Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 12
SeoOu
iá ástin
'”rT'\ ina hafði séð um allt, eins og
U venjulega. Hún er fjórum árum
r-i eldri en ég, og síðan foreldrar
I okkar dóu fyrir nokkrum árum,
iw^l hefur hún haft tilhneigingu til að
ráða yfir lífi mlnu, eða að minnsta
kosti gert tilraun til þess. Þótt mér
þyki mjög vænt um hana, fer ég samt
mínu fram, eftir að hafa hlustað á ráð-
leggingar hennar. Það gerði ég þegar
ég ákvað að verða kennslukona. Gina
gat ekki skilið hversvegna ég reyndi
ekki heldur að fá mér eitthvað auð-
velt og ábyrgðarlítið starf, t.d. að
vinna við gestamóttöku á hóteli, og
líta svo í kringum mig eftir hentugum
eiginmanni . . .
— Stúlka með þitt útlit, ætti ekki að
vera í vandræðum með að ná sér í
góðan mann, sagði hún, með sinni
venjulegu hreinskilni. — Og þegar þú
hittir þann eina rétta, fleygir þú lífs-
starfinu frá þér, eins og . . .
— Eins og heitri kartöflu, tók ég
hæðnislega fram í fyrir henni. — Elsku
Gina mín, við skulum bara gera okkur
það Ijóst að skoðanir okkar eru svo
ótrúlega ólíkar, að við getum aldrei
orðið sammála, og, — eigum við svo
ekki bara að gleyma því?
Svo stundaði ég námið af kappi og
tók ágætis próf. Þegar því var lokið,
buðu Gina og Biíl, maðurinn hennar,
mér að vera hjá sér í sumarfríinu.
Ég var ákaflega fegin því að geta
hvílt mig hjá þeim, áður en ég byrjaði
á kennslukonustarfinu.
Gina og Bill höfðu verið gift í eitt
ár og þau voru mjög hamingjusöm og
ég vissi að það átti vel við Ginu að
dunda við heimilisstörfin. En Ginu láð-
ist að geta þess, þegar hún bauð mér,
að það var á Ibiza, sem við áttum að
vera í frlinu, en ekki í sumarbústað
þeirra. Þetta var ein af „ráðstöfunum"
Ginu.
Ég varð alveg mállaus og áður en
ég náði andanum, hélt rödd Ginu
áfram í símann: •— Ég skal segja þér,
vina mín, að Bill er búinn að leigja
litla villu þar, gegnum fasteignasala,
sem við þekkjum.
Þessi viila hafði verið endurbyggð
og nú átti að leigja hana fyrir litla
upphæð ( sex vikur, en Bill gat ekki
tekið nema þriggja vikna frí, svo Ginu
fannst upplagt að við færum á undan,
hún vildi helzt ekki fara ein og ég
hefði gott af hvíldinni.
Nokkrum dögum síðar skrölltum við
12 VIKAN 8 tbl