Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 40
HÁRTOPPAR
EINN
ÚTVEGUM
HÁRKOLLUR EFTIR
MÁLI 1 ÖLLUM
LITUM.
STAKAR FLÉTTUR
NYLONFLÉTTUR
PEYSUFATAFLÉTTUR
TVEIR
ÞRÍR -
OG HÁRGREIÐSLAN ER
FULLKOMIN
G. M. búðin
ÞINGHOLTSSTRÆTI 3
SÍMI 24626
ar konur, hafði Margaret sagt. Jafn-
vel þótt hún hefði frétt þetta um
Dick, fannst henni að Mollý hefði
rasað um ráð fram. Hún hafði boð-
ið Mollý í þennan hádegisverð, til
að sannfæra hana um þetta, og fá
hana til að hætta við skilnaðinn.
— Þú veizt ekki nema um eina konu.
Mollý hristi höfuðið.
— Ég gæti horfzt í augu við eina,
sagði hún, — ég myndi ekki eyði-
leggja hjónaband mitt fyrir eitt slíkf
brot. Ég held fast við þetta vegna
þess að ég get ekki haldið þetta
út, Það hefur ekki verið þessi eina,
og þetta heldur áfram. Menn eins
og Dick, heiðarlegir menn, eru
tryggir í hjónabandinu í mörg ár,
þangað til þeir allt í einu lenda í
þessu.
— Hverju lenda þeir í?
— Nú, þessu sama sem skeði fyrir
mörgum árum, þeir verða ástfangnir
aftur. Það getur verið að maður
eigi ekki að nota orðið „ást", ég
veit það ekki. En þessar konur eru
alltaf fyrir hendi, og þær kitla í-
myndunarafl þeirra.
— Það hlýtur að vera, hafði
Margaret sagt. — En Dick hlýtur að
hafa verið brjálaður, að taka hana
heim í íbúðina ykkar.
Mollý var bitur á svipinn.
— Ég veit ekki, sagði hún. — Það
hefur verið vegna þess að hann
hefur ekkert vitað hvernig hann
átti að haga sér í þessu máli. Hann
eins og fleiri af þessum heiðarlegu
kvennabósum, hefur fengið hálf-
I
gert áfall, og hefur ekki dottið ann-
að í hug en að taka stúlkukindina
með sér heim. Þessum blessuðum
kjána hefur ekki einu sinni dottið í
hug að fara með hann á hótel.
Veiztu hvað hann gerði í ofanálag?
— Nei, það get ég ekki ímyndað
mér, hafði Margaret sagt, dálttið
kuldalega. Hana langaði ekki til að
heyra um þetta í smáatriðum.
— Hann hefur líklega verið utan
við sig. Hann gekk með stúlkuna
að lyftunni og kynnti hana fyrir
lyftuverðinum, sem konu sína. Þú
ert hamingjusöm kona, þú átt á-
byggilega aldrei eftir að lenda í
slíku . . .
Nú, þegar Margaret var ekki
lengur þessi hamingusama kona
fannst henni hún vita talsvert um
þessa hluti. Hún vissi til dæmis, að
þegar Bernard kæmi heim, myndi
hann koma með blóm. Hann gerði
það líka. Og eins og venjulega var
það allt of stór vöndur. Margaret
minntist ekkert á það, utan þess að
hún þakkaði blómin. Hún ætlaði að
komast i gegnum kvöldið án þess
að gera einhverja dellu. Vandræðin
voru bara að Bernard var hugsunar-
samari en venjulega. Hann lofaði
steikina og bauðst til að hjálpa til
við uppþvottinn. Hann hafði aldrei
gert það, ekki sfðan í fyrstu hjóna-
bandsvikunni. Þá vildi hann ekki
heldur að hún snerti peninga sína,
þau yrðu að lifa á tekjum hans, sem
voru ekki mjög háar. Þau höfðu þá
búið í tveggja herbergja leiguíbúð,
og hún fékk húshjálp tvisvar í viku.
— Láttu uppþvottin eiga sig, elsk-
an, sagði Margaret. — Ég læt þetta
allt bíða þangað til á morgun, þá
verður Mavis komin.
— Mér þykir bara gaman að því,
sagði Bernard. — Farðu nú inn í
dagstofu, svp kem ég með kaffið.
— Ég held mig langi ekki í kaffi,
sagði Margaret. — Ég er með höfuð-
verk, svo ég heid ég fari bara í
rúmið.
Þetta var auðvitað heimskulegt
af henni, hún sá að Bernard var
strax á verði. Hann náði í asperin,
og meðan hún tók það inn, tók hann
ofan af rúminu. Þegar hún var
komin í rúmið fór Bernard að tví-
stíga, ræskja sig og nudda á sér
gagnaugun. Þetta var öruggt merki
þess að eitthvað óþægilegt var í
uppsiglingu, og Margaret varð órótt
innanbrjósts.
— Sjáðu til, sagði Bernard, hálf
þvoglulega. — Það er svolítið sem
ég þarf að segja þér, ég held það
sé þá bezt að ég leysi það af í
kvöld.
