Vikan


Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 16

Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 16
NÝ FRIMHILDSSIGI 1. HLUTI EFTIR SERGEANNE QOLON Þetta er fjórða bókin í sagnabálkinum um Angelique, hinar þrjár hafa áður komið í Vikunni. Umhverfi sögunnar er að mestu Frakkland á síðari hluta sautjándu aldar, sú saga, sem nú hefst, gerist á sjöunda tug aldarinnar, þegar áköf trúmálabarátta átti sér stað í Frakklandi. Eins og lesendur Angelique rekur minni til, var hún fædd de Sancé de Monteloup, af lágaðalsætt í Poitou. Hún gekk fyrst að eiga Joffrey de Peyrac, greifa af Toulouse, prins af Aquitaine, og átti méð honum tvo syni, Florimond og Cantor. Þótt Joffrey væri bæklaður og örum slegin, var hann maður mikillar skapgerðar og geislandi hæfileika og Angelique unni honum heitt. Að undirlagi Lúðvíks XIV var hann dæmd- ur á bálið vegna upploginnar galdaákæru og talinn tekinn a flifi i febrúar 1661. Svipt eignum og mannorði og auði, varð Angelique borgari í undirheimum Parísar, sem átti sér miðstöð í Hirð Kraftaverk- anna. Síðar opnaði hún súkkulaðisölu, auðgaðist vel og smám saman tókst henni að komast aftur inn í samkvæmislífið. Hún hafði alltaf borið hlýjar tilfinningar til frænda sins, Philippe markgreifa af Pless- ás-Belliére, síðan þau voru bæði unglingar, og nú neyddi hún hann að verulegu leyti til að giftast sér og náði þannig aftur hárri stöðu sinni við hirð Lúðvíks XIV. Þau eignuðust einn son, Charles-Henri. Philippe var ruddafenginn og afbrýðissamur vegna frama Angelique við hirðina og ástríðu Lúðvíks XIV til hennar. Hann féll í borgarumsát. Angelique komst síðar á snoðir um, að Joffrey de Peyrac hafði ekki látizt á bálinu og ákvað að hefja leit að honum, gegn fyrirmælum kon- ungsins, en hann bannaði henni að fara út fyrir borgartakmörk Parísar. Hún flúði til Miðjarðarhafsins, þar sem hún féll fyrst í hendur d’Escra- inville, ruddafengins sjóræningja, sem seldi hana sem ambátt í Candia, og kaupandinn var grímuklæddur sjóræningi, sem í senn skefldi hana og heillaði. Hún flúði frá honum til þess eins að falla í hendur soldánsins Mulai Ismails. Með hjálp þræls frá Normandí, sem einnig var í haldi hjá soldáninum, heppnaðist henni að strjúka úr kvennabúri Mulai Is- mails, en í Ceuta var hún tekin höndum af frönskum yfirvöldum og flutt aftur til Frakklands, þar sem reiði konungsins beið hennar. Hér á eftir fer upptalning á nokkrum persónum sögunnar. Þær, sem merktar eru með stjörnu voru raunverulega lifandi. Albert de Sancé. Einn af yngri bræðrum Angelique. Varð einn af eftirlætisfélögum Monsieur, bróður konungsins, síðar munkur í Nieul klaustrinu. Barbe fóstraði syni Angelique. Cantor var yngri sonur Angelique og Joffrey de Payrac. Hann gekk í þjónustu de Vivonne hertoga níu ára að aldri og týndist, þegar Resca- tor, hinn frægi sjóræningi sökkti ílota hertogans á Miðjarðarhafi. Oharles-Henri var sonur Angelique og Pilippe du Plessis- Belliére. * De Condé prins, Lúðvík II de Bourbon, (1621—1686). Hann var oft kallaður hinn mikli Condé. Hann barðist á tímabili móti konunginum i 16 VIKAN 8 tw smávægilegri borgarstyrjöld (la Fronde), sem háð var á valdatímum Mazarins kardinála, meðan Lúðvík XIV var enn barn. Síðar voru honum gefnar upp sakir og hann varð einn af snjöllustu hershöfðingjum kon- ungsins. .. Denis de Sancé var bróðir Angelique. Hann hóf feril sinn sem hei'- maður, en tók síðar við ættaróðalinu í Monteloup. Francois Desgrez. Liðsforingi í Parisarlögreglunni. Hann varði mál Joffrey de Peyracs á sínum tíma og reyndist Angelique síðar góður vin- ur. D’Escrainville markgreifi, var af góðri aðalsætt, en fyrirgerði frama sinum með óheppilegu ástarævintýri. Hann varð sjóræningi, náði Ange- lique á sitt vald á Miðjarðarhafinu og seldi hana sem ambátt i Candia. Flipot, þjónn Angelique, sem hún kynntist sem dreng, meðan hún var enn við Hirð Kraftaverkanna. Florimont var eldri sonur Angelique og Joffrey de Peyrac. Konungur- inn kom honum i skóla hjá Jesúítum, þegar Angelique stakk af frá Frakklandi. * Fouquet (1615—1680). Fjármálaráðherra Frakklands til 1661. 1- burðarmikið liferni hans vakti öfund konungsins og tortryggni, svo hann varð dæmdur til ævilangrar fangelsisvistar fyrir fjárdrátt í virk- inu i Pignerol. Gontran de Sancé var eldri bróður Angelique, gerðist listamaður og var sviptur arfi. * Lauzun 1632—1723. Ilann var á timabili mikill vinur Lúðvíks XIV. Angelique var á tímabili ofurlítið veik fyrir honum. Ástarævintýri hans og frænku Lúðviks XIV, La Grande Mademoiselle, vakti mikið umtal við hirðina. Smám saman komst hann i ónáð hjá koninginum og var dæmdur í fimm ára fangelsisvist í Pignerol. La Violette. Hann var Þjónn Philippe du Plessis-Belliére og eftir fall hans komst hann í þjónustulið Angelique. Lesdigu'iére, ungur prestur, sem hafði verið kennari Florimonds. Malbrant, hafði kennt eldri sonum Angelique skylmingar og reið- mennsku. Hann gekk almennt undir gælunafninu Sverðfinnur. Mélusine var galdranorn sem bjó í helli í skógum Nieul. * Mezzo-Morte (dáinn 1698), sjóræningi sem var yfirflotaforingi Als- ír.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.