Vikan - 14.01.1965, Qupperneq 20
M
Framhaldssagan 31. hluti
eftir Serge og Anne Golon
Hann teygði út handlegginn og dró hana að sér og henni
fannst eins og hún sykki á kaf í þetta vöðvamikla hold.
Maðurinn geispaði með miklum hávaða. Svo dró hann
rekkjutjöldin til hliðar og fölt dagsljósið skein til þeirra
í gegnum rimlagluggana.
Angelique sneri sér við og gekk yfir að lokrekkjunni. Hún tók að hátta
sig. Henni fannst eins og hún væri með stein í maganum. Hún velti því
fyrir sér, hvort hún ætti að fara úr undirpilsinu, en ákvað svo að vera
i því. Svo klöngraðist hún upp i rúmið og þvert ofan i fyrirætlanir henn-
ar, fann hún til vellíðunar, þegar hún renndi sér undir sængina. Fjaðra-
rúmið var mjúkt og smám saman hlýnaði henni. Hún dró sængina upp
að höku og horfði á varðstjórann hátta sig.
Það var þess virði að horfa á það. Það brakaði í honum, hann másaði,
hann stundi, muldraði, og skugginn af risastórum likama hans huldi
allan vegginn.
Hann tók af sér stóru, brúnu hárkolluna, og lagði hana vandlega frá
sér, á þar til gerðan stand. Svo klóraði hann sér lengi og vandlega á
berum skallanum og hélt svo áfram að tína af sér önnur föt.
Þótt hann hefði tekið af sér hárkolluna og stæði allsnakinn á gólfinu,
var hann enn hrikalegur að sjá. Hún heyrði hann hella vatni í skál, svo
kom hann aftur í ljós með handklæði um sig miðjan.
1 sama bili var aftur barið að dyrum.
— Varðstjóri! Varðstjóri!
Hann fór og opnaði dyrnar.
— Varðstjóri, það var varðmaður að koma og segja, að það hefði
verið brotizt inn í hús I rue des Martyrs og.. ..
— Andskotinn eigi ykkur alla, þrumaði varðstjórinn. — Sérðu ekki
að ég er með lítinn kjúkling i rúminu minu, sem hefur beðið eftir mér
í þrjár klukkustundir!
Hann skellti dyrunum á andlitið á varðmanninum, setti slogbrand-
ana vandlega fyrir, stóð þar eitt andartak, allsnakinn og risastór, með-
an hann ruddi úr sér bióti og formælingum. Svo sneri hann sér að borð-
inu, tók þar klút og batt hann um höfuðið á þann hátt, að tveir endar
klútsins löfðu niður yfir enni hans.
Að lokum tók hann kyndilinn og gekk hægt í áttina að lokrekkjunni.
Angelique horfði á risann nálgast og hornin á vasaklútnum yfir enn-
inu vörpuðu hrikalegum skugga á loftið. Henni leið betur í yl rúms-
' ins; var orðjn þreytt á langri biðinni og í þann veginn að falla í svefn,
og allt í einu fannst henni þessi sjón svo hlægileg, að hún gat ekki var-
izt hlátri.
Mannætan stanzaði, horfði á hana með undrun og gleðisvipur færðist
yfir andlit hans.
—■ Ha, ha, ha! Haldið að hún brosi ekki! Á því átti ég sízt von! Því
þú veizt svo sannarlega hvernig á að fara að Því, að frysta mann með
augunum! En nú sé ég, að þú hefur ekkert á móti smá skemmtun held-
ur. Ho, ho, ho, ho! Þú hlærð, ijúfan! Það er Ijómandi! Hí, hí, hí, hí, hí!
Hann hló hátt og hjartanlega, svo hlægilegur með klútinn á höfðinu
og kyndilinn í hendinni, að Angelique hélt að hún ætlaði að kafna úr
hlátri. Að lokum, þegar tárin streymdu úr augum hennar, tókst henni
að ná tökum á sér. Hún var bálreið yfir því, hún hafði ákveðið að vera
virðuleg, kærulaus og láta aðeins það í té, sem henni var nauðsynlegt,
en hér lá hún og hló eins og léttúðardrós, sem var að reyna að þóknast
viðskiptavini sínum.
—• Þetta er Ijómandi, Ijúfan. Þetta er Ijómandi, endurtók varðstjórinn
ánægður. — Færðu þig nú svolitið, svo ég komist fyrir.
Þetta „færðu þig svolítið“, olli Angelique nýrri hláturgusu, en í sama
bili varð henni ljóst, hvað hún var í Þann veginn að undirgangast.
Meðan hann var að reyna að koma sér fyrir á öðrum helmingi rúmsins,
hörfði hún eins langt og hún gat og hún komst I hina áttina, hringaði
sig upp og var þar kyrr, stjörf af ógeði.
Undirsængin fór næstum niður undir gólf, þegar þessi risi lagðist á
hana. Svo slökkti hann á kyndlinum. Hann dró fyrir tjöld rekkjunnar
og í þessu þrúgandi myrkri varð þefurinn af vini, tóbaki og stígvélaleðri
næstum óþolandi. Hann andaði hratt og ört og bölvaði lágt fyrir munni
sér. Svo þreifaði hann um rúmið við hlið sér og þegar stórir hrammar
hans snertu Angelique, stirðnaði hún upp.
— Svona, svona! sagði hann. — Þú ert engin trébrúða, þú átt að
minnsta kosti ekki að vera það núna, falleg mín. En ég ætla ekkert að
herða á þér. Og ég skal tala fallega við þig, af þvi að þú ert þú. Allan
tímann, frá því að þú leizt á mig, eins og ég væri ekki stærri en baun,
var ég viss um að þú værir ekki stórhrifin af þeirri hugmynd að sofa hjá
mér. Samt lít ég vel út, og venjulega líkar kvenfólki bara vel við mig.
En það er vonlaust að ætla að skilja konur. Samt geðjast mér vel að
þér, og það er staðreynd. Ég hef smitazt af einhverju. Þú ert ekki eins
og aðrar stúlkur. Þú ert miklu fallegri. Ég hef ekki hugsað um neitt
síðan i gær....
Stórir og kjötmiklir fingur hans klipu hana og klöppuðu á víxl.
— Þú ert ekki vön þessu, sýnist mér. Og Þó eins falleg og þú ert,
hlýtur þú að hafa þekkt alltaf hundrað menn! Og úr því við erum bara
tvö ein, get ég verið alveg hreinskilinn. Fyrr í kvöld, þegar ég sá Þig
í varðstofunni, hugsaði ég með mér að allt þetta loft í þér, og þessi
virðulegi rembingssvipur yrði til þess, að ég myndi bara liggja eins og
lyppa hérna, og gæti ekkert gert. Það getur komið fyrir allra beztu f
karlmenn. Og svo til þess að vera viss um að valda þér ekki vonbrigðum,
drakk ég meira en pott af kryddvíni. En það er eins og það er, siðan
ég gerði það, hef ég ekki I öðru snúizt en þessu þrasi við þjófa og lík.
Það var eins og allt þetta fólk væri að láta myrða sig, bara til Þess að
gera mér erfitt fyrir. 1
1 þrjár klukkustundir hef ég ekki gert annað en hlaupa milli skýrslu-
gerðar og líkhússins, og allan þann tíma hefur þetta bölvað kanelvín
verið að hita blóðið í mér. Svo nú er ég alveg tilbúinn, eins og bezt verður
á kosið. Ég er ekkert að draga úr því. En samt væri það nú skemmtilegra
fyrir okkur bæði, ef Þú sýnir svolítinn velvilja líka, heldurðu það ekki?
Þessi ræða hafði róandi áhrif á Angelique. Varðstjórinn, sem var álls
ekki illa gefinn, hafði fundið það á sér. Það er ekki hægt að taka Þátt
í þvi að brjóta niður fjöldann af þorpum og nauðga, drottinn má vita
hve mörgum konum og stúlkum af öllum kynþáttum og þjóðernum, án
þess að öðlast einhverja reynslu.
Laun fyrir þolinmæði hans var fallegur, mjúkur líkami, sem hjúfraði
sig upp að honum og bauð sig fram í Þögn. Með ánægjustunu þáði hann
það, sem að honum var rétt, af miklum krafti, en án ruddaskapar.
