Vikan


Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 29

Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 29
í Texas og framast væri unnt. llann spurði liana nú — í fyrsta sinn frá þvi að þau gengu i lijónaband — i hverju liún ætlaði að vera. Sérstaklega hafði hann þetla i huga í sam- handi við Dallas. „Þær koma aliar til liádegisverðarins þar, þessar ríku repúblikanafrúr, dúðaðar í minkapelsa og skreyttar demöntum“, sagði hann. „Klæddu þig látlaust -— sýndu Texönum hvað góður smekkur raunverulega er“. Enda var iiún á stöðugum lilaupum inn í lierbergi lians til að bera liina og þessa búninga undir dóm lians. „Ef það er svona inikilvægt að ég sé óaðfinnanlega búin í Dallas“, spurði liún, „hversvegna þarf þá fyrst að aka mér um allar jarðir i bilalest“? Hann útskýrði ástæðuna: það var ekki síður mikilvægt að sýna sig opinberlega en lialda taumum valda og áhrifa i höndum sér. Maður verður að láta sjá sig. Maður verður að fara um á meðal fólks. Maður verð- ur að fara hægt um á meðal þess.“ Tvisvar daginn áður en þau lögðu af stað til Texas, liringdi forsetinn i Pamelu Turnure, blaðafulltrúa Jacqueline, til að ræða við liana um hárgreiðslu forsetafrúarinnar. Hún lagði til, að þau ækju i lokuðum bíl (einn af bílum forsetaembætt- isins var búinn þaki úr skotheldu, gagnsæu gleri, sem taka mátti af og setja á eftir vild). Ekki Iikaði Kennedy sú hug- mynd. Svo fremi liann ekki rigndi, þá átti fólkið að fá að sjá þau sem greinilegast. Þau fóru síðan að rökræða um kvenhatta, cn þar sem þeir voru ekki beint sérgrein for- setans, sló hann þeim viðræðum fljótlega upp i gaman. Þetta gerðist miðvikudaginn luttugasta nóvember, 1963. Robert Kennedy minntist þess siðar, að bróðir hans hafði þá verið í lieldur slæmu skapi, eins og raunar oft undan- farna tiu daga. Svo sannarlega hafði hann ekki verið margmáll á þriðju- dagsmorguninn. Börnin höfðu fengið fri i skólanum og voru að heiman með móður sinni, og þar af leiðandi liafði hann misst af kennslustund í frönsku. Þetta var leyndarmál, sem vandlega var varðveitt. Forselinn hafði komizt að þeirri niðurstöðu, að hezta leiðin til að fást við de Gaulle liershöfð- ingja, væri að læra mál lians — læra ]iað lil fullnustu - - og ræða síðan við liann á því. Kennari hans var frönskukenn- ari Caroline dóttur hans. Síðan i september liafði liún tek- ið forsetann i tima á hverjum morgni í Hvíta húsinu. „Hve langan tima haldið þér að ég þurfi“? hafði hann spurt hana þegar þau byrjuðu. „Ár“, liafði hún svarað. f þessu fólst ögrun, sem hann gal ekki slaðizt. „Ég veðja við yður að ég lief ]iað af á sex mánuðum“, sagði hann. En þennari þriðjudag fékk hann ekki tima í frönsku. Þess- vegna fór hann inn á skrifstofuna, þar sem liann tók lil við fyrirliggjandi verkefni af fullum krafti. Blaðafulltrúi lians, Pierre Salinger, kom inn. Hann átli að fljúga til Honolúlú um miðnætti ásamt Dean Rusk og McGeorge Bundv, þar sem halda átti ráðstefnu um Víetnamstríðið. Síðan áttu þeir Salinger, Ruslc og fimm aðrir úr stjórninni að halda áfram til .lapan. Blöðin héldu, að þcssi leiðangur Pierres væri skemmtiferð. Það var alrangt. Kennedy Iiafði ekki gleymt