Vikan


Vikan - 12.01.1967, Qupperneq 44

Vikan - 12.01.1967, Qupperneq 44
hrista hana af sér ,en hún lét sér ekki segjast fyrr en Stephan tók hana á hnén. En Godard keyrði hörkulegar og verr en nokkru sinni fyrr, þangað til greifafrúin spjó yfir hnén á honum. Þá köst- uðu þeir henni út og töldu heppi- legast fyrir heilsu hennar, að hún gengi til baka, 16 verstur, en verstan er 1166 metrar. í Ufa var svo af Stephan dregið, að Godard sendi Spijker skeyti um, að drengurinn væri svo veikur að hann yrði að verða eftir. En Stephan harkaði af sér, þótt hann losnaði ekki við blóðkreppusótt- ina fremur en du Taillis. Og það var gauragangurinn í Spijkern- um, sem vakti þá félagana af de Dionbílunum af værum blundi um miðja nótt í Kazan. Þegar þeir litu út um gluggana, sáu þeir hvar Spijkerinn stóð í hægagangi fyrir framan hótelið ,og ungur ljóshærður maður lá slyttislega í farþegasætinu, með höfuðið út á 44 VIKAN 2-tw- hlið og alla anga frá sér teygða, en Godard lá með andlitið ofan á stýrishjólinu og hendumar dingluðu niður undir gólf. Á tæp- um sólarhring höfðu þeir að baki rúmlega fimm þúsund kílómetra, sem tók de Dionana fjóra sólar- hringa. Godard hafði afrekað það á hálfum mánuði, sem tók Borg- hese prins þrjár vikur, en de Dionbílana nærri fimm vikur. Það var nokkur afsökun fyrir skinnlausum höndum Godards. Og einmitt þessa dagana var hann dæmdur í París að sér fjar- verandi í átján mánaða fangelsi og 5000 franka sekt fyrir að hafa fé út úr hollenzkum sendiráðs- mönnum í Kína á fölskum for- sendum. Þeir héldu áfram í samfloti. Næstu 400 versturnar til Nijni- Novgorod voru langsamlega versti hluti leiðarinanr, að dómi allra ökumannanna. Cormier hélt því fram, að hvaða herdeild sem væri, þó sérstaklega stórskotalið, myndi hafa gefizt upp í fyrsta slagveðrinu. Fyrsta daginn kom- ust þeir ekki nema 35 mílur, og leituðu þá skjóls í munkaklaustri. Næsta dag voru þeir Godard og Stephan fastir í þrjá klukkutíma í ausandi regninu og reyndu svo á eftir að þurrka sig með því að hátta framan við elda skógar- höggsmanna. Godard varð ekki meint af, en Stephan hrakaði enn. En að lokum komust þeir til Nijni-Novgorod, þar sem du Taill- is beið þeirra, en vegna slæmrar heilsu sinnar hafði hann farið með skipi þessa leið. Frá Nijni- Novgorod fóru þeir á vegi, og 14. ágúst náðu þeir til Moskvu. Þar biðu þeirra dýrlegar móttökur. og Cormier fór úr fötunum í fyrsta sinn í 65 sólarhringa. Þarna beið heill her manna frá de Dion verk- smiðjunum og það var unnið nótt og dag við að lagfæra og endur- nýja bílana, sem nánast voru búnir að vera, en Stephan lét sér nægja að setja nýjan framgorm undir Spijkerinn í staðinn fyrir spýtukubbinn og lýsti því svo yf- ir, að bíllinn væri í úrvals lagi. Gaston Leroux, blaðamaður, sem Le Matin hafði sent til Moskvu, sendi fjálgur heim skeyti um, að það væri ekki aðeins, að Spijker- inn væri enn á Hutkinsonsdekkj- unum, sem hann lagði af stað á frá Peking, heldur hefði ekki einu sinni sprungið. „Þau eru greinilega gerð úr krókódíla- skinni, ekki gúmmíi,“ sagði bless- aður maðurinn, sem var ekki ýkja mikill tækniheili. 16. ágúst var haldið áfram. í hverju plássi og hverri borg voru þeim gerðar höfðinglegar mót- tökur og með þeim var floti alls konar fylgifiska, blaðamanna og de Dion starfsmanna, meira að segja Jacobus Spijker ómakaði sig í glænýjum Spijker til móts við leiðangursmenn. Hann átti nokkuð óuppgert við Godard. Honum datt ekki í hug að reyna að veita honum ákúrur fyrir prangið og peningamakkið, en hvers vegna hafði hann ekki stungið de Dionana af þegar þeir lögðu af stað frá Moskvu og not- aff kraftinn til aff koma glæsilega í mark sem númer tvö, langt á undan frönsku bílunum? Hann skuldaði de Dionmönnun- um ekkert, nema kannski svo sem átta lítra af bensíni. Samningur- inn um samflot, gerður í Peking og auglýstur af hálfu Barzinis í Daily Telegraph, náði aðeins til Irkutsk, en þegar Borghese prins hafði rofið þennan samning þeg- ar á fyrstu dögunum, var engin ástæða fyrir aðra að halda hann fremur. Þess í stað fór nú Spijker- inn aðeins á undan hinum til að undirbúa með bensín og olíur á viðkomustöðunum, var sem sagt samskonar framvörður og ætlazt hafði verið til í upphafi af Borg- hese prinsi á ítölunni. Godard áleit þetta skyldu sína, og ekkert væri fjær honum en að bregðast félögum sínum að eigin dómi. Og honum var ekki úr að aka, svo Jacobus Spijker varð að sætta sig við að hlíta því. En hann var ekki viss um, að Cormier og Collingnon myndu virða fram- komu hans. Og hann var vantrú- aður á, að stjóm Le Matin, þá sérstaklega Monsieur Jules Made- line, myndi virða það. Svo Jaco- bus hafði þjálfaðan ökumann við hendina, Frijling, að grípa til, ef róttækir atburðir tækju að ger- ast. Ef Spijkerinn sigraði de Dion- bílana örugglega, hefði annað að- almarkmið Le Matin með ferð- inni brugðizt. Annars vegar var ætlunin að auglýsa Le Matin. og það hafði sannarlega tekizt, hins vegar að gera franskan bílaiðn- að víðfrægan, og ef fyrsti og annar bíll af fimm, sem lögðu af stað, væru af erlendri tegund, var frönskum bílaiðnaði lítill greiði gerður. Ekki hvað sízt með til- liti til þess, að einn hinna frönsku þátttakenda hafði dagað uppi þegar í upphafi ferðarinnar. Fram að þessu hafði Le Matin heppnazt að halda afrekum Spijkersins nokkuð niðri með því að stroka út allflestar frægjandi sögur af honum, en ef Spijkerinn yrði nú langt á undan de Dion- unum, svo ekki væri nú minnzt á ökumanninn, sem var harla drjúgur með sig og síður en svo fastheldinn á hreystisögurnar, hefði útstrikunin verið unnin fyr- ir gýg. Svo aðalforstjóri Le Matin lét taka hann höndum. Það gerðist í Kiirstin, rétt áð- ur en komið var til Berlín. For- sendan var kæran, sem hann hafði þegar hlotið dóm fyrir in absentia, eins og fyrr var frá greint. Vinir Godards höfðu gert ráð fyrir þessu og Godard var bráðlega sleppt á þeim grund- velli, að hann hefði ekki sjálfur komið fyrir dóm, formlega ákærður. En það var sama, keppninni var lokið fyrir honum með þessum aðgerðum, og það var líka tilgangurinn. Frijling tók við Spijkernum fór að fordæmi Godards og fylgd- ist með de Dionbílunum, þótt það væri nú meira þreytandi en nokkru sinni fyrr, því þeir voru einlægt að bila og aðeins her við- gerðamanna frá de Dion verk- smiðjunum kom í veg fyrir að þeir gæfust alveg upp. Og du Taillis ferðaðist helzt ekki í öðr- um bíl en Spijker. Á eftir skrif- aði hann meðal annars: „Hinn hrausti ökumaður, sem hafði allt fremur en heppnina með sér, ók ekki bíl sínum inn í París, því siffgæffisvitund Le Matin leyfffi ekki, að blaffiff tæki á móti Godard manninum, sem hafði sýnt ótrúlegan hetjuskap og unnið fjarstæðukennd afrek, af því ósveigjanlegir menn gátu ekki hugsað sér að taka unnin

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.