Vikan


Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 19

Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 19
gömlum hjörtum og enn rennur berserksgangur á suma þá, sem eitt sinn kölluðu sig kommúnista, þegar þeir taka sér þetta hræði- lega orð í munn. Þegar vinirnir hafa brugðizt, vonirnar brostið og skýjahallirnar hrunið og hinn fagri draumur orðinn martröð gamals manns, er gott að eiga sér tryggan og traustan óvin. Á sokkabandsárunum gengu kommúnistar tíðum í hárauðum skyrtum og með hárauð bindi, bæði karlar og konur, og heils- uðu gjarnan með krepptum hnefa og átti upphandleggurinn að vera beinn út frá öxlinni og handarbakið á krepptum hnef- anum að vísa aftur. Sín á milli notuðu þeir gjarnan ávarpið „félagi“, (félagi Brynjólfur, fé- lagi Einar). Ekki bætti þessi nýi flokkur samkomulagið á vettvangi stjórnmálanna, heldur magnaðist nú hrunadansinn og þeir sem gengu saman í fylkingu einn daginn, börðust hvor við annan upp á líf og dauða næsta dag og vildu margir kenna þetta þeim anda, sem sveif yfir vötn- unum og áður er getið, en hitt mun þó hafa verið réttara, að borðin voru nú hroðin og lýð- urinn barðist um hvað eina, sem til féll. Kreppa bitnar fyrst og fremst á almúganum og þeir sem töldu sig forsvarsmenn hans hörðnuðu í sóknum, þegar lítið var orðið til skiptanna, en þá harðna og einnig þeir í vörn- inn, sem sitja við kjötkatlana og þannig verður loft allt lævi blandið á hallæristímum. * Um haustið 1931 komu inn- flutningshöftin til framkvæmda og þar með lagðist Þyrnirósa litla til svefns bak við gerðið og svaf í átta ár. BARIZT UM SÁLIR SUÐUR MEÐ SJÓ Það er í desember þessa árs að bíll rennur af miklum hraða inn í Keflavíkurkauptún. Þar er á ferð „andinn yfir vötnunum“, og kominn þar öllum að óvörum, nema nokkrum fylgismönnum sínum og ætlar að messa þarna einn og gefa þannig sjálfum sér gott næði til að segja sögu and- stæðinga sinna, en hann kunni manna bezt að segja sögur. Þarna réði ríkjum Ólafur Thors, en honum var ókunnugt um hver vágestur væri kominn í ríki hans og sat andvaralaus inni í Reykjavík. Landavarnarmenn hans syðra brugðu hart við og sendu af stað vörubíl, því að vegir voru vondir og fátt bifreiða og skyldi hann aka sem líf lægi við og sækja Ólaf áður en vargurinn fengið unnið skemmdir í ríki hans. Jónas var í óða önn að lýsa Ólafi, kostum hans og löstum en þó mest löstunum, þegar hurð var hrundið upp og í dyrunum stóð úfinn maður og ekki árenni- legur og kallaði, hvað gengi hér á. Ólafur Thors var ekki lengi á vettvang á þessum árum, ef hann vissi sér orsustu von, og var hann, þegar þetta var, orðinn harðskeyttasti andstæðingur Jónasar. Hann kom jafnan dans- andi til leiks eins og stríðsfákur óðfús á að reyna sig, síhress og kátur og bjartsýnn og sannfærð- ur um eigin málstað. Eins og al- þjóð er kunnugt gilti það einu, hvort hér var kreppa, stríð eða verðbólga, þó var Ólafur Thors alltaf jafn bjartsýnn og sigur- viss. Uppgjafarorð varð aldrei fimdið í hans munni á hverju sem gekk og þannig var kjarkur hans óbilandi. Það er hverri þjóð styrkur á erfiðum tímum að eiga jafn-bjartsýnan leiðtoga og Ólaf. Margir kölluðu hann yf- irborðsmann og leikara en reynslan sýndi að það var rangt mat. Ekki var hann ritfær nema í meðallagi og stóð þar höllum fæti fyrir Jónasi, en hann bætti það upp á fundum. Hann var fundvís á einföld rök og skemmtilegur ræðumaður án þess að vera sérlega hnyttinn og voru honum þar margir skæðari en hin sannfærandi rödd og framkoma samfara óbilandi sjálfsöryggi og bardagagleði gerði hann ósigrandi í hvaða hlemmikjafti sem hann lenti, og það kom fyrir t.d. á Kveldúlfs- fundinum í Miðbæjarportinu, sem síðar segir frá, að hann fór svo úr öllum ham, að jafnvel hinir harðsvíruðustu andstæð- ingar glúpnuðu fyrir honum. „ER VERIÐ ENN AÐ STELA ATKVÆÐUM FRÁ MÉR?“ Marga orustuna háðu þeir Jón- as og hann. Tækni þeirra 1 mál- flutningi var heldur ekki ólík að því leyti, að hvorugur þeirra fór í vörn. Þeir sóttu báðir. Jón- as notaði sérstaklega mikið þá 8. tbl. VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.