Vikan

Eksemplar

Vikan - 14.01.1965, Side 14

Vikan - 14.01.1965, Side 14
Slys á hraðbrautinni Fjórtán ára gamall hafði hann verið verkamaður, verkstjóri tuttugu og fimm ára. Fertugur var hann orðinn meðeigandi i Western Machinery, sem seldi byggingarvörur. Jimmy hafði allf.af fundizt, að ef hann næði þvi að verða hálfdrættingur á við föður sinn, gæti hann verið ánægður. „Þetta er Riggio lögreglu- maður,“ sagði Jimmy. „Komið inn fyrir,“ sagði pabbi hans. Hann vísaði þeim inn í dag- stofuna og slökkti á sjónvarpinu. Riggio settist í sófann. Cricket virtist ekki þora að sleppa hönd- unum af Jimmy. Hún fékk hann til að setjast í stól og settist sjálf á bríkina hjá honum. „Meiddist einhver?" spurði pabbi hans. „Kona,“ sagði Riggio. „Hún ók hinum bílnum.“ Jimmy reyndi að kyngja kekk- inum í hálsinum — reyndi, en mistókst það. „Það var Mrs. Murphy, pabbi.“ Tuttugu ára starf við bygging- ariðnaðinn hafði gert andlit Rogers Franklin hörkulegt. Hann hnyklaði brúnir. Það hræddi Jimmy ekki, en honum leið illa. Pabbi hans leit svona út, aðeins þegar honum hafði sárnað eitt- hvað ákaflega. „Er hún mikið slösuð?“ spurði pabbi hans. Riggio leit snöggt á Jimmy og horfði svo aðvörunaraugum á föður hans. „Það er of snemmt að segja nokkuð um það. Hún skarst i andliti — kinnarnar, varir og enni. Heilaliristingur, en ég held ekki höfuðkúpubrot. Sjúkrabíllinn fór með hana á Mercy sjúkrahúsið. „Ég kem rétt strax aftur,“ sagði pabbi hans lágt. Hann notaði símann frammi í forstofunni og hlustaði meira en hann talaði. Hann var fölur, þegar hann kom inn í stofuna aftur. „Hún er enn á skurðarborð- inu,“ sagði hann. Hann leit á Jimmy. „Það væri kannski rétt að þú segðir frá málavöxtun- um.“ Jimmy sagði þeim hvað kom- ið hafði fyrir og reyndi að gera sér það sjálfum Ijóst um leið. Það gekk illa, þvi að þegar hann hugsaði um atburðina, varð hann skelfingu lostinn og barðist við ógleði — áreksturinn, áreynsl- an við að hafa stjórn á bílnum, síðari skellurinn, eyðilagður bíll konunnar og blóðið á andliti hennar — allt rifjaðist þetta upp fyrir honum, og þegar hann hafði lokið við frásögnina, var hann skjálfandi og kófsveittur. „Jæja,“ sagði pabbi hans. Hann leit til Cricket. „Þvoðu honum, viltu það? Færðu hann i skyrtu og reyndu að láta hann borða eitthvað — hann hefur auðvitað enga lyst. Það mætti reyna dálitla mjólk.“ Cricket snerti handlegg hans. „Komdu með mér, sonur.“ „Pabbi,“ sagði Jimmy, „viltu hringja aftur á spítalann?" „Eftir dálitla stund,“ sagði pabbi hans. Hann beið þar til Cricket og Jimmy voru komin út og gátu ekki heyrt það sem sagt var. Þá sneri hann sér að Riggio og and- lit hans var áhyggjufullt. „Er þetta eins slæmt og það virðist?“ Riggio lögreglumaður andaði djúpt. „Ég reyni að tala við for- eldrana eftir að slys hefur kom- ið fyrir, þér skiljið? Þegar ungl- ingarnir hafa framið glæp — of hraðan akstur og ógætilegan, vara ég foreldrana við, svo þau viti hvar þau standa. Fjöldi unglinga þyrfti duglega fleng- ingu.“ Svo leit hann upp og horfði beint í augu föðursins. „Sonur yðar er ekki þannig. Hann er góður drengur.“ „Ég veit það vel,“ sagði faðir- inn. „En bæði ég og móðir hans erum yður þakklát fyrir að segja það.“ „Sjúkrahúsið hefur sagt yður frá andliti konunnar. Það er hugsanlegt að hún verði stór- skemmd i andliti." Riggio þagn- aði um stund. Svo hélt hann áfram: „Mér fannst ekki tíma- bært að segja drengnum það. Hann verður einhverntíma að fá vitneskju um það, en það má ekki leggja of mikið á hann í einu.“ „Ég er yður aftur mjög þakk- látur,“ sagði faðirinn. „Áreksturinn.... “ Riggio tók fram vasabók. „Veðrið heiðskirt, vegirnir þurrir. Konan ók ekki hratt. Drengurinn fór fram úr henni á fjörutiu og fimm, um það bil. Engar truflanir voru sjáanlegar, enginn bill á móti. Bílarnir rákust saman á hægri akrein — hjólförin, glerbrotin og moldin á gangstéttinni sýna það greinilega. Konan var með- vitundarlaus þegar farið var með hana á sjúkrahúsið. Það var því ekki hægt að taka skýrslu af henni. Drengurinn heldur í rauninni að hann hafi gert allt rétt. Staðreyndirnar sýna hins vegar annað.“ Faðirinn sagði: „Hann hefur farið of hratt yfir?“ „Hann er seytján ára,“ sagði Riggio. „Hann á rétt á að aka, að læra. En hve langan tima tekur að læra? Og hver borgar þau mistök, sem krökkum verð- ur á meðan þau eru að læra?“ „Þetta er erfið spurning," sagði faðirinn. „Ég er ekki til- búinn að svara henni núna — ekki þannig að það komi i skýrslunni." „Ég skil það — unglingarnir fá ekki mikla tryggingu.“ „Og ég er ekki auðugur mað- ur,“ sagði faðirinn. Hann gekk til dyra með Riggio lögreglumanni, þakkaði honum enn einu sinni og hleypti hon- um út. Svo hringdi hann á sjúkrahúsið. Mrs. Murphy var úr hættu og hafði verið gefið svefn- lyf, sem hún svaf. Nei, hún hafði ekki höfuðkúpubrotnað. Já, and- lit hennar hafði skaddazt. Nefið hafði brotnað, sömuleiðis kinn- beinin og hún hafði skorizt illa. Faðirin setti tólið á og var nú mjög alvarlegu. Hann gekk inn í eldhúsð og mætti þar tveim áhyggjufullum manneskjum. „Hún er úr lífshættu, en and- lit hennar fór illa.“ „Ég vissi þaðl“ sagði Jimmy. „Ég sá hana.“ Hann sló með krepptum hnefa í lófa sér. „Hún var svo falleg.“ Cricket hvislaði: „Aumingja konan.“ „Einhver þarf að hringja til Charlie Stern,“ sagði pabbi hans. Tryggingarfélagið fer illa út úr þessu. Það er betra að láta þá vita.“ „Þetta er mín trygging," sagði Jimmy. „Ég skal tala við hann.“ Faðir hans og Cricket biðu í eldhúsinu. Þau hlustuðu á hann tala og andlit þeirra voru þreytu- leg og áhyggjufull. Þau bjugg- ust við lionum vonsviknum, þeg- ar hann kom aftur inn, en kringluleitt andlit hans var hörkulegt og augnaráð hans var reiðilegt. „Hann trúði mér ekki heldur!“ sagði hann. „Trúði hverju?“ spurði pabbi hans. „Að ég hefði ekki beygt of hratt. Ég sagði honum hvernig áreksturinn varð. Hann sagði það ekki beint út — hann sagði: „Reyndu ekki að koma sökinni á aðra — en hann hefði eins getað sagt það hreinskilnis- lega.“ „Jimmy....“ „Ég hef lent i tveim öðrum árekstrum," sagði Jimmy. „í VIKAN 2. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.