Vikan


Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 40

Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 40
EINIMIG HJÁ VERÐLISTANUM VIO Laugalæk úr enskum söngvum og hann kenndi mér angurværan spónskan söng. — Þetta er um ungan mann og von- lausa óst hans til ungrar stúlku, sagði hann til skýringar. — Ég skil það, sagði ég bros- andi. — Þetta er falleg vfsa. — Auðvitað skiljið þér það, ég mundi bara ekki eftir því að þér kunnið spænsku vel. — Ekki eins vel og þér kunnið ensku, sagði ég. Þegar bíllinn nam staðar við þrepin ó Villa Cuardo, sneri Juan sér að mér og sagði: — Þetta hefur verið yndislegt kvöld, þakka yður fyrir að vilja njóta þess með mér. Ég endurtók sömu orðin ó spænsku og svo fórum við bæði að hlæja. En allt í einu varð dauða- þögn í kringum okkur, það var eins og syrti að. — Viltu ekki hitta mig aftur, Lisa? spurði hann blíðlega. — Ég . . . ég veit ekki . . . — Hefurðu einhverjar skyldur gagnvart þessum unga manni — Tony ó ég við? — Drottinn minn, nei, sagði ég, — ég hefi ekki „skyldur" gagnvart nokkrum manni. — Það er gott. Ég verð að fara til meginlandsins, en kem eftir nokkra daga. Hvað segirðu um að hitta mig ó fimmtudaginn? Geturðu staðið ó sjóskíðum? Ég hristi höfuðið. — Ég hefi al- drei reynt það. — Langar þig ekki til að reyna? Þegar ég kinkaði kolli, svolítið hik- andi, sagði hann: — Ágætt, þá förum við til Porti- naitx, þar á ég bát. Á ég að koma og sækja þig — eigum við að segja klukkan tíu? Ég kinkaði aftur kolli og hann sagði adios, um leið og ég steig út úr bílnum. Gina, Bill og Tony voru öll vak- andi, þau höfðu verið að bíða eftir mér. — Hvar í dauðanum hefurðu verið, spurði Gina. