Vikan

Issue

Vikan - 14.01.1965, Page 19

Vikan - 14.01.1965, Page 19
/--------------------------N Björn Hannesson, blaðamaður. Töff gæ. Kallaður Baddi, en það skalt þú aldrei gera. Mynd- arlegur náungi, 27 ára, grann- ur, herðabreiður. Fyrrverandi drengjamethafi í hástökki og hundrað metrum. Skilinn við konu og tvo krakka. Á einn I lausaleik austur á Hornafirði. Greindur en ekki gáfaður. Hefur framúrskarandi kjafta- vit og getur afkjaftað færustu prófessora. Blautur og neitar aldrei sjúss á meðan hann get- ur stutt sig. Óánægður með líf- ið. Brosir sjaldan, en hefur góða kimnigáfu. Álitinn for- stokkaður háðfugl eða ófor- skammaður dóni. Svarthærður með hrokkið hár. Stórt ör á vinstri kinn, sem roðnar þegar hann reiðist. Reykir pípu á meðan hann er vakandi. Semsagt: Töff gæ. ^________________________________/ stofunni hjó sér. Hann var orðinn voteygur við fjórða snaps, með blautar varir. Þá sagði hún að Kela vantaði herbergi í vikutíma. Helzt kiallarapláss til að nota sem verk- stæði. Helzt þar sem enginn væri að forvitnast neitt. Thran sagði að það væri sjálf- sagt. Hann hefði einmitt svoleiðis kjallara. Hluti af vörugeymslu. Hvað ætlaði Keli að gera við verkstæði? Þau voru búin að ræða um það heima, hvort hún ætti að segja hon- um það. Þeim fannst öruggara að segja honum það. Þá mundi hann þegja. Hún horfði beint framan í hann og lét hann hafa það um- búðalaust. ,,Þeir ætla að ræna hand- ritunum. Þeir ætla að nota kjallar- ann sem athafnapláss." Hann hélt á snapsglasinu í ann- ari hendi. Hin lá ofan á hennar á borðinu. Hann hreyfði sig ekki lengi. Horfði á hana og skildi ekki hvað hún sagði. Svo kreisti hann hönd hennar. Fast. „Nei," sagði hann. „Nei. Það er ekki satt." Hún sagði ekkert. „Það getur ekki verið. Það vil ég ekki. Ég kem ekki nálægt því. Hann fær ekki húsnæði hjá mér til þess." „Jú," sagði hún rólega. „Hvernig . . . ?" Af hverju?" „Af því að Keli veit ýmislegt um þig, sem er ekki gott að fréttist. /----------------------------- Bergur Þráinn Reynir Grímsson frá Hofi. Kallaður Hoffi. Tuttugu og fimm ára norrænustúdent. Hef- ur handritin á heilanum. Seg- ist vera kommúnisti, en er bezta grey. Rauðhærður. Virð- ist ekki hafa komið inn á rak- arastofu í þrjú ár. Hatar vatn. Elskar vín. Hár og renglulegur. Sýnist vera eintómar lappir og hand- leggir. Kann átta gítargrip, sem hann leikur til skiptis ef hann verður fullur. Syngur þá raram- íslenzk kvæðalög eða bassaút- setningar við ljóð Jóns Kára. Væmin ástarljóð eftir Foster á milli fjórða og sjötta glass. Frá sjötta til áttunda „Mæ onlí sunsjæn“ eða „Síll bi köming ránd ðe mántæn ...“ Klæðir sig eins og róni. Skórnir aldrei burstaðir, og hælarnir uppétnir að utan- verðu. Rembihnútur á reimun- um, sem aldrei er leystur. Semsagt: Bítill af lífi og sál. K________________________________/ Hann heldur að heimilisfriðurinn hjá þér verði I hættu, ef konan þfn kemst að því, að þú svafst hjá ákveðinni sjómannskonu í Laugar- nesinu, síðast þegar þú varst heima á íslandi." „Keli kjaftar aldrei frá því." „Er það ekki?" „Nei, ég trúi því ekki. Það er líka lygi. Ég svaf aldrei hjá henni." „Hefur það nokkuð að segja? Geturðu sannað að þú hafir ekki gert það?" „Get ég sannað . . . get ég sann- að . . ." „Keli getur sannað að þú hafir gert það. Hann hefur vitni. Tvö meira að segja." „Hver? Það voru engin vitni." „Ég. Við Baddi blaðamaður sváf- um saman í næsta herbergi. Vorum með f partýinu. Vissum að þú varst í svefnherberginu hjá henni alla nóttina. Baddi fór með þig í bíl á Hótel Sögu um morguninn." „En sú endemis, ekkisens lygi. Ég hef aldrei séð þig áður. Ekki heldur þennan blaðamann." „Skiptir engu máli. Þú varst full- ur," Thran starði ennþá á hana. Hún hélt um tíma að hann mundi