Vikan


Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 7

Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 7
Hreint og hresscindi! Það er gaman að matreiöa í nýtízku eldhúsi, þar sem loftið er hreint og ferskt. Það skapar létta lund, vinnugleði og vellíðan, hvetur hug- myndaflugið — og matarlykt og gufa setjast ekki í nýlagt hárið né óhreinka föt og gluggatjöld; málning og heimilistæki gulna elcki og hreingerningum fækkar. Raunveruleg loftræsting! Með Bahco Bankett fáið þér raunverulega loftræstingu, því auk þess að soga að sér og hlása út gufu og matarlykt, sér hún um eðlilega og heilnæma endurnýjun andrúmsloftsins í eldhúsinu og næstu herbergjum. Sog- getan er ein af ástæðunum fyrir vinsældum Bahco Bankett. H'jóð! Þrátt fyrir soggetuna heyrist varla í viftunni. Bahco Bankett er sennilega hljóðasta viftan á markaðnum. Engin endurnýjun á síum! i.thugið sérstaklega, að Balico Bankctt þarfnast engrar endurnýjunar á lykt- og gufueyðandi síum, sem dofna með tímanum. Bahco Bank- ett hefur engar slíkar, en heldur alltaf fullum afköscam — kostnaðarlaust. Fitusíur úr riðfríu stáli! Balico Bankett hefur hins vegar 2 stórar, varanlegar fitu- síur úr ryðfríu stáli, sem ekki einungis varna því, að fita setjist innan í útblásturs- stokkinn, heldur halda viftunni sjálfri hrcinni að innan, því að loftið fer fyrst gegnum síurnar. Fitusíurnar eru losaöar með einu handtaki og einfaldlega skolaðar úr heitu vatni stöku sinnum. Rétt vinnuhæð, innbyggt Ijós og rofar! Lögun Bahco Bankctt skapar óþvingað svigrúm og sýn yfir eldavélina. Innbyggt ljós veitir þægilcga lýsingu og rofarnir fyrir ljós og viftu eru vel og fallega staðsettir. Falleg, stílhrein og vönduð — fer a!!s staðar vel! Bahco Bankett er teiknuð af hinum fræga Sigvard Bernadotte, eins og mörg fallegustu heimilistækin í dag, og er sænsk úrvalsframleiðsla frá cinum stærstu, reyndustu og nýtízkulcgustu loft- ræstitækjaverksmiðjum álfunnar. BAHCO ER BETRV. Það er einróma álit neytendasamtaka og reynslustofnana ná- grannaríkjanna, að útblástursviftur einar veiti raunvcrulega loftræstingu. Hagsýnir húsbyggjendur gera því ráð fyrir útblástursgati cða sérstökum loftliáfi. Þeir, sem cndurnýja eldri cldhús, brjóta einfaldlega gat á útvegg eða ónotaðan reykháf. Sú fyrirhöfn margborgar sig. NÝJUÞiG: raðstokkar. Við höfum nú á boðstólum létta og sterka, hvíta plaststokka með beygjum og öðru tilheyrandi, sem hver og einn getur raðað saman, án minnsta erfiðis eða sérstakra verkfæra. Veijið því rétt, veljið viftu, sem veitir raunverulega loftræstingu og heldur allt- af fullum afköstum — kostnaðarlaust. Veljið BAHCO BANKETT. ekki annað en æpa á skaðabætur fyrir skemmd föt. Ég taldi mig ekki bótaskyldan, því konan stóð við pollinn, svo að segja inni á akbrautinni, á afar illa lýstum kafla og að því ég bezt veit, er engin merkt gangbraut þarna, jafnvel ekki þótt allt sé nú autt og sjáist í sjálfa götuna. Nú veit ég, að það er bannað að skvetta á vegfarendur, en er alveg sama hvernig allt er í pottinn búið? Ég skrifaði niður nokkra votta úr næstu bílum á eftir mér að því hvernig þetta gerðist, en hvað nú ef konan veður í tryggingafélagið mitt og heimtar skaðabætur? Borga þeir þá ekki umyrðalaust og ég missi bónusinn minn? Með þökk fyrir svarið. — Vatnar. Mér fyndist illa gert ef þú yrð- ir sviftur bónusnum út af þessum kvenmanni, en eftir því sem ég bezt veit, er málið ekki svo ein- falt, að sá sem telji sig hafa orð- ið fyrir skaða, geti gengið inn í tryggingar og hirt þaðan bótafé, án þess að