Vikan


Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 18

Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 18
MIKIÐ af blóði hefur runn- ið til jarðar í fjöllum og á strönd Ovalau, sem er ein Fijieyjanna. Fyrir aðeins sjötíu og fimm ár- um síðan voru á þessari eyju að minnsta kosti fimmtíu hof, helg- uð heiðnum guðum. Og hér lifðu og starfaði Chakombau gamli konungur, sem hafði auk- nefnið „rót stríðsins,“ og hér var það sem hann — árið 1874 — afhenti Englendingum kóngsríki sitt með öllum þess gögnum og gæðum, kóralrifjum og lónum, mannætupottum og trumbum, stríðskanóum og seglum. Nú heyra heiðnu hofin, manna- kjötspottarnir og strfðskanó- arnir fortíðinni til. En Englend- ingarnir eru ennþá á Fijieyjum, og sömuleiðis nokkur ,,fundahús“ hingað og þangað úti í þorpun- um. Það eina, sem raunverulega minnir á hina gömlu stríðsdaga eru trumburnar, lali, sem gerðar eru úr trjástofnum, sem holað- ir eru innan, en félagslífið í þorpunum snýst enn að veru- legu leyti um þær. Trumburnar eru barðar með tveimur hörðum trékylfum, og dofinn og harður sónn þeirra heyrist víða. Fyrr á tíð voru trumburnar notaðar til að kalla fólkið saman til manna- kjötsmáltíða og herferða. Nú orðið kalla þær fólk til prédik- ana í kirkjunum, eða — í höf- uðborginni Suva — til máltíða á Grand Pacific Hotel. Áður fyrr var á Fijieyjum — og sérstaklega þó á þessari litlu eyju, Ovalau — iðkað manna- kjötsát af svo mikilli lyst, að einsdæmi mun vera í mannkyns- sögunni. Stæði svo á, sem sjaldan bar við, að einn ættbálkur ætti ekki í stríði við annan, sendi höfð- inginn einfaldlega nokkra beztu stríðsmennina af stað til að veiða fólk í soðið, og þá helzt konur og börn. Því fylgdi minnst áhætta. Sjómenn, sem lentu í skip- broti við eyjarnar, áttu þar heldur engu góðu að fagna. Eyjaskeggjar sögðu að þeir hefðu „salt í augunum“ og litu á þá sem gjöf frá guðunum. Kæmist einhver duglegur sund- maður lifandi undan hákörlun- um og briminu, varð það aðeins til þess að hann fór beint í pott- inn hjá íbúum eyjanna. Fyrsti hvíti maðurinn, sem étinn var á Fijieyjum, var sænsk-amerískur sjómaður, sem kallaður var Villti-Kalli. Það bar við á því herrans ári 1813. Villti-Kalli kom til eyjanna með bandarísku briggskipi, sem strandaði á kóralrifi nálægt Ovalau. Þótt ótrúlegt sé hlaut hann góðar móttökur og varð M eyjar túristaparadís moroindaosins? Suva — höfuðborg Fijieyja og viðskipta- og samgöngumiðstöð á suðvestursvæði Kyrrahafsins — hefur um þrjátíu þúsund íbúa. Flestir þeirra eru Indverjar, frumbyggjarnir eru þar aðeins fjórtán af hundraði íbúanna. O

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.