óförum fyrirrennára sins i sambandi við Japan, er ofstækis- fuliij- vinstri menn höfðu með óeirðum neytt Eisenhower lil að liætta við að heimsækja landið. Forsetinn hafði í luiga að endurreisa virðingu Bandaríkjanria í Japan 'með því að hc imsækja landið í febiúai- næstkomandi. Hlutverk Pierres var að undirbúa þá beimsókn .. . Það rökkvaði í rósagarðinum við Hvita liúsið, kvöldið kom og enn var unnið. Frú Kcnnedy var enn fjarverandi, en hörnin voru hinsvegar komin heim. Þegar síðasti gestur dagsins var farinn, fór forsetinn í sund með börnunum. Eft- •ir kvöldverð gekk hann til sporöskjulöguðu skrifstofunn- ar á annarri hæð hússins og settist þar við skriftir. Hann þurfti að gera uppkast að ræðum, sem flvtja skyldi í Texas, sinna persónulegum málefnum og búa sig undir að fást við lielztu pólitísku vandamálin fyrir næsta ár, sem þegar voru farin að hlaðast upp. Hann hafði sterkt liugboð um, að repú- blíkanar myndu fara að lians innilegustu ósk að bjóða Bari-v Goldwater fraim, en slíkri liundaheppni gat liann ekki treyst, svo að hann bjó sig undir að þurfa að beita ítrustu kröftum við kosningabaráttuna. Ef Goldwater yrði fórnað, var það ekki nema gott og blessað; hann mvndi hverfa i sögulegu skriðuhlaupi. Forselinn var sannfærður um, að liann næði endurkosningu með gífurlegum yfirburðum. Hann þóttist skynja að hann myndi ekki einungis bera höfuð og herðar yfir alla vestræna stjórnmálamenn, þegar hann léti af störf- um, heldur og trúlega alla heimsins stjórnmálamenn, og hann var þegar farinn að undirbúa niðurröðunina í annað Kennedy-ráðuneytið. Bróðir lians vildi láta af embætti dómsmálaráðherra. Og Douglas Dillon vildi hætla við fjár- málin. Og svo var það Rusk. Honúm var ljóst, að forset- inn fyrirhugaði að verða sinn eigin utanríkisráðherra, og Rusk vildi þvi komast í annað starf. Eftir aðra útnefninguna yrði höfuð ráðuneytisins næstum áreiðanlega Robei't Mc- Nariiara. Bobby hafði ákveðið að þreifa fyrir sér með þvi að sækja um embætti aðstoðarráðherra um sér-amerísk mál, þegar Rusk hefði látið af störfum. En uppstokkun ráðu- ne5rtisins gat beðið .... Fyrsti fundur forsetans á miðvikudaginn var morgun- verðui’ með ])jóðþingsleiðtogunum. llubcrt H. Humphrey, senator frá Minnesota og „reddarinn“ Hale Boggs frá Lou- isiana, kváðust vera órólegir lit af fréttum um að vandræði gætu horið að höndum í Dallas. Kennedy sagði að það kæmi hreinlega ekki til mála að sætta sig við þá hugmynd, að forseti Bandaríkjanna gæli ekki heimsótt hvaða horg í land- inu sem væri. „Herra forseti“, sagði Boggs hálfspaugandi, »þér eruð að fara inn í geitungabú“. Kennedy svaraði ann- arshugar. „Jæja, það laðar þó altént að athyglisverðan mannsöfnuð“. Tcxas hlaut að verða erfitt viðfangs. Þar eins og annars- staðar gerði alríkisstjórnin ])að sem hún gat lil að friður liéldist. En Texas fyrirleit friðinn. Þar var livert liérað (county) sem sjálfstætt smáríki, og livert þeirra var tröll- riðið af klikuskap. Texönsku stjórnmálamennirnir voru hreinar mannætur á sínu sviði og grunnfær utangarðsmað- ur, sem hætti sér inn á meðal þeirra, gat átt það á hællu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.