Vikan


Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 37

Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 37
brosað að þessum kröfum, en þegar þær voru settar fram, voru þær miklar og erfiðar í framkvæmd. Douglas Aircraft Co. var stofnað 1920, og stofnandi var Donald W. Douglas, þá 28 ára að aldri. Á þeim rösklega tíu árum, sem verksmiðjurn- ar höfðu starfað, höfðu þær getið sér orð fyrir vandaða smíði og nokkra hugkvæmni, þótt kröfur TWA færu töluvert fram úr því, sem þá var til. En Douglas tók að gera tilraunir og leggja drög að vél, sem uppfyllti kröf- ur TWA, og þannig varð til fyrsta vél- *m í seríunni DC (Douglas Comm- ercial). DC 1 varð raunar aldrei til nema í einu eintaki. Þegar vélin var #=úðan sett í framleiðslu, var hún höfð vitund stærri og tók 14 farþega — tveimur meira en beðið hafði verið um, og var þá kölluð DC 2. DC 2 var síðan stækkuð og endurbætt, fyrst upp í sæti fyrir 21, þá 32 og loks 40, og þannig fæddist DC3 og var frumflogið á aðfangadagskvöld 1935. TWA hafði pantað 20 af þessum vélum og setti þær í næturflugið milli New York og San Fransisco. í fyrstu voru þessar vélar því með 14 svefnplássum. J Douglas verksmiðjunum hafði ekki verið gert ráð fyrir að framleiða fleíri DC 3 en þessar 20. En verkið var van- metið. Pantanirnar streymdu inn og framleiðslan hófst fyrir alvöru. í árs- lok 1937 höfðu 150 flugvélar af gerð- inni DC 3 farið af færibandinu. Síðan kom stríðið og þá dugði ekki minna en skila af sér 20 flugvélum á dag. Það flugfélag er ekki til, sem ekki hefur átt — og mörg eiga enn í dag — Douglas DC 3. Árið 1939 annaðist DC 3 90% af öllu farþega og vöruflugi, og alls voru framleiddar 10926 vélar af þessari gerð. Það var ekki fyrr en 1951, sem framleiðslu þeirra var end- anlega hætt! DC 3 er okkur ekki aldeilis ó- kunnur hér á landi. Frá því að Flug- félag íslands eignaðist sinn fyrsta þrist árið 1946 má segja, að hann hafi haldið uppi öllu reglubundnu flugi hér innanlands, ásamt katalinaflug- vélum fyrstu árin þar til Fokker Friendship tók við að nokkru. En þrátt fyrir tilkomu frændskipanna er hlut- verki þristanna ekki lokið. Margra hluta vegna verða þeir nauðsynlegir í innanlandsfluginu enn um sinn, þótt þeir séu óhagstæðir fyrir Flugfélagið fjárhagslega. Það er vegna þess, að ekki er enn lendandi með Fokker Friendship á öllum okkar flugvöllum, þótt DC 3 séu þar allir vegir færir. Táknræn mynd frá flugvélarkomu í Grænlandi. Fólkið þyrpist að með hundaslcða sína en allt í kring er endalaus snjóauðnin. Gljáfaxi á skíðum. Myndin sýnir skíðaútbúnaðinn glögglega. HEBBBSRBIBH 8. tbi. VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.