Vikan

Issue

Vikan - 14.01.1965, Page 27

Vikan - 14.01.1965, Page 27
leitaði hann uppi ævintýrin á stundum, en eins víst er hitt, að á stundum voru það ævintýrin, sem leituðu hann uppi. Það síðarnefnda var að minnsta kosti, þegar hann tók það að sér að fara með áríðandi bréf frá Ara Magnússyni, bónda í Ogri, til höfuðsmannsins á Bessastöð- um, Holgeirs Rósenkranz, vegna atburða, sem Jón var að vísu við riðinn, en ekki verður hér frá sagt. Þá höfðu tyrknesk ræningiaskip verið hér á flakki úti fyrir ströndum; hafði höfuðs- maður því látið gera virki með fallstykkium í Seilunni að Bessastöðum og kallað þangað kaupför úr Hafnarfirði, Keflavík og Hólmin- um til varnar, ef tyrkneskir gerðu árás þar; einnig hafði hann kallað til Bessastaða landskuldarmenn úr nágrenninu í því skyni. ,,Og sem nú Jón Olafsson eina nótt á Bessastöðum hafði verið og átti aftur sem fljótast að ferð- ast vestur með bréf höfuðsmannsins" — þá frétt- ist að tvö ræningjaskip væru á leið inn á Seil- una, og að sjálfsögðu skipaði höfuðsmaður Jóni Olafssyni, hinni þaulreyndu byssuskyttu kon- ungs, að vera yfir fallstykkjunum á Bessastaða- skansi, enda var hann til þess'manna hæfastur. Ræningi'askipin sigldu nú inn á Seiluna, en þá var fjarað svo út, að annað þeirra strand- aði. Hafði áður verið skipzt á nokkrum skotum við þá, en nú hættu þeir allri skothríð og tóku að flytja bæði hertekið fólk, því að áður höfðu þeir rænt bæði í Grindavík og víðar á landinu, úr strandaða skipinu yfir í hitt. Vildi Jón Ólafs- son og aðrir (slenzkir í virkinu nota tækifærið og hefja skothríð á bæði skipin, en höfuðs- maður þorði eigi og fengu ræningjarnir því að athafna sig í næði frammi fyrir fallstykkja- kjöftunum á skansinum og sigldu síðan bæði skipin ósködduð á brott á aðfallinu. Er það sagt'til marks um hugrekki höfuðsmanns, að hann hafði söðlaða hesta handa sér og öðrum dönskum til að flýja á, ef ræningjarnir skyldu þrátt fyrir allt freista landgöngu, og ekki þorði hann að ríða til alþingis það sumar af hræðslu við Tyrki. Alltaf er ógerlegt að segja með vissu, hvernig farið hefði um atburði, ef öðruvísi hefði verið að staðið. Lítill vafi er á, að svo mundi Jóni hafa tekizt að laska ræningjaskipin með skot- um úr fallstykkjunum, að þau hefðu annað hvort sokkið á Seilunni eða ekki komizt á brott. Og þó að ræningjarnir væru grimmir og víg- vanir, mundi þeim hafa orðið óhægt um vörn í sökkvandi skipunum, og þó að gera megi ráð fyrir, að þeir hefðu barizt af mikilli hörku, meðan nokkur þeirra stóð uppi, var það mikið lið um borð ! kaupskipunum þrem og í landi, að öruggt má telja, að sigur hefði verið unnin á þeim tyrknesku með aðstoð fallstykkjanna á skansinum. Þá er ósennilegt, að þeir hörmu- legu atburðir hefðu orðið ( Vestmannaeyjum, sem þar gerðust ( næsta mánuði; annað mál er svo það, hvort tyrkneskir sjóræningjar hefðu ekki leitað hefnda síðar og ógerlegt að vita hvar. Kannski hefðu líka ófarir á Seilunni kennt þeim að halda sig frá ströndum landsins. Víst er um það, að Vestmannaeyingar áttu Holgeir Rósenkranz höfuðsmanni ekkert að þakka. Eins og ráða má af frásögn Ólafs Jónsson- ar, var virki fyrir hendi í Eyjum, þegar faðir hann réðist þangað. Virki það létu danskir gera, þrem árum eftir Tyrkjaránið; var vel til þess vandað — þótti lengi vel mesta mann- virki á Suðurlandi, og stendur enn að miklu leyti. Virki höfðu þó áður verið gerð í Eyjum. Enskir gerðu þar virki á öndverðri fimmtándu öld og voru þar með vopnum, er hirðstjórar gerðu för að árið 1425, en urðu frá að hverfa. Mun þar hafa verið um alllanga virkisgarða að ræða, því að kallað var ,,í Kastala" allstór þyrping húsa, löngu eftir að virkisgörðunum sá ekki lengur stað, og er líklegt að það hverfi hafi staðið innan þeirra. Árið 1515 bauð Kristján II Danakonungur hirðstjóra sínum hér á landi, Sören Norby, að gera virki á Bessa- stöðum og „paa Wespenoö", en ekki varð neitt úr því. í tíð Friðriks II Danakonungs hófst kóngs- verzlun og útgerð ( Eyjum, en kóngsmenn áttu stöðugt í höggi við engelska og þýzka, og af þeim ástæðum hefur það víst verið er sjóli sá bauð skipstjóra sínum, Hans Holst, að sigla til Eyjanna með „folk, Skyts og Arkelitöj for at bygge et Blokhus paa et belejligt sted ved Havnen paa Vespenöe". í reikningum umboðs- manna konungs í Vestmannaeyjum 5. júlí, SHMhM! ■ V » «• ,r •' ••• -O Einasta vopnið úr herfylkingunni sem nú er varðvcitt: Korði Árna Einarsson, alþingismanns, 4 Vilhorgarstöðum. 1586—87, er að finna greinargerð vegna af- hendinga á vörum til Hans þessa Holst, „kongl. maj. capthien paa Westmandöe. . . thill the skandtzers behoff . . ." og má af því ráða, að virkin hafi verið fleiri en eitt, en ekki verður nánar vitað um þessa elztu virkjagerð danskra hér á landi. Sennilega hefur verið um fallbyssu- skýli úr tré að ræða, „blokhus", og eins v(st er það, að ekki'hafi virki þessu eða virkjum verið við haldið eftir að Dönum hafði tekizt að stugga engelskum og þýðverskum frá, því að ekki er getið um neitt slíkt í Tyrkjaránssög- unni — þó er hins getið, að fallstykkin voru enn við innsiglinguna. Eftir Tyrkjaránið hlóðu danskir svo Skanzinn — eða létu hlaða — settu þar virkisforingja, constabel, og hófu að kenna Eyjaskeggjum vopnaburð, og þarna þjálfaði Jón Indíafari þá til víga og hergöngu einu sinni í viku, „trúlega og kostgæfilega" að sögn Ólafs sonar hans, og er ekki að efa það. Allvel bjuggu danskir að Jóni og konu hans í Eyjum. En kona hans, Ingibjörg Ólafsdóttir, uppalin að Stað í Súgandafirði, kunni „ei við landslag ( Eyjum og undi sér þar með engu móti að vera, hvar hún af um síðir sturlun og langsemi fékk með óyndi", segir Ólafur. Og þó að Jón yndi sér þar víst allvel, var hann þv( ekki nema árið; tók annar við starfi hans og mun hafa verið constabel ! Eyjum til 1660 eða lengur, en eftir hann mun embættið hafa verið lagt niður. Sögu Skanzins sem varnarvirkis við innsigl- inguna á höfnina var þó ekki lokið. Þegar brezkt herlið kom hingað í siðari heimsstyrj- öldinni komu þeir þar fyrir byssum og höfðu þar vörzlu dag og nótt. Og þó að herþjálfun Eyjaskeggja félli niður, þegar enginn var leng- ur kóngsins constabel á Skanzinum, var hún aftur upp tekin eins og nú verður frá sagt. Eru Eyjaskeggjar þeir einu hér á landi, sem hlotið hafa þjálfún ( meðferð vígtóla og lotið heraga um ára bil — því að varla verður það segt um þá íslenzka er gerðust dátar Jörundar Hundadagakonungs. Voru það og tugthúslimir Framhald á bls. 30. VIKAN 2. tbl. 2/J

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.