Vikan


Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 17

Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 17
Molines var ráðsmaSur Plessis óðalsins. Hann var Húgenotti. * Mounsieur (Philippe hertogi af Orléans) (1640—1701. Bróðir Lúð- viks XIV, alræmdur fyrir kynvillu sína og lastalíf. Mulai Ismail (1647—1727), soldán í Marokko. Grimmur, en snjall þjóðhöfðingi. Á tímabili var Angelique í kvennabúri hans. Nióholas. Bóndasonur úr skógum Nieul, sem ólst upp með Angelique. Siðar varð hann betlari og elskhugi Angelique í Hirð Kraftaverkanna. Osman Faraji var yfirgeldingur Mulai Ismails soldáns í Marokkó. Hann var álitinn hafa mikla dulræna hæfileika. Colin Paturel. Sjómaður og stundum sjóræningi frá Normandí, sem féll í hendur Márum og varð leiðtogi hinna kristnu þræla í Marokkó. Hann hjálpaði Angelique að lfýja úr kvennabúri Mulai Ismails og varð elskhugi hennar. Raymond de Sancé var elzti bróðir Angelique. Hann varð rektor í Jesúítaskólanum i Morens. Rescator. Sjóræningi á Miðjarðarhafi. Hann keypti Angelique á upp- boði í Candia fyrir 35.000 pjastra. Hann var ævinlega með grímu. Monsieur de la Reynie, yfirmaður frönsku rikislögreglunnar. Rochat, var franskur borgari, búsettur á Krít. Hann var umboðs- maður franska konsúlsins á Krít — en Angelique gegndi þeirri stöðu um tíma. * Séra Rochefort. Húgenottaprestur, sem ferðaðist víða og skiáfaði bækur um nýja heiminn. Rodogone egyptski, einn flækinganna í Hirð Kraftaverkanna. Savary var iyfja- og efnafræðingur, sem Angelique hafði kynnzt í Versölum. Hann hjálpaði henni á margan hátt í sambandi við leit henn- ar að de Peyrac og meðal annars bjargaði hann henni úr höndum Rescators í Candia með þvi að kveikja í skipi hins síðarnefnda. Valentine var malari í Ablette. Hann og Angelique voru leikfélagar í brensku. * Victor de Rochechouart, hertogi af Vivonne (1636—1688), hann var bróðir Madame de Montespan, flotaforingi Frakklands og bandamaður Monsieurs. ANGELIQUE' 1 BYLTINGUNNI FYRSTI HLUTI FYRSTI KAFLI. — GLÆÐURNAR. Þegar þau komu til Marseilles, lét Monsieur de Breteuil, sendiboði Frakklandskonungs, sá sami sem hafði handtekið Angelique í Ceuta, ioka hana inni í fangelsi flotans. Meðan þau dvöldu i borg, þar sem Marquise du Plessis-Bellére hafði ekki fyrir ýkja löngu snúið svo ræki- lega á hina konunglegu lögreglu, var aðalsmaðui'inn miður sín af ótta um hana. Svo var það í dimmu og drungalegu svartholi, sem Angelique, fyrrum fangi Barbara og strokuambátt úr kvennabúri Mulai Ismails, sann- færðist um að hún væri með barni. Henni flaug þetta í hug daginn eftir að hún hafði verið lokuð inni í virkinu, þegar hún vaknaði og gerði sér ijóst, að hún var enn einu sinni lokuð inni í búri eins og villidýr. í fangelsi flotans voru ekki þær nauðþurftir, sem hún þarfnaðist helzt, svo henni væri rótt. Þrátt fyrir að hún grillti í bláan himin milli rimlanna á glugganum, sem var uppi við loftið i klefanum, hafði Ange- lique þá óþægilegu og örvæntingarfullu tilfinningu, að nú væri hún að kafna Alla nóttina var hún að berjast gegn þeirri andstyggðartilfinn- ingu, að hún hefði verið grafin lifandi. Þessi tilfinning hvolídi sér yfir hana um leið og hún lokaði augunum, og í dögun þoldi hún þetta ekki lengur. Hún kastaði sér á dyrnar í æðiskasti og barði hurðina með hnefunum af ofsafengnu afli, en án þess að gefa frá sér hljóð. Himinninn! Himinninn! Ferskt loft! Þeir höfðu stungið henni inn í þessa steinkistu, konunni, sem daga og nætur, langtímum saman, hafði ekkert haft i kringum sig annað en endalausa víðáttu eyðimerkurinn- ar. Þessi innilokunarkennd reyndi hræðilega á hana. Hún barði á dyrn- ar þar til blæddi úr höndunum, rauk á þær aftur og aftur eins og fugl, sem hefur verið lokaður inni i búri, en þetta hafði ekkert að segja, því hendur hennar, sem báru merki um erfiðleikana í eyðimörkinni gerðu ekki meiri hávaða, þótt hún berði af öllum kröftum á þykka, járnslegna hurðina, en vængir fugls hefðu gert. Þegar hún var farin að sárfinna til í höndunum hætti hún að lemja og hallaði sér upp að veggnum. Hún leit á víxl á dyrnar og rimlagluggann. Blámi himinsins var eins og ferskt vatn, og hún var þyrst. En nú myndi enginn Osman Faraji koma og sækja hana og fara með hana upp á flata þakið, svo hún gæti að minnsta kosti lifað í draumnum um viðáttu. Umhverfis hana voru ókunnugir menn með þrútin augu og tortryggin hjörtu. Frá Patís hafði de Vivonne hertogi gefið mjög harðorð fyrirmæli um með- ferð hennar, áfjáður i að bæta fyrir gömul glappaskot. Flotaráðið í Marseilles átti að veita Monsieur de Bretauil alla mögulega aðstoð. Það hefði verið árangurslaust að reyna að vinna nokkurn á hennar Framhald á bls. 48 L 8. tbh VIKAN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.