Vikan


Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 9

Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 9
fyrir hann. Og raunar — hann var hræddur óður en hann fór inn. Þessvegna valdi hann þakið. — Væri til bóta að ég færi að heimsækja hann? spurði Craig. — Síður en svo, sagði Loomis. — Þú lézt hann hafa uppþotabyss- una. Craig hafði ekkert að segja. Loomis ræskti sig og lyfti sér í stólnum eins og höfrungur, sem kemur upp til að anda. Craig þekkti þessi merki. Loomis var í þann veg- inn að verða kurteis. — Eg held, að þú ættir ekki að hitta þessa Philippu Naxos aftur, sagði hann. — Við höfum ekki efni ó að æsa eiginmann hennar. — Það sagði hún líka, sagði Craig. — Hún lítur mikið upp til þín, þessi unga kona. — Er hún úr allri hættu nú? — Matt Chinn heldur það. Álítur, að þú hafir hjólpað henni mikið, meðan þið voruð saman. Guð mó vita hvernig, og segðu mér það ekki, sagði Loomis. — Jæja, þú hef- ur gert þinn skammt af góðverkun- um. Eg býst við, að þú eigir skilið að fó frí. Tvo mónuði, ef þú vilt. — Á ég að koma aftur þó? spurði Craig. — Þú ert róðinn fró fyrsta síð- asta mónaðar. Leynilega. Allt það. Þú færð kannske smóvegis laun líka, einhverntíma. Annars eru fleiri hér, sem vilja heimsækja þig. Hann lyfti sér ó fætur, skólmaði til dyra og galopnaði þær. Selina kom þjót- andi inn í herbergið í svölum, græn- um línkjól fró Dior, kastaði gjöfum í kjöltu Craigs og kyssti hann. Craig só, að hann hafði eignazt sígarettu- veski úr gulli, meira koníak, fleiri rósir og sekk af vínberjum. — Sígarettuveskið er fró föður mínum, sagði hún. — Ég talaði við hann í gegnum loftskeytastöð í dag. Haram verður óbreytt og fjallið líka. — Ég held þú ættir að koma þér þangað sjólf, sagði Loomis. — Ég fer ekki ein þangað, sagði Selina. — Ég ó enn marga óvini í Zaarb. — Við skulum senda flugvél með þig, sagði Loomis. — Faðir minn myndi ekki leyfa það, sagði Selina. — Nei. Þið verðið að lóta mig hafa fylgdarmann. Hann. Hún benti á Craig. — Nei, sagði Loomis. — Hann á að fá frí. Selina flissaði og Loomis var f senn reiður og vandræðalegur á svipinn. Craig leið betur með hverri mín- útu. — Ég skal þá segja föður mínum að þið svindlið á okkur. Þið krefjizt vináttu okkar og neitið okkur um ykkar bezta mann, sagði Selina. Litaraft Loomisar varð aftur eðli- legt, aðeins vandræðasvipur var eftir. — Allt í lagi og andskotinn hirði þig, hafðu hann þá, sagði hann. Selina leit á Craig. — Ég vil byrja strax, sagði hún. Craig ávarpaði hana hörkulega á arabisku. Hvössum, snöggum orð- um, sem komu henni til að lyfta höfðinu, stolt og herská eins og fálki, en eftir því sem orðin urðu fleiri, varð hún niðurlútari og hend- urnar mættust auðmjúkar á brjóst- inu og hún hneigði sig og fór. — Þú kemur út á mér svitanum einu sinni enn, sagði Loomis. — Hvað var nú allt þetta? — Ég sagði henni að við mynd- um fara, þegar ég væri tilbúinn. Craig leit alvarlegur á hann. — Hún er Arabi, Loomis, eyðimerkurarabi, hundrað ættliðir af hermönnum. Þeir hafa mjög ákveðnar hugmynd- ir. Ég vildi ekki láta hana halda, að ég væri að verða meyr. Andlit Loomisar varð djúprautt, síðan skarlatsrautt, þá fjólublátt; það gutlaði hræðilega í honum og að lokum létti honum í drynjandi, þrumandi hlátri. Að lokum dæsti hann: — Ég er sammála. Það væri það versta. Viltu hvíla þið hérna lengi? — Nei, sagði Craig. — Það er allt í lagi með mig. Ég vil aðeins fá að ráða mér sjálfur um stund. — Veiztu nokkuð, ég held að Selina hafi rétt fyrir sér, sagði Loomis. Craig svaraði ekki. Hann var að svipast um eftir fötunum sfnum. Jagúarinn lagðist að gangstétt- inni eins og syfjaður kettlingur, og Craig gekk inn í íbúðina. Hann minntist annarrar afturkomu, þeg- a rhann sat einn og beið eftir að stúlkan kæmi aftur til hans, stúlka, sem var dáin. En að þessu sinni var stúlkan afar lifandi, lá á grúfu í leðursófanum, rýndi f vélritaðar línur á gulum pappír. Hún heyrði fótatakið og leit upp, muldraði milli vara sér hálflærða línu. Svo sá hún hann og línan var gleymd að fullu. — O, sagði hún. — Buona sera, sagði Craig. — Ég ætlaði að fara héðan í al- vöru, sagði Pia. — En ég hef haft svo mikið að gera — og ég vissi ekki hvar ég átti að finna þig til að láta þig hafa lykilinn .... Hún renndi sér fram úr sófanum. Hreyf- ingin var í senn kynæsandi og hjart- næm, fullkomin kona stóð andspæn- is honum. — Ég skal taka saman dótið mitt strax, sagði Pia, en hún hreyfði sig ekki. — Ertu enn að vinna? Craig snerti heftiplásturinn fram- an í sér. — Nei, sagði hann, því er lokið. Nema — Loomis reyndi að klína stúlku upp á mig. Ég vildi heldur finna mína eigin. Hún leit á hann aftur og hann brosti við henni, brosi fullu af tilhlökkun og ham- ingju. — Ég þarf þá ekki að fara strax, er það? spurði hún og hún brosti líka. — Umboðsmaður þinn sagði, að ég hefði slæm áhrif á þig, sagði Craig. Og Pia sagði honum ómyrk í máli og ófeimin, nákvæmlega, hvað umboðsmaður hennar gæti gert. Endir. jókoma Stormur og Sólskin með NIVE A - Ultra-Cremi eruð þér alltaf við öllu búin! NIVEA-Ultra-Crem verndar hörundið — einmitt á veturna. Allt hörund. Alla daga. Auk þess er NIVEA nœrandi fyrir hörundið. NIVEA-Ultra-Crem veitir hörundinu það, sem það þarfnast til að haldast stöðugt hreint, ferskt og heilbrigt, NIVEA-Ultra- Crem býr yður sannarlega undir „vetrarhörkurnar". 8. tbl. VIKAN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.