Vikan


Vikan - 23.02.1967, Side 17

Vikan - 23.02.1967, Side 17
Molines var ráðsmaSur Plessis óðalsins. Hann var Húgenotti. * Mounsieur (Philippe hertogi af Orléans) (1640—1701. Bróðir Lúð- viks XIV, alræmdur fyrir kynvillu sína og lastalíf. Mulai Ismail (1647—1727), soldán í Marokko. Grimmur, en snjall þjóðhöfðingi. Á tímabili var Angelique í kvennabúri hans. Nióholas. Bóndasonur úr skógum Nieul, sem ólst upp með Angelique. Siðar varð hann betlari og elskhugi Angelique í Hirð Kraftaverkanna. Osman Faraji var yfirgeldingur Mulai Ismails soldáns í Marokkó. Hann var álitinn hafa mikla dulræna hæfileika. Colin Paturel. Sjómaður og stundum sjóræningi frá Normandí, sem féll í hendur Márum og varð leiðtogi hinna kristnu þræla í Marokkó. Hann hjálpaði Angelique að lfýja úr kvennabúri Mulai Ismails og varð elskhugi hennar. Raymond de Sancé var elzti bróðir Angelique. Hann varð rektor í Jesúítaskólanum i Morens. Rescator. Sjóræningi á Miðjarðarhafi. Hann keypti Angelique á upp- boði í Candia fyrir 35.000 pjastra. Hann var ævinlega með grímu. Monsieur de la Reynie, yfirmaður frönsku rikislögreglunnar. Rochat, var franskur borgari, búsettur á Krít. Hann var umboðs- maður franska konsúlsins á Krít — en Angelique gegndi þeirri stöðu um tíma. * Séra Rochefort. Húgenottaprestur, sem ferðaðist víða og skiáfaði bækur um nýja heiminn. Rodogone egyptski, einn flækinganna í Hirð Kraftaverkanna. Savary var iyfja- og efnafræðingur, sem Angelique hafði kynnzt í Versölum. Hann hjálpaði henni á margan hátt í sambandi við leit henn- ar að de Peyrac og meðal annars bjargaði hann henni úr höndum Rescators í Candia með þvi að kveikja í skipi hins síðarnefnda. Valentine var malari í Ablette. Hann og Angelique voru leikfélagar í brensku. * Victor de Rochechouart, hertogi af Vivonne (1636—1688), hann var bróðir Madame de Montespan, flotaforingi Frakklands og bandamaður Monsieurs. ANGELIQUE' 1 BYLTINGUNNI FYRSTI HLUTI FYRSTI KAFLI. — GLÆÐURNAR. Þegar þau komu til Marseilles, lét Monsieur de Breteuil, sendiboði Frakklandskonungs, sá sami sem hafði handtekið Angelique í Ceuta, ioka hana inni í fangelsi flotans. Meðan þau dvöldu i borg, þar sem Marquise du Plessis-Bellére hafði ekki fyrir ýkja löngu snúið svo ræki- lega á hina konunglegu lögreglu, var aðalsmaðui'inn miður sín af ótta um hana. Svo var það í dimmu og drungalegu svartholi, sem Angelique, fyrrum fangi Barbara og strokuambátt úr kvennabúri Mulai Ismails, sann- færðist um að hún væri með barni. Henni flaug þetta í hug daginn eftir að hún hafði verið lokuð inni í virkinu, þegar hún vaknaði og gerði sér ijóst, að hún var enn einu sinni lokuð inni í búri eins og villidýr. í fangelsi flotans voru ekki þær nauðþurftir, sem hún þarfnaðist helzt, svo henni væri rótt. Þrátt fyrir að hún grillti í bláan himin milli rimlanna á glugganum, sem var uppi við loftið i klefanum, hafði Ange- lique þá óþægilegu og örvæntingarfullu tilfinningu, að nú væri hún að kafna Alla nóttina var hún að berjast gegn þeirri andstyggðartilfinn- ingu, að hún hefði verið grafin lifandi. Þessi tilfinning hvolídi sér yfir hana um leið og hún lokaði augunum, og í dögun þoldi hún þetta ekki lengur. Hún kastaði sér á dyrnar í æðiskasti og barði hurðina með hnefunum af ofsafengnu afli, en án þess að gefa frá sér hljóð. Himinninn! Himinninn! Ferskt loft! Þeir höfðu stungið henni inn í þessa steinkistu, konunni, sem daga og nætur, langtímum saman, hafði ekkert haft i kringum sig annað en endalausa víðáttu eyðimerkurinn- ar. Þessi innilokunarkennd reyndi hræðilega á hana. Hún barði á dyrn- ar þar til blæddi úr höndunum, rauk á þær aftur og aftur eins og fugl, sem hefur verið lokaður inni i búri, en þetta hafði ekkert að segja, því hendur hennar, sem báru merki um erfiðleikana í eyðimörkinni gerðu ekki meiri hávaða, þótt hún berði af öllum kröftum á þykka, járnslegna hurðina, en vængir fugls hefðu gert. Þegar hún var farin að sárfinna til í höndunum hætti hún að lemja og hallaði sér upp að veggnum. Hún leit á víxl á dyrnar og rimlagluggann. Blámi himinsins var eins og ferskt vatn, og hún var þyrst. En nú myndi enginn Osman Faraji koma og sækja hana og fara með hana upp á flata þakið, svo hún gæti að minnsta kosti lifað í draumnum um viðáttu. Umhverfis hana voru ókunnugir menn með þrútin augu og tortryggin hjörtu. Frá Patís hafði de Vivonne hertogi gefið mjög harðorð fyrirmæli um með- ferð hennar, áfjáður i að bæta fyrir gömul glappaskot. Flotaráðið í Marseilles átti að veita Monsieur de Bretauil alla mögulega aðstoð. Það hefði verið árangurslaust að reyna að vinna nokkurn á hennar Framhald á bls. 48 L 8. tbh VIKAN 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.