þú sért um það spurð- ur. Ef konan hefur gert kröfu á hendur tryggingafélagsins, — sem væntanlega er þá komið á daginn um þetta leyti — trúi ég ekki öðru en tryggingafélagið hafi sett sig í samband við þig, svo þú getir skýrt þína hlið málsins. Og jafnvel þótt svo langt væri komið, er ekki víst — að mínum dómi — að konan fengi skaða- bæturnar, ef það þykir sannað mál, að hún hafi verið eitthvað að bjálfast, blessunin. HVAÐ KOM FYRIR BRÉFIÐ? Póstur góður: Geturðu sagt mér eitthvað til málsvarnar honum nafna þínum — póstinum, sem maður fær bréf- in úr? í byrjun desember sendi ég bréf norðan úr landi suður tij Reykjavíkur, afar áríðandi einka- mál. Er ekki að orðlengja það, að bréfið komst fyrst í hendur viðtakanda á Þorláksmessu, en hafði þá verið opnað og glímt aft- ur með glæru límbandi. Hverju sætir þetta, og hvað hefur gerzt? Bréfið var mjög greiniega merkt bæði nöfnum og heimilisföngum viðtakanda og sendanda. Með fyr- irfram þökk fyrir svarið. LIG. Ekki kann ég að verja hann, cnda verður honum sjáfsagt ekki skotaskuld úr málsvörninni sjálf- um. Hitt er annað mál, að marg- ar póstafgreiðsluborur úti á landi hafa fengið orð fyrir frámuna- lélega þjónustu og jafnvel dóna- skap — og svo voru póstmenn í yfirvinnuverkfalli megnið af des- ember, en eins og alþjóð veit, fer drjúgur hluti vinnu á vegum hins opinbera fram í eftir- og næt- urvinnu hér á landi, svo atvinnu- greinarnar lamast, ef takmörkun er sett á yfirvinnuna. LEIKLIST Kæri Póstur! Ég skrifa þér í vandræðum mínum, því þú átt alltaf svo góð ráð. Mig langar óskaplega til að verða leikkona, en pabbi og mamma eru alveg á móti því og segja að ég hafi enga hæfileika til þess, en samt gefst ég ekki vpp og ætla að spyrja þig eitthvað um leiklistina. Þarf maður ekki að vera liðugur og hafa gott minni? Hvað þarf ég að vera gömul? Og hefur Leikfélag Reykjavíkur ekki leikskóla? Því þangað langar mig að fara, en pabbi og mamma eru ennþá meira á móti bví. Hvað á ég að gera til að fá ósk mína uppfyllta? Því ég bý ekki í Reykjavík. Og svo að lokum, h’var get ég fengið allar upplýsingar? Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. P.S. Hvernig er skriftin. Margur unglingurinn hefur f’'rr o? síðar átt við það að stríða, að foreldrarnir skildu ekki lang- anir lians og áhugamál. Þau vilia bér vafalaust allt það hezta oe bnfi einfaldlega ekki álit á því fólki sem leggur fyrir sig leik- list, eða því lífi sem það lifir. En er er alkunna. að leiklistar- bakterían er sterk og brjózk og fyrr eða síðar verður þú sjálfráð og tekur málið í þínar eigin hend- ur. Þar til verður bú að bíða og undirbúa þig og.siá til, hvort þú vetur ekki unnið bau með góðu. Þú spyrð, hvort maður þurfi ekki að vera liðug og hafa gott minni. Sjálfsagt er hvorttveggia heldur til bóta, sé það fyrir hendi, en það ræður áreiðanlega engum úr- slitum um það. hvort bú getur orðið góð leikkona cða ekki. Leikfélag Reykjavíkur er með leikskóla á sinum snærum og nú skaltu skrifa Sveini Einarssyni, le.ikhússtióra hiá Leikfélaginu, og þann gefur þér ábyggilcga ein- hver góð ráð. Komið, skrifið eða útfyllið úrklipp- una og fáið alla rupplýsingar um Bahco Bankett, stokka, uppsetningu, verð og greiðsluskilmála. FÖNIX SÍMI 24420. SUÐURGÖTU 10. RVfK. Sendið undirrit. Bahco Bankett myndlista með öllum upplýsingum: Nafn: ............................................................ Heimihsfong:...................................... ’ Fór>iy s.l., póstholf 1421, Reykiavík. 2. tbl. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.