Vikan


Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 54

Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 54
LILfJU LILJU LILJU LILJU BINDI ERU BETRI Fást í næstu búð LOXENB - og Nasan ffep Familie Journal henni býsna góð skil fyrir um sjö árum. Og hvernig lítur svo þessi einstaka vél út, í tölum lýst? Hún er 29 metrar milli væng- brodda og lengdin er 19,7 metrar. Hreyflarnir eru 1200 hestafla hvor, og þyngst má hún .vera 11885 kg við flugtak — að öllu meðtöldu, farþegum, áhöfn, vörum og 3000 lítrum af bensíni. Flughraðinn er sem fyrr greinir 270 km/klst. en hámarks vega- lengd er nú orðin 2600 km. Hreyflarnir sloka í sig 300 lítra af bensíni á klukkustund. J»að er hin frábærlega sterka bygging vélarinnar og til þess að gera lági reksturskostnaður — þótt nýtízkuvélar skari þar langt fram úr nú orðið — sem gerir það að verkum, að hún er í fullu gildi enn í dag. Eftir munu nú vera rúmlega 4000 vélar af þessari gerð og þar af eru um 1400 í reglubundnu flugi hjá flugfélögum hins vestræna heims. Um 1000 vélar eru notaðar meira og minna í þágu hernaðar og tæplega 2000 eru eingöngu helg- aðar leiguflugi. Þetta þýðir, að um fjórðungur alls vöru og far- þegaflugflota heimsins utan Sovétríkjanna og Kína er enn af gerðinni DC 3. f desember síð- astliðnum var flugfloti hins vest- ræna heims þannig skipaður: 872 þotur, 951 skrúfuþota, 1400 fjögra hreyfla vélar, 1000 tveggja hreyfla vélar af annarri gerð en DC 3, alls 5423 flugvélar. — Kötturinn hefur níu líf en þristurinn ennþá fleiri, segja flugmenn. Og víst er það ótrú- legt, að þristurinn — sem í stríð- inu var kallaður C 47 en Banda- ríkjamenn nefna nú Skytrain Skytrooper eða Skyraider en Bretar skírðu Douglas Dakota — skuli geta keppt við frænku sína DC 8, sem getur afkastað 20 sinnum meira en þristurinn. Svo ekki sé minnzt á DC 9, sem nú hefur verið í loftinu í tvö ár. Smithsonian Institution í Washington stendur DC 3 við hliðina á flugvél Lindbergs, Spirit of St. Louis. Þessi þristur ber framleiðslunúmerið N 18124 og hefur verið í loftinu 56.782 klst. En ekki er það þó heims- metið. Það á DC 3 með númerinu N 21728, framleidd árið 1939. í desember síðastliðnum hafði hún flogið 83.082 klst. og 52 mínútur. Það þýðir 9V2 ár á lofti, sem er meira en nokkur önnur vél getur státað af, eða 20.000 milljón kílómetra flug. Það jafngildir 480 ferðum umhverfis hnöttinn eða 25 ferðum til tunglsins fram og til baka. N 21728 hefur slitið út 136 hreyflum og 25 þúsund kertum, og 35 milljónir lítra af flugvélabensíni hafa runnið um leiðslur hennar. Og enn er N 21728 að bæta heimsmetið sitt. Hún flýgur sem sé ennþá. Fyrir lítið flugfélag í USA, sem heitir North Central Airlines. Hversu gömul getur svona flugvél orðið? Það er að veru- legu leyti undir því komið, hve lengi hægt er að fá varahluti í hana. En hingað til munu DC 3 vélarnar hafa flogið um 75 millj- ónir flugtíma og um 600 milljón gjaldfarþega hafa ferðazt með þeim. Yfir 150 flugfélög í 70 löndum hafa þær enn í þjónustu sinni og nú fljúga þeim flug- menn, sem sumir hverjir voru ekki einu sinni fæddir, þegar þær voru smíðaðar. J»egar TWA fékk sínar fyrstu vélar af gerðinni DC 3, vöktu þær þegar í stað mikla athygli og aðdáun. Það var að- eins eitt, sem flugfróðir menn óttuðust mjög. Það voru þessir þunnu vængir, sem mjókkuðu út til endanna, fjöðruðu upp og niður mun meira en áður hafði þekkzt. Menn óttuðust, að þeir myndu kubbast af, ef verulega reyndi á þá. Ein af fyrstu þremur vélunum lenti svo fljótlega í óvæntu ofveðri, svo ofsafengnu, að stólarnir í fullskipuðu far- þegarúminu rifnuðu upp úr gólf- inu. En vélin stóðst átökin og náði ákvörðunarstað. Þar slógu tæknifræðingar og flugvirkjar þegar í stað hring um hana, full- vissir um, að varla mætti koma við vængina, svo þeir dyttu ekki. Það var leitað með logandi ljósi að göllum og brestum, en leitin varð árangurslaus. Og síðan hafa þessar vélar lent í hverju harð- ræðinu af öðru en það þarf ósköp til að vinna bug á þeim. C 47 tók þátt í heimsstyrjöld- inni síðari af svo miklum móði, að þann orrustustað er ekki vert að nefna, þar sem hún var ekki með í spilinu. Við Salerno vörp- uðu 2600 fallhlífarhermenn sér út úr þristum á 45 mínútum. Mountbatten og Stilwell notuðu þrista fyrir skrifstofur. C 47 voru notaðar sem nj ósnaflugvélar, flutningavélar, til fólksflutninga og jafnvel sem sprengjuflugvél- ar. Þá var sprengjunum sparkað út um dyrnar á flugvélunum. Og það voru C 47, sem sáu inni- lokuðum herfylkjum fyrir birgð- um, þegar öll önnur sund voru lokuð. Þegar Japanir lögðu Hong Kong undir sig, flýðu margir með þristum. Meðal ann- ars var ein vél á flugvellinum, sem hafði orðið fyrir loftárás og var af henni annar vængurinn. Þarna var orðið ærið skart um varahluti í DC 3, en í einu flug- skýlinu var afdönkuð flugvél af gerðinni DC 2. Vængirnir á DC 2 voru 3,5 m. styttri en á DC3, en þegar um líf og dauða er að tefla er ekki spurt um smámuni; vængur af tvistinum var settur á þristinn í staðinn fyrir þann ónýta og þannig fór vélin í loft- ið og skilaði sér þangað sem henni var ætlað að fara. Og það með sóma. Þessi vél var síðan kölluð DC 2,5. J annað sinn flutti 21 manns þristur 74 farþega í einni ferð frá Hongkong. Meðal far- þeganna var Jimmy Doolittle eftir sínar heimsfrægu 30 sek- úndur yfir Tókyó. 750.000 særðir hermenn voru fluttir undir læknishendur með þristum í síðari heimsstyrjöld- inni. Og eftir stríðið kom þristur- inn að góðu gagni. Það voru flugvélar af gerðinni DC 3, sem mynduðu loftbrúna til Vestur- Berlínar (1. apríl 1948—30. sept- ember 1949) með 2.343.315 tonn af nauðsynjavörum. Hvergi varð flóð, jarðskjálfti, eldgos eða ann- að slíkt, sem hafði í för með sér skaða á fólki og eignum, svo UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá NÓA. HVAR E R ÖRKIN HANS NOA? ÞaC cr alltaf sami lelkurinn I henni Ynd- isfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar i hlaðinu og hcitir góðum verðlaunum handa þeim, sem getur fundið Örklna. Verðlaunin eru stór ’kon- íektkassl, fullur af bezta konfektl, og framleiðandinn er auðvltað Sælgætisgerð- ln Nól. HelmiU Örkin er i bls. Síðast er dregið var hlaut verðlaunln: Halldóra Ingólfsdóttir, Vinninganna má vitja í skrifstofu , Lyngbrekku 1, Kópavogi. vikunnar. 3. 54 VIKAN 8-tbl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.