Vikan


Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 32

Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 32
DAUDI FORSETA og Connallj's um skipulagningu ferðarinnar, lagði Fulbriglit fast að forsetanum að koma ekki við í Dallas. Hann sagði. „Dallas er mjög hættulegur staður., Ég myndi ekki fara þangað í yðar sporum. Og farið þér ekki.“ í Dallas sjálfri var búizt við sejm bezt. Bæði blöð borgar- innar birtu leiðara, þar sem menn voru hvattir til að sýna stillingu. Jesse Curry, lögreglustjóri, tilkynnti borgarbúum opinberlega, að stofnun lians „myndi tafarlaust grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir liverskyns óviðeigandi framferði.“ Hann kallaði til þjónustu allt fáanlegt varalið. Borgin moraði öll í lögreglumönnum. Viðvaranirnar komu úr öllum áttum. Og síðan komu ófar- irnar sjálfar. Á milli þessa tvenns er hyldýpi, sem aldrei verð- ur kannað til fullnustu. Tiu mánuðum eftir liinn hörmulega atburð, fann Warren-nefndin „engar sannanir“ fyrir því, að einhver tengsli hefðu verið i milli Lee Harveys Oswalds og hins „hatursfulla andrúmslofts borgarinnar“. Nefndarmenn voru sammála um þetta. Einstaka nefndarmenn voru þó verulega í vafa. Hentistefna réði nokkru um úrskurðinn. Nefndarmenn vonuðu, að skýrsla þeirra yrði dæmd góð og gild af sem flestum. Meirihluti þeirra hélt því frám, að ef þeir kæmu fram með einhverjar tilgátur varðandi Dallas, gæti það orðið til að draga úr gildi annarra uppgötvana þeirra. Þessvegna forðuðust þeir allt þessháttar. Þeir viður- lcenndu að vísu, að morðinginn hefði vilað um hina pólitísku spennu í borginni, en komust að þeirri endanlegu niðurstöðu að það væri „engin leið til að dæma um, liver áhrif hinnar almennu pólitísku ólgu í borginni liefðu getað verið, jafnvel þótt Oswald vissi um hana.“ Lykilorðið hér er að „dæma“. Það liggur í augum uppi, að það er ómögulegt að gera sér grein fyrir þvi nákvæmlega, livernig tengslin eru milli einstaklingsins og umhverfis lians. Það er hægt að rökræða um þetta, en ekki slá neinu föstu. En þessliáttar er ein af skyldum sagnfræðinga. Þeir geta ekki látið sér nægja fingraför, blásturspróf eða spektrograf- ískar rannsóknir sem heimildir. Áreiðanlega var Dallasmorð- inginn ekki aðili að neinu glæpsamlegu samsæri í venju- legri merkingu þeirra orða. Lee Oswald var kallaður „ein- mani“. En næstum allir gripu þetta orð á lofti til að lýsa honum og útskýra hátterni hans. Þeir liöfðu allir á röngu að standa. Satt var það að hugsanagangur hans var þröngur. Þannig er um flesta glæpamenn. Samt lifir enginn i tóma- rúmi. Hver framkvæmd hans er að einhverju mörkuð af tímunum, sem hann lifir á, og samfélagi hans. John Wilkes Bootli var ekki gerður út af Suðurrikjunum. Þrátt fyrir ýms- ar eldri ágizkanir, hefur liann frarnið glæp sinn á eigin á- byrgð aðeins. En fórnardýrið myrti hann á örlagastundu í sögu okkar, í borg sem var full af Suðurríkjavinum, for- hertum af uppreisnarhjali. Vonlaust er að gera sér grein fyrir ákveðnum tengslum á milli verknaðarins, tímans og staðarins, en að halda því fram að um engin slík tengsli Iiafi verið að ræða — að glæpurinn í Fordsleikhúsi liefði getað verið framinn