slá hana. Þess í stað grúfði hann sig niður á borðið. „Láttu nú ekki svona, Þráinn," sagði hún. „Þetta verður allt f lagi. Sannaðu til. Þetta tekst allt /--------------------------------------------- I Jóhann Bárðarson, járnsmiður. Jói jaki, eða Big-Joe. Hálf- bróðir Kela heildsala. Þrjátíu og fjögurra ára járnsmíðameist- ari. Meistari er sannnefni. Snill- ingur í véltækni. Vélar fara í gang ef hann horfir á þær. Heljarmenni að burðum og veit ekki krafta sina. Gáfur af skornum skammti. Hefur engan áhuga fyrir öðru en vélum og járnsmíði. Á að taka við verkstjórn á nýja saumavélaverkstæðinu hjá Kela. Skiptir í miðju og geng- ur með stutt axlabönd. Bux- urnar ná niður að ökkla. Jakk- inn þrem númerum of þröng- ur. Uppáhaldssetningar: Svaka gæ. — Mikið djöfull er það klárt. — Allt í fína. Semsagt: Svaka jaki. V_____________________________J saman vel, og þú þarft engar áhyggjur að hafa. Keli sér um sína, og ef þú stendur þig í stykkinu, launar hann þér ríkulega." Hún klappaði á höndina, sem ennþá lá ofan á borðinu. Hann greip um hana og leit upp. Svo tók hann ákvörðun. Rétti úr sér og lyfti snaps- inum. Brosti. „Þú verður að vera vingjarnleg og eftirlát við nýja leigj- andann þinn," sagði hann. Þau fóru saman á gott veitinga- hús og fengu sér að borða. Hún pantaði sveppasúpu og vínar- snittu með grænum baunum, steikt- um kartöflum og sultu. Hann var með vitlausar sýrur og át hrátt salat með rúgbrauði. Hann gleymdi sýr- unum þegar hann pantaði í glösin. Fann fyrir þeim aftur þegar reikn- ingurinn kom. Á leiðinni á Hótel Hafnia tók hann utan um hana. Hann ætlaði að káfa á svamppúðunum með hinni hendinni, en hún varnaði því. Hann tók upp veskið og ætlaði að borga bílinn við hótelið, en hún sagðist vera svo þreytt að hún þyrfti að fara beint ( háttinn. „Það er allt ( lagi, elskan," sagði hann. „Nei, vinur. Einhverntíma seinna, heldur. Þegar betur stendur á. Þá skulum við fara saman út og skemmta okkur ærlega. Ég hlakka til," sagði hún og kyssti hann á kinnina. / Thran Karasen, lýsis- kaupmaður í K.höfn. Alias Þráinn Kárason. Hefur búið í Höfn í mörg ár. Á þar sjö krakka, konu og hús í Brönshöj. Hlutverk: Að eiga hús með kjallaraholu í Kaupmannahöfn. Kemur annars sögunni lítið við. Verður því ekki lýst nánar. Jón Helgason, prófessor og Stefán Karlsson. Starfa báðir í Det Arne Magneanske Institut. Þekktir að góðu einu. Verst að þurfa að draga þá inn 1 svona leið- indamál. Löggur og allskonar annað fólk. Búið tii eftir hendinni. Sjálf- lýsandi. Enginn vinningur i að þekkja það nánar. ---------------------------------/ Hann greip um hnakkann á henni, en hún vatt sér undan og stökk út. „Bless, elskan," sagði hún og klappaði honum á kinnina. Hún skellti hurðinni og hljóp inn. Hann bölvaði í sand og ösku á dönsku. Hann var búinn að eyða d. kr. 8,50, fyrir utan drykkjupen- inga og hafði ekkert upp úr því. „Farðu með mig heim," sagði hann vonzkulega við bílstjórann og sagði honum heimilisfangið. Baddi kom tveim dögum síðar og fékk sér einsmannsherbergi á Hótel Annex. Missionshótel. Lítil og mjó herbergi. Rúm, stóll og klæðaskáp- ur. Sameiginlegt bað og klósett fyr- ir alla hæðina. Hann reyndi að hringja í Rúnu, en hún var í búðum. Hún var allt- af í búðum. Sérstaklega eftir að henni tókst að dobla lýsiskaup- manninn. Baddi átti að kanna umhverfið við safnið. Þekkja allar götur þar í kring. Vita hvenær umferðin væri mest. Fylgjast með ferðum starfs- fólksins úr vinnu. Það var engin krá neinsstaðar nálægt, hvað sem hann leitaði. Vasapelinn varð að duga. Hann var búinn að ganga um ( þrjá tima, þegar hann sá Rúnu. Hann vildi ekki tala við hana þarna. Það var ákveðið fyrirfram Framhald á bls. 50. VIKAN 2. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.