Vikan


Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 8

Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 8
BMW 1600 árgerð 1967 Bifreiðar í sérflokki sem uppfylla allar óskir bifreiðaeiganda um góðan bíl sterkbyggður vandaður kraftmikill BMW bifreiðar BMW varahlutir BMW þjónusta Betri ending minna viðhald ódýrari í rekstri BMW 1600 2ja dyra 4 cyl. 96 ha. 4 gíra sjálfstœð fjöðrun á öllurn hjólum Kristinn GuSnason h.f. Klapparstíg 27 - sími 21965 Craig klöngraðist ó faetur og gekk fram ó þakbrúnina. Þar biðu þau bæði meðan brunastiginn fikraði sig til þeirra. Svo fóru þau út í stigann og hann lét þau síga til jarð- ar. Philippa leit á Craig. — Öskubuska kemst á ballið, sagði hún. 'Sjúkrabíll beið og þau fóru inn í hann og hurðunum var skellt. Phil- ippa vafði Craig aftur örmum. — Skilurðu, hvað ég á við? spurði hún. Tuttugasti og fjórði kafli. Herflutningavélin drundi þung- lamalega yfir eyðimörkinni, hækk- aði flugið, þegar hún kom að fjall- lendinu, fór hærra eftir því sem fjöllin hækkuðu. Á báðar hliðar voru fleiri flugvélar eins og feitir ásjálegir fuglar. Stökkstjórinn gaf mönnunum merki, horfði á þá ganga frá fallhlífunum. Einn eftir annan hvarf ofan í bláloftið. Síðasti maðurinn spurði: — Hver andskot- inn er þetta Haram eiginlega? — Ef þú ferð ekki núna, sagði stökkmeistarinn, — missirðu af því. Ut með þig, sonur, út. Loomis var Ijómandi á svipinn, skellti koníaksflösku, tólf rósum og ananas á borðið og Ijómaði aftur. Þetta leit vel út. Þrír dagar á hjúkr- unarheimilinu í Sussex og það var ekkert, sem sýndi að hann hefði aðhafzt neitt merkilegra en skera sig á rakblaði. Jafnvel heftiplástur- inn, fáránlega bleikur móti sólbrúnu hörundi hans, gat verið eftirstöðvar af umferðaslysi, meira að segja hin- um náunganum að kenna. Hann leit á vel straujuð náttfötin og silki- sloppinn. — Hvað heldurðu, að þú sért núna? spurði hann. — Aðalstjarnan í tímaritinu Einkalíf? Craig hreiðraði um sig I stólnum og hagræddi sessunum við bakið. — Ekki þetta, svaraði hann. — Eng- an æsing. Læknirinn segir, að það sé ekki gott fyrir mig. Hann rétti út annan handlegginn, tók tvo meðalabikara og hellti koní- aki Loomisar í þá. Mennirnir tveir drukku. — Naxos samdi, sagði Loomis. — Með mestu gleði. Við sendum her- deild inn í Zaarb og tvö lið fallhlff- arhermanna inn í Haram. Bara til öryggis. Allt er hljótt og rótt. — Hvað um AZ Enterprices, sagði Craig. — Við slökktum eldinn, sagði Loomis. — Tilraunin til að stela peningaskápnum mistókst. Craig svelgdist á koníakinu. — Er það sagan? — Hópur manna brauzt inn f AZ Enterprices. Margir voru drepnir, en þeir fundu enga peninga. Þeir kveiktu í húsinu og tókst þannig að flýja óséðum. — Haldið þið f alvöru, að Zaarb muni kyngja því? — Kyngja hverju? spurði Loomis. — Þeir höfðu engin vitni. Leður- strákarnir þínir voru horfnir áður en gauragangurinn byrjaði, við lok- uðum aldrei götunni og AZ er ekki sendiráð. Þeir geta ekki krafizj diplomatiskrar friðhelgi. Og þeir verða að kyngja því, eða viður- kenna, að þeir rændu frú Naxos. Eg hef heyrt sagt, að þú hafir sent hana aftur til eiginmanns síns? Craig kinkaði kolli. — Sagði hún þér margt? — Ekkert mikilvægt, sagði Craig. — Og Schiebel er dauður og nú fáum við eitthvað skemmtilegt dót frá Rússum um Kínverja. Til áherzlu teygði Loomis sig eftir koníaksflösk- unni og hellti aftur f bikarana. — Gerðu svo vel, sagði Craig. — Hvernig líður Grierson? — Ekki vel, sagði Loomis. — Ég hef gefið honum orlof í óákveðinn tíma. Hann er líka á hjúkrunar- heimili. Ekki eins og þessu. Hann leit út um gluggann á nauðslegna flötina, vel hirt trén, þar sem að- eins músíkölskum fuglum var leyft að vissu marki að syngja. — Hans staður er fullkomlega öruggur. Hann er öryggislaus og hann veit allt of mikið. — Er það svo slæmt? spurði Craig. — Ég hef tvo sálfræðinga til að hugsa um hann. Þennan Chinn. Hann er mauriðinn. Heldur samt að það muni taka langan, langan tfma. Grierson hefur gert ýmislegt, eins og þú veizt. Sumt af því var ófagurt. Hann hefur ekki brostið fyrr. Hann er atvinnumaður, sonur. Ég býst við að þetta hafi verið óhjákvæmilegt — fyrr eða sfðar. Og það sem hann varð að gera, þarna í húsinu — það var of mikið 8 VIKAN 8-tbl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.