Með áreynslu, sem varð næstum
að líkamlegum sársauka, þrýsti Mar-
garet óttanum á brott. Hún vissi að
hún gat búið með sekt eiginmanns
síns, ef hún hefði nægilegan tíma
til að finna út hvernig hún átti að
taka því. En hún gat ekki hugsað
sér að lifa sama lífi og Molly Par-
son. Ef hún gæfi Bernard tækifæri
til að játa sekt sína, yrði það ef-
laust gott fyrir hans eigin sálarfrið,
en það myndi fyrirgera henni, og
hún hafði ekki í huga að láta það
koma fyrir. Bernard hafði stigið
þetta skref, hann varð að sjá um
sig sjálfur.
— Það hlýtur að geta beðið til
morguns, mér er svo illt í höfðinu,
ég treysti mér ekki að hlusta á
neitt í kvöld, sagði hún, og það var
ekki laust við svolítinn biturleik í
röddinni.
Hljómurinn í rödd hennar orsak-
aði svolitla undrun hjá Bernard, en
svo yppti hann öxlum.
— Allt í lagi, fyrirgefðu að ég
skyldi ónáða þig.
Hann hafði nú gert svolítið meira
en að ónáða hana.
Morguninn eftir fór Margaret ekki
fram úr til að hita kaffi, og Bernard
færði henni ekki kaffi, þegar hann
var búinn að hella upp á könnuna.
— Ég þarf að vinna frameftir í
kvöld, sagði hann og stóð í gætt-
inni að svefnherberginu, meðan
hann fór í frakkann. —■ Ég hringi til
þfn frá skrifstofunni, til að segja
þér hvenær ég kem. Hann sneri við
til að ganga út, en hikaði andartak
og sagði svo. — Hugsaðu vel um
sjálfa þig.
Margaet, sem var einmitt ákveð-
in í að gera það sagði:
— Já, elskan, ég geri það.
Um leið og hún heyrði útidyra-
hurðina lokast á eftir honum, stökk
hún út úr rúminu. Þegar Mavis kom,
var hún klædd og tilbúin til að fara
út. Hún spurði stúlkuna hvernig hún
hefði haft það í frfinu, dáðist að
því hve sólbrennd hún væri, sagði
henni að síðustu vikurnar f sveit-
inni hefðu verið dásamlegar, sér-
staklega vegna þess að Bernard
hefði getað leikið golf á hverjum
degi. Svo bað hún hana að fara í
geymsluna og ná í ferðatöskur
þeirra hjónanna.
— En hvað á að gera við dótið,
sem kom heim úr sveitinni. Ætti hún
ekki að hreinsa það og koma því
fyrir?
— Nei, láttu það bíða, sagði
Margaret. — Náðu bara í ferða-
töskurnar og hreinsaðu þær vel,
þær eru eflaust orðnar rykfallnar.
Ég verð komin heim fyrir hádegi.
Hún varð að vera komin heim
fyrir þann tíma. Starfsmenn bygg-
ingarinnar skiptu um vakt klukkan
tólf. Þá kæmi Clarence Heintz á
vakt, og Margaret gat ekki afborið
þá hugsun að standa andspænis
honum aftur.
— En ef einhver hringir? spurði
Mavis.
— Segðu bara að ég hafi farið
út og verði komin fyrir hádegi.
Meðan hún beið eftir lyftunni,
íhugaði hún hvað hún ætti að segja
við Petro, sem nú var við lyftuna.
Petro var glaðlegur, þegar hann sá
hana, óskaði hana velkomna heim,
og lét í Ijós undrun sína á því hve
snemma hún væri á fótum.
— O, ég hætti því bráðlega,
sagði Margaret, — ég er bara svona
hress eftir sveitarveruna. En heyrðu
Petro, fékk hún systir mín þér lykl-
ana að íbúðinni.
— Systir yðar?
— Já, sagði Margaret, — Hún
kom til borgarinnar á föstudags-
kvöldið og ég lét hana hafa lykl-
ana að íbúðinni, svo hún gæti sofið
hér um nóttina. Hún lofaði að skilja
lyklana eftir hjá yður, þegar hún
færi á laugardagsmorgun.
— O, var það Ijóshærða konan í
bláu draktinni?
— Já, sagði Margaret.
— Systir yðar er Ijómandi lagleg,
sagði Petro.
— Þakka yður fyrir, Petro, sagði
Margaret. — Munið þér hvenær hún
fór?
— Mig minnir að það hafi verið
um tíuleytið. En hún skildi ekki eftir
neina lykla, frú Hodge.
— Það gerir ekkert til, sagði Mar-
garet. — Ég hringi til hennar og
minni hana á það.
Þá vissi hún það.
Hún kom heim til sln aftur klukk-
an rúmlega ellefu.
— Það hringdi enginn og ég
hreinsaði töskurnar, sagði Mavis.
— Gott, sagði Margaret. — Nú
skaltu ekki spyrja neinna spurninga,
en gera bara eins og ég segi.
Mavis gerði það, þótt hún gæti
ekki látið vera að spyrja um þetta
og hitt, en Margaret anzaði henni
ekki, var önnum kafin við að pakka
niður f töskurnar. Bernard hringdi
og sagðist ekki koma seint heim og
hann kom rétt eftir klukkan sex og
var þá í bezta skapi.
— Halló, ástin, sagði hann og
40 VIKAN 2-tbl-