
rússneskum bílum.
Auðvelt í notkun. — Notkunarreglur á
íslenzku fylgja hverju glasi.
FÆST í FLESTUM VERZLUNUM LANDS-
INS, SEM VERZLA MEÐ SNYRTIVÖRUR.
Heildsöl ubirgöir:
0. Johnson & Kaaber h. f.
O VIKAN 2. tbl.
HVERS VEGNA ERU
NEGRAR SV0NA
SPRETTHARÐIR?
Á alþjóðlegum íþróttamótum standa
negrar jafnan mjög framarlega í
spretthlaupum, en hins vegar kemur
varla fyrir að þeir komizt í úrslit eða
jafnvel að þeir reyni að taka þátt í
lengri hlaupum en 800 m. í sögu
Olympíuleikanna ber hátt negra eins
og Jesse Owens, Harrison Dillard, sem
sigraði 100 m í London 1948 og Tolan,
sem sigraði 100 m 1932. Wilma Rudolph
er í sérflokki og sömuleiðis Hayes,
sem sigraði í Tokyo. Þar sigraði einnig
Henry Carr 200 m, Wyomia Tyus
100 m kvenna og Hayes Jones 110
m grind. Öll eru þau svört.