Vikan


Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 39

Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 39
Segðu já, ástin mín Framhald af bls. 13 — Mér finnst þú óþarflega kulda- leg í hans garð, hrökk út úr mér, og ég fann fyrir óskiljanlegri reiði. Gina starði á mig. — O, fyrir- gefðu, sagði hún með tilgerðarleg- um spænskum framburði. — Eg skal muna eftir því að vera mjög elsku- leg við okkar göfuga húsbónda. Vertu alveg róleg. Það kom á daginn að það var engum vandkvæðum bundið að vera elskuleg, þetta þriðjudags- kvöld, hvorki fyrir Ginu eða okkur hin. Juan, eins og við fórum strax að kalla hann, var svo skemmtileg- ur og hugsunarsamur. Bill og Tony fannst báðum hann vera „mjög notalegur náungi", og það var á- byggilega hámark á því hrósi sem þeir gátu látið í Ijós um karlmann. Það gladdi mig að ég hafði farið í hvítan siffon kjól, sem ég keypti í London. Hann fór mér vel, hvitt fer alltaf vel við dökkt hár og brún augu, og ég var viss um það með sjálfri mér að ég leit vel út. Ég fann augu Juans hvíla á mér og leit við og mætti augnaráði hans. — Við erum heppnir, að vera í návist svona fagurra kvenna, sagði hann með, spænskri háttvísi, og leit á okkur systurnar til skiptis. Tony var heldur klaufalegri. — Þú ert dásamleg, Lisa, sagði hann, — og þú líka, Gina, flýtti hann sér að bæta við. Juan leit hugsandi á Tony, var hljóður um stund, en sagði svo: — Ég vona að þið njótið verunnar hér. Ef það er eitthvað, sem ég gæti gert fyrir ykkur, þá vona ég að þið látið mig vita það. Hann rétti Bill nafnspjald. — Þið getið alltaf náð í mig ( þessum símanúm- erum, annað er á skrifstofunni, en hitt er heima hjá mér. Eftir þetta kvöld, sáum við ekkert til Juans í marga daga. Tony var reglulega skemmtilegur. Við synt- um, lágum í sandinum, mösuðum og hlógum. Það var gaman að hlusta á sögur hans frá Nairobi, og við urðum fljótt góðir vinir, enda höfðum við sameiginleg áhugamál. Eitt kvöldið sátum við í fjörunni; þá fór Gina að kvarta um höfuð- verk. — Ég held að ég fari bara heim að hátta. Þið getið verið eins lengi og þið viljið, það er ekki orðið svo framorðið. Hálftíma seinna, þegar við geng- um upp stíginn að húsinu, greip Tony hönd mina, eins og af hend- ingu. — Veiztu það að mér finnst heppni mín næstum ótrúleg, — að mér skyldi vera boðið hingað og verða fyrir því láni að hitta þig, sagði hann, og röddin var óvenju- lega alvarleg. — Það hefur verið mjög skemmti- legt, sagði ég samþykkjandi. — Fríið er ekki búið, við höfum mikið að hlakka til ennþá, sagði hann. Ég leit á hann og var undrandi yfir leyndardómsfullri röddinni. Hann nam staðar, horfði á mig og svo dró hann mig inn f. skugga trjánna. — Lisa, ástin mín ... Ég fann arma hans umvefja mig og svo kyssti hann mig. — Nei, Tony, — vertu nú rólegur. Það var eitthvað f mér sem barðist á móti þessum eignarétti, sem mér fannst faðmlag hans fela í sér . . . líklega hefur það verið grunur minn um að Gina hafði ákveðið þessa framvindu málanna fyrir- fram, eða þá að ég var ekkert ást- fangin. Tony hörfaði aftur á bak, en hélt samt fast í hönd mína. Ég sá von- brigðin á drengjalegu andlitinu, en hann virtist fullur viðkvæmni og skilnings. — Það er allt í lagi Lisa, sagði hann. — Mér þykir fyrir þvf að ég var svona ágengur — það er auð- vitað svo stutt síðan við kynnt- umst. . . Ég brosti, og snerti kinn hans með fingurgómunum. — Við höfum nógan tíma, við skulum ekki hlaupa á okkur.. . Þessi atburður breytti engu f dag- legri umgengi okkar. Gina var ánægð, eins og malandi köttur, þeg- ar hún horfði á eftir okkur, þegar við gengum með ströndinni, eða fórum í innkaupaferðir til bæjarins. Stundum tók ég eftir þvf að Tony horfði á mig, með augnaráði, sem var allt annað en platoniskt, en hann sýndi mér aldrei neina á- gengni. Einn daginn sá Bill auglýsingu um nautaat, sem átti að vera þá um kvöldið. — Ég gæti vel hugsað mér að sjá það, sagði hann. — Hvað segið þið um það? — Uff, sagði Gina, með hryllingi. — Ég veit ekki hvort ég get horft á slíkt. Hvað segir þú, Tony? — Ja, mér finnst ekki svo gott að dæma um það, nema að hafa séð það. Ég er alveg til í að fara. En þú, Lisa? — Nei takk, sagði ég ákveðin. — Ég veit að ég hefi ekki gaman að eitthvað til dundurs á meðan. Ég fæ mér heilsubótargöngu á ströndinni. Ég var rétt komin niður á strand- götuna, þegar stór opinn bíll stanz- aði við hlið mér. — Halló. Juan Bartholome tók af sér sólgleraugun og brosti. — Get ég ekið yður eitt- hvað? Hvert eruð þér að fara? Ég fann straum af gleði fara um mig, við að sjá hann. — Ég var að hugsa um að ganga með ströndinni, í áttina til Santa Eulalia. Þau hin fóru á nautaat . . . Ég vildi ekki fara þangað. Hann gretti sig, hvort það var af því sem ég sagði um nautaatið, veit ég ekki. — Það er langt þang- að, það verður komið myrkur, þeg- ar þér komið til baka. Eruð þér vissar um að þér ætlið að fara svo langt? Ég yppti öxlum. — Mér fannst það ágætis hugmynd . . . — Þá hef ég aðra betri, svaraði hann. — Komið heldur með mér á Villa de Mar, þá getum við borðað þar. Já? Ég brosti og var allt í einu komin í sólskinsskap. — Já, það er auðvit- að miklu betri hugmynd. Juan ók bílnum af miklu öryggi, eftir ójöfnum rauðbrúnum götunum, og eftir hálftíma vorum við komin að Villa de Mar. — Hvernig finnst yður smokkfisk- ur? spurði hann, allt í einu. — Eigið þér við að borða hann? spurði ég með hryllingi. — Ég hefi aldrei bragðað hann. Ég held það hljóti að vera viðbjóðslegt. —■ Hann hló. — Hver veit nema að þér komizt upp á bragðið. Borðin undir pálmatrjánum voru á upphækkun, sem náði alveg út að sjónum, þannig að öldugjálfrið var allt í kringum okkur, það var likast því að við værum á lítilli eyju. Juan pantaði tapas, sem er spánskur drykkur, en breytilegur eftir því í hvaða héraði hann er framborinn. — Reynið þetta, sagði hann og rétti mér disk, sem var fullur að litlum hringjum. — Þetta er gott, sagði ég, — hvað er þetta? — Smokkfiskur, sagði hann sak- leysislega og við fórum bæði að hlæja. Á leiðinni heim sungum við brot 8. tbi. VIKAN 39 því. En farið þið bara, ég finn mér ALLT Á SAMA STAÐ HiLLMAN MINX DE LUXE SALOON - 1967 ÁRGERÐ FALLEGUR, STERKUR OG SÉRLEGA VANDAÐUR FJÖLSKYLDUBÍLL. Á AÐEÍNS K R . 188.600. oo HVAR FÁIÐ ÞÉR ÓDÝRARI FÓLKSBÍL í ÞESSUM STÆRÐARFLOKKI? EGILL VILH JALMSSON HF. LAUGAVEG 118, SÍMI 2 22 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.