Vikan

Útgáva

Vikan - 15.07.1965, Síða 5

Vikan - 15.07.1965, Síða 5
sígarettustubbum og ávaxtaberki. Madame Dufour, sem deildi klefa með henni, hafði látið mikið fyr- ir sér fara áður en hún fór að sofa, vegna þess að svefn í reyk- fullu herbergi gat eyðilagt rödd hennar. Hún skar hrúta í efri kojunni, þótt hún héldi særðum og reiðilegum svip, jafnvel í svefni. Herra og frú Ritter, sem voru í klefa B, beint á móti, hrutu einnig. Á litla borðinu höfðu þau komið fyrir mynd af húsi, hundi, Stefánskirkjunni og börnunum sínum í gamaldags fötum frá því fyrir stríð. Myndir af því, sem þau höfðu orðið að gefa upp, heimskulegar endur- minningar, sem þau báru með sér um heiminn. Herra og frú Ritter höfðu nú í fyrsta skipti í margar mánuði fengið að fara í land, og þau höfðu ekkert haft gaman af því. Jörðin hafði ramb- að undir fótum þeirra, fólkið hafði verið ófrítt og óvingjarn- legt, göturnar óhreinar og mat- urinn meira en vafasamur. Þeim kom saman um að það væri að- eins einn staður í heiminum, sem væri þess virði að eiga heima — Vín. Og nú sváfu þau, hrutu mjúkega, rólega og ánægð, tveir leiðigjarnir, óþolinmóðir, litlir útlagar, sem héldu áfram ferð sinni umhverfis hnöttinn, hvað eftir annað, og þráðu stöðugt að smakka á ný köku, sem hvergi fæst nema í Vín, og ber hið furðulega nafn Gugelhupf. Frú Gold svaf ekki í næsta klefa, sumpart vegna þess að það var lífsvenja hennar að fara á fætur með sólinni; sumpart vegna þess að hún hafði áhyggj- ur af klefafélaga sínum, Pat, sem hafði komið eitt andartak, kast- að frá sér töskunni á gólfið og þotið út aftur. — Hvað er á seyði, stúlka mín? •—- Ekkert, frú Gold. — Ég var að aka ungfrú Halden niður að skipinu, og nú verð ég að kom- ast aftur til sjúkrahússins. Ég skal segja yður frá því seinna — Er einhver veikur? — Einhver? Allir, frú Gold. Við fáum veikt barn um borð, og frú Foster. Hún er hálfbrjál- uð og veit ekki, að eiginmaður hennar er að deyja... Ég hef engan tíma núna, ég verð að hjálpa lækninum. Þar með var hún farin, og frú Gold fór í inniskóna sína, tók biblíuna og gleraugun og þramm- aði upp á þilfar til að hafa auga með landganginum, þegar Pat kæmi aftur. Vandengraf hafði verið ger- samlega örmagna. Sú uppgötvun að til var eitthvað eins og fjar- skyggni og dá, og hann — eftir heillar ævi fals og svindl og hók- us pókus — skyldi uppgötva hæfileikann í sjálfum sér, hafði verið einum of mikið fyrir hann. Hann hafði hætt við taflið, muldraði veiklulega afsökun og látið fallast á kojuna í krump- uðum, hvítum fötunum, velt sér um stundarkorn og fallið svo í ofan í djúpan, svartan brunn svefns og örmögnunar. Andlit hans undir sköllóttu höfðinu með stóra nefinu, gnæfði fram úr koj- unni eins og dvergalandslag með giljum, grasi og fjöllum, meðan hann gekk í gegnum völundar- hús draumanna, sem fluttu hann alla leið heim til litla þorpsins í Galísíu, þar sem hann var barn. Efri kojan var auð, vegna þess að Mynheer Van Halden hafði verið kallaður til klefa dóttur sinnar. Hann sat á koju Jeff með hendurnar milli hnjánna og drjúpti höfði lítið eitt, til að hylja andlit sitt. Hann virtist jafn óum- breytanlegur og rólegur og hann var alltaf, þegar hann lagði mik- ið undir: í viðskiptum, í ást, í öllu sínu lífi. Jeff kraup á gólf- inu, kastaði föggum sínum holt og bolt niður í tösku, þakklát fyrir, að hún skyldi hafa eitt- hvað að gera meðan hún sagði föður sínum það sem hún þurfti að segja. — ... og þannig er það, faðir minn, og þú ert sá eini, sem get- ur skilið mig. Ég er ekki að gift- ast honum þrátt fyrir hætturnar og erfiðið, þvert á móti, það er vegna þess að líf hans er hart og erfitt og stundum jafnvel hættulegt, sem að ég vil vera hjá honum. Ég býst við, að þetta sé vegna þess að ég er dóttir þín. í gærkvöldi, þegar við ókum i gegnum plantekruna, var það svo skrýtið — það var eins og að koma loksins heim. Þetta er líka minn heimur, faðir minn, hér á ég heima og hér vil ég vera, og — ef til vill — get ég orðið að einhverju gagni. Það er svo margt, faðir minn. Byggja nýjar búðir og hreinni, koma upp skóla fyrir kúlíabörnin, kenna mæðr- unum svolítið hreinlæti og þrifn- að, sjá um að umhverfi þeirra sé mönnum sæmandi, — þá verða ekki uppreisnir og þá fær eng- inn æðiskast, trúðu mér til. Hlæðu ekki að mér — ég býst við, að þú ætlir að segja, að all- ir Ameríkanar séu í hjarta sínu útrýmendur óþrifnaðar og niður- lægingar, og kúlíunum líði betur með sinn skít. Það er ekki satt. í Bunker Hall gerðum við mikið fyrir svertingjana okkar; þeir voru þakklátir fyrir það og þetta verður ekki svo mikið frábrugð- ið. Þú sagðir mér sjálfur, að sum- ar af plantekrum stjórnarinnar væru dæmi um heilbrigða ný- lendustjórn; hversvegna gæti þín nýlenda ekki verið það einnig? Kannske get ég hjálpað til að það verði, þótt í litlum mæli sé. Van Halden muldraði eitthvað um einkamál, hluthafa, hagnað og arðskiptingu, en Jeff vísaði þessu öllu á bug með einni snöggri höfuðhreyfingu, og dökk- ur hárlokkur féll niður yfir enni hennar, svo hún varð að blása honum frá á ný. — Vertu ekki að segja mér neitt um arðskiptinguna, vegna þess að ég ætla ekki að hlusta. Ég er ekki sá bjáni sem þú held- ur. Ég veit líka svolítið um við- skipti þín. Það er of mikið gúmmí eins og er — eða hversvegna hefði annars þurft að gera al- heimssamkomulag? Til þess að halda framleiðslunni niðri og verðinu uppi. Þegar eitthvað kemur fyrir arðskiptinguna ykk- ar, kemur það niður á kúlíun- um, með því að halda vinnunni ódýrri og hagnaðinum háum. Þú tilheyrir gamla skólanum í plant- ekrumálum, pabbi minn. Ég vona að þú fyrirgefir mér þótt ég segi það. Þú hugsar aldrei um undirstöðuna undir velfarnaði þínum. Undirstaðan er dauð börn og veikar mæður, óhamingjusam- ir og þjáðir menn, sem eru svo fullir af hatri og ótta, að eitthvað hlýtur að bresta í þeim og senda þá af stað til að brenna og drepa. — Nú talar þú eins og Fong, sagði Halden og brosti. Hann myndi aldrei láta Jeff vita, hversu erfitt það var að kreista þetta bros fram. — Líklega hef- ur þú hlustað of mikið á þennan kínverska áróðursmann, litla meisje. Hún velti þessu fyrir sér and- artak, en fannst það ekki svara virði. — Sjáðu til pabbi, hélt hún áfram. — Ef ég hefði ákveð- ið að fara með þér til New York og dvelja þar um sinn, hefirðu gefið mér pelsa og nýjar perlu- festar og ráðið handa mér einka- ritara til að halda mér félags- skap og keypt undir mig íbúð á Pierre, og svo hefðum við ver- ið í mánuð í Florida. Er það ekki rétt? Allt, sem ég þarf á að halda í Lombok eru gömlu léreftskjól- arnir mínir og stór lyfjakista handa kúlíunum. Viltu gefa mér í heimamund þá peninga, sem þú sparar með brúðkaupi mínu, svo ég geti stofnsett lítinn skóla og litla sjúkrastofu og þú getur lát- ið þá hafa raforkustöðina og frystikerfi og góða vatnshreins- unarstöð fyrir drykkjarvatnið ... — Bíddu! Bíddu! hrópaði Hald- en. -—- Þú ert þegar farin að tala um heimamund, og ég hef enn- þú ekki samþykkt þessa skyndi- legu og brjálæðislegu giftingu. Er þér ljóst, að þú ert ekki einu sinni tuttugu og eins árs og sam- þykki mitt er nauðsynlegt, til þess að þú getir gifzt? — Ég býst ekki við, að þú viljir að ég dvelji í Lombok án þess að vera gift Anders, sagði Jeff léttilega. — Fyrir mína parta legg ég ekki mikið upp úr þessu formsatriði og hvort Brook- huis skipstjóri muldrar nokkur orð yfir okkur Anders eða ekki, skiptir okkur ekki nokkru máli. En mér skilst, að siðferðishug- takið í þessarri nýlendu sé mjög strangt og þú viljir ekki, að ég bregði út af venjunni með það. Hún sagði þetta hálft í gamni og hálft í alvöru, en Halden þekkti stríðnina í augum hennar, og gat ekki að sér gert að hlæja að þessu hálfbrjálaða, herskáa barni sínu. — Ef það að giftast á stundinni og skilja föður sinn eftir með ónotaðan helming af farmiða umhverfis heiminn, er venja... sagði hann án þess að ljúka setningunni. í næstu and- rá var hann í miðjum fellibyl faðmlaga og atlota og klapps og kossa, sem hrundu yfir hann án fyrirvara, ofsaþrungið eins og rigning næturinnar áður. Síðast, þegar Jeff hafði farið þannig með hann, var það á þriðja afmælis- degi hennar, þegar hann hafði gefið henni smáhest, sem hún hafði þegar orðið ástfangin af. Hann minntist þess nú, og það hafði gert hann varnarlausan og mjúkan. Stöðugt síðan skipið kom í höfn, hafði hann haft þá einkennilegu tilfinningu að bráðna, þiðna og verða að engu, eins og efnið, sem hann var gerð- ur úr-hefði orðið fyrir breytingu. Hann greip andann á lofti, ýtti Jeff frá sér með annarri hendi, meðan hann strauk um þunnt, hvítt hár sitt með hinni. —- Þetta er nóg, þetta er nóg, sagði hann. — Geymdu eitthvað af þessu handa brúðgumanum. Hvar er sá ungi þorpari annars? — Það varð að skipta um bleyju á honum og þvo honum bak við eyrun, tilkynnti Jeff. — En hann hlýtur að vera alveg að koma. En svo varð hún mjög al- varleg. — Pabbi sagði hún lágt. Framhald á bls 45. VIKAN 28. tbl. g

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.