Vikan


Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 18

Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 18
Mönnum var nýnæmi að ræðu- tækni fyrstu íslenzku kommún- istanna. Þeir lögðu áherzlu á mikla yfirferð og báru ört á og jaðraði við, að sumir þeirra töl- uðu tungum, það gneistaði úr augunum, vottaði fyrir froðu í munnvikjunum samfara skjálfta í líkama, svo sem gerist hjá hug- sjónamönnum og brjálæðingum. Það var því mikil skemmtan, þegar svo bar til á fundum, að mótstöðumaður einhvers ung- kommúnista var jarðbundinn búandmaður, sem tuldraði í skeggið smáskítlegar vangavelt- ur sínar um landsins gagn og nauðsynjar meðan hinir fóru um heima alla og lýstu væntanlegu réttlætis- og jafnaðarríki á gjör- völlum hnettinum, þar sem hver fengi í fyrstunni eftir verðleik- um sínum en síðan mjög fljótlega eftir þörfum sínum. Bölvaldur heimsins sögðu hin- ir fyrstu kommúnistar að byggi í einu voðalegu stræti, Volstrít, og herjaði hann þaðan og mætti þangað rekja alla ógæfu mann- anna. Mannkynsfrelsarinn væri aft- ur á móti sem óðast að vaxa úr grasi austur á sléttum Rússlands og myndi hann þaðan koma í fyllingu tímans að frelsa bág- staddan lýðinn og væri þá um að gera að menn hefðu öðlazt hið rétta hjartalag, einnig við hér úti á hjara veraldar, því að sonur skóarans gleymdi engum sem á hann tryði. Mörgum fá- tækum varð það styrkur í hörm- ungum kreppunnar að vera þannig gefinn djöfull til að hata í öðru heimshorninu en guð til að elska í hinu. Meira var þó um hitt, að mosaskeggir sveit- anna og steinbítslýður sjávar- þorpanna legði kollhúfur og gjó- aði syfjulegum og heldur skiln- ingslitum augum upp á þessa mjögsiglendur, og þætti að vísu tilbreyting að hinum fjörlega skýjaboðskap en krossaði við nafn hins jarðfasta og málstirða skeggjúða. VOLSTRÍT KEMUR ÞEIM ENNÞÁ f STEMNINGU Ekki fóru kommúnistar dult með byltingahugsjón sína á þess- um árum og lögðu því fremur áherzlu á hinn sterka kjarna en almenna lýðhylli. Andstæðinga sína upp til hópa töldu þeir óal- andi og óferjandi og flokkuðu þá í þrjá megin hópa, fífl, glæpa- menn og hvorttveggja. Þeir gerðu harða hríð að flestum borgaralegum dyggðum og kristindómi, sem þeir sögðu að þjónaði auðvaldinu. Hinn göfuga tilgang að skapa jafnaðarríki á jörðinni sögðu þeir helga öll meðul. Þeir bundu stefnu sína algerlega Sovétríkjunum, en þar sögðu þeir að náðst hefði hinn mikilsverði áfangi á leið til hins fullkomna kommúnisma, að allir fengju eftir verðleikum sínum og myndi ekki langt undan, með þeim risaframförum sem voru í því, landi, að efsta stigið næðist að allir fengju eftir þörfum sín- um. Á seinni hluta kreppunnar fór að bera á allskonar vinguls- hætti hjá þessum sveimhugum, róttækir borgarar þrengdu sér inn í raðir þeirra og það fóru að detta ljósar skellur í hina rauðu há og er nú sagt, að þetta þjóð- félagsfyrirbæri, hinn byltingar- sinnaði kommúnismi, sé nú al- dauða hérlendis, þó að nafnið lifi enn á vörum manna. Nú sést ekki lengur vitnað í Marx og Engels né Sögu rúss- neska kommúnistaflokksins og slagorðin frá fyrri hluta kreppu- áranna eru týnd utan eitt: Volstrít. Þetta herjans stræti yljar enn ' —-----n ASGEIR JAKOBSSON TÓK SAMAN 3. HLUTI 18 VIKAN 8-tbl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.