Angelique hafði ekki tima til að finna til ógeðs. Hún fann þrúgandi
Þungann rétt í svip, en svo að segja strax var hún laus á ný.
— Jæja, þá er það búið, andvarpaði varðstjórinn.
Hann rétti út annan hramminn og velti henni eins og trjástofni yfir í
hina hlið rúmsins.
— Sofnaðu nú, stúlka min. Við gerum þetta aftur í fyrramálið, og svo
erum við kvitt.
Tvemur sekúndum seinna hraut hann af hjartans lyst.
Angelique hélt, að það myndi taka hana langan tíma að sofna, en
þessi snögga áreynzla eftir þreytu undanfarinna klukkustunda, ásamt
þægindum mjúks, hlýs rúmsins, svæfði hana næstum því þegar í stað.
Þegar hún vaknaði í myrkrinu, var hún nokkra stund að átta sig á
því, hvar hún var. Hrotur varðstjórans höfðu lækkað. Það var svo heitt,
að Angelique fór úr undirpilsinu.
Hún var ekki lengur hrædd, en samt amaði eitthvað að. Hún var ó-
örugg, og það var ekki vegna stóra sofandi líkamans, heldur einhvers
annars.... E’inhvers óútskýranlegs og hræðilegs.
Hún reyndi að sofna aftur og bylti sér af annarri hliðinni á hina.
Að lokum tók hún að leggja við eyrun. Þá tók hún eftir daufu hljóð-
unum, sem höfðu vakið hana. Þetta voru eins og raddir, mjög fjarlægar
raddir, sem allar höfðu sameinazt í eina, kvartandi stunu. Þetta þagnaði
aldrei. Þegar eitt hljóðið dó út, kom annað í staðinn, og allt í einu
varð henni það ljóst: Þetta voru fangarnir. Það, sem náði eyrum hennar
.gegnum gólfið og þykka veggina, voru stunur, örvæntingaróp hinna
ógæfusömu, sem börðust um, ískaldir, slógust við fangelsisrotturnar
með skónum sínum, börðust um vatnið, gegn dauðanum. Glæpamenn sem
lögðu guðs nafn við hégóma, og sakleysingjar, sem báðu til hans. Aðrir
sem höfðu orðið að þola þjáningar, örmagna af hungri og kulda, en gátu
aðeins stunið í klóm dauðans. Þannig stóð á þessum fjarlæga, undarlega
hávaða. ,
Það fór hrollur um Angelique. Gamla Chateletvirkið lagðist yfir hana
með öllum sínum þunga og allri sinni skelfingu. Mundi hún nökkurntíma
getað andað að sér hreinu lofti aftur? Mundi mannætan láta hana fara?
Hann svaf. Hnn var sterkur og máttugur. Hann var yfirmaður þessa
helvítis.
Hægt færði hún sig nær stóra líkamanum, sem hraut við hlið hennar,
og henni til undrunar var hold hans ekki fráhrindandi, þegar hún lagði
hendina á það.
Varðstjórinn hreyfði sig og malaði hana næstum undir sér, þegar (
hann velti sér yfir.
— Hæ, hæ! Fuglinn er vaknaður, sagði hann loðmæltur.
Hann teygði út handlegginn og dró hana að sér og henni fannst eins
og hún sykki á kaf í þetta vöðvamikla hold. Maðurinn geispaði með ,
miklum hávaða. Svo dró hann rekkjutjöldin til hliðar og fölt dagsljósið
skein í andlit þeirra í gegnum rimlagluggana.
— Þú ert árrisul, kjúklingurinn minn.
— Þessi hljóð. Hvaða hljóð eru þetta?
— Þetta eru fangarnir. Þeir skemmta sér ekki eins vel og við.
— Þeir þjást.. ..
— Þeir eru ekki settir þarna til að skemmta sér. Þú ert heppin, skal ég
segja þér, að sleppa við þetta. Finnst þér þú ekki betur sett í rúminu
mínu, heldur en hinum megin við vegginn?
Angelique kinkaði kolli af svo mikiu kappi, að varðstjórinn varð á-
nægður.
Hann þreif krús með rauðvlni af náttborðinu og fékk sér drjúgan teig.
V