Vikan


Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 2

Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 2
r-------------------------- FRÁ ELZTU OG ÞEKKTUSTU VERKSMIÐJUM EVRÓPU - HIN HOLLENZKU f í FULLRI ALVÖRU SKÝR MYND-FRÁDÆR TÓNN - HAGSTÆTT VERÐ RAFTÆKJADEILD - HAFNARSTRÆTI 28 SÍMI 18395 v--------------------------------------------------------------------------------------y Agi og útrás Nýlega ílutti útvarpið upp- Ihrópunarfrétt um ólæti unglinga í Reykjavík eina sunnudagsnótt. Lögreglumaður, sem hafði góm- að uppvöðslusegg á Hallæris- planinu, var sleginn svo hann féll, en ekki þó ver en svo, að hann sleppti ekki þeim sem hann hélt, heldur náði líka hinum. Sjálfur taldi hann ekki ástæðu til að blása þetta út og gera að stórmáli. Skömmu síðar bar svo við, að Ihópur unglinga, sem mætti til að hlusta á unglingahljómsveitir, áleit það samkvæmt kröfum tímans og eftir góðum erlendum fyrirmyndum, að gera nokkurn hávaða og fára í háreystihóp nið- ur í miðbæ. IAllt þetta og margt fleira þykir öruggt merki þess, að æska nútímans sé að fara í hund- ana. En er þetta annað en eðli- leg athafnaþörf þróttmikilla unglinga? Allt fram undir þenn- an dag hafa unglingar flestra landa fengið útrás með hagnýt- um störfum og gjarnan meiri út- rás en þeir kærðu sig um. Allir tímar hafa átt sinn lýð land- eyðna og uppvöðsluseggja, en nú hafa þeir meiri möguleika en áður til að safna um sig hirð, og einfaldir, blindir aðdáendur ganga oft miklu lengra en leið- togarnir hafa hugsað sér. Brölt okkar unglinga stafar örugglega ekki af því, að þeir séu verri en var, og tæplega heldur af uppeldisleysi. Greyin hafa ekkert annað við að bjástra en þurrar skólalexíur, sem þeir eru leiðir á og geta ekki kúrt yfir alla tíð, nema þeir séu óheil- brigðir. Lausnin er sú að íinna eitthvað handa þeim að gera. Það er ekki nema brot ungling- anna, sem nennir að koma í hús til að framkalla filmur eða flétta bast. Okkur vantar eitthvað á borð við þá vinnu við strönd eða í sveit, sem sjálfsagt þótti að börnin inntu af hendi til skamms tíma, þótt sá stakkur væri snið- inn eftir vexti menntunar og annars á hverjum tíma. Og það þýðir ekki að láta þau sjálfráð um, hvort þau gera þetta eða ekki, þau eiga að gera þetta og verða að gera það. Því er ekki aganum líka áfátt? S. H.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.