í vandræðalausu samfélagi — það er hlægilegt. Sumt var það í Dallas, sem ekki átti skylt við venjulega 'pólitik á þessu þriðja ári Kennedys í forsetastóli. Það var andleg sýki, gjallur og móðursýkiskenndur tónn, sem sam- félag i margháttuðum vanda er móttækilegt fyrir. Meira var um manndráp í Texas en nokkru öðru rílci Bandaríkjanna, og meira um manndráp í „Big D“ (auknefni á Dallas) en í nokkrum öðrum stað ríkisins. Það voru framin fleiri morð mánaðarlega í Dallas en i öllu Englandi. Og þar að auki voru þrjú af hverjum fjórum manndrápum framin með byssu. í „Big D“ voru menn ekki að ómaka sig á því að hafa skot- vopn á skrá. Fram að tuttugasta og öðrum nóvember höfðu hundrað og tíu morð verið framin í Dallas á árinu 1963. Forsetaliatur var ekki beinlínis einkennandi fyrir Dallas. En hún er eina bandaríska borgin, þar sem það þykir orðið virðulegt að æsa til ofbeldis. Uppruna hins óslöklcvandi fjandskapar borgarbúa i garð tákna hirís nýja tíma er að finna í djúpstæðri þrá eflir verðmætum gamla tímans, raun- verulegum og ímynduðum. Og ekki var með nokkrum rétti hægt að kalla Kennedy forseta sléttubúa. Einkaauðæfi lians og stífur Nýja Englandsframburður á sérhljóðum var hvort- tveggja nógu slæmt. Útyfir tók þó að hann ögraði eðlisávís- unum kynstofns Dallasbúa. Forsetinn var íhugull maður. f gamla daga urðu þeir menn ekki langlífir, sem liægðu á sér til að hugsa. Kennedy hvatti til margbreytni, umburðarlyndis, skilnaðarstefnu. í samfélagi frumherjanna héldu allir saman og mynduðu vagnborg gegn Indíánunum. Gesturinn að aust- an var ógnun. Þar að auki er Dallasmenn trúmcnn miklir, og ekki sjaldgæft að leiðarar blaðsins Morning News, sem gefið er út í Dallas, séu fullir af vandlætingu. Ivrossferð þess blaðs gegn alrílasstjórninni var lykill að einræðisstefnu þeirri, sem einkenndi „Big D.“ Utgefandi blaðsins og formaður blaðstjórnar var E.M. (Ted) Dealey, þungbyggður maður með gleraugu í grænni umgerð. Hann átti líka sjónvarpsstöðina WFA'A í Dallas. Undir stjórn Dealevs hafði blað hans verið meira en litið ofsafengið í skrifum, svo mikla athygli hafði vakið fyrstu ár þessa áratugs. Síðustu tvo mánuðina fyrir lcomu Kennedys til Texas liafði blaðið haldið uppi látlausum árásum á liann til að sverta nafn hans. Fyrir morgunverð fimmtudaginn lutlugasta og fyrsta nóvember, fór forsetinn í „lífstykki“ sitt (sérstakt fat, sem hann bar vegna meiðsla, úr stríðinu), hnýtti á sig skóna, en sá vinstri þeirra var nieð lítið eill hærri liæl en hinn, einnig af heilsufarsástæðum. Hann fór í fötin, sem þjónn hans hafði valið fyrir hann, festi bindið með PT-báts- klemmu og stakk í vasann svörtu leðurveski með tuttugu og sex dollurum í seðlum og gullinni Sánkti Kristófers medalíu, sem var fest við það. Hann minnti á heppinn og kjarkmikinn bandarískan föður, sem er i þann veginn að leggja af stað í tvísýna kaupsýsluferð. Það var líka nálcvæmlega það, sem hann var að gera. „Caroline“! kallaði hann. „John“! Þau komu hlaupandi: John í rúðóttum stuttbuxum, Caroline i bláum sokkabuxum og samlitum flauelskjól. Móðir þeirra var að láta greiða sér, 32 VIKAN 8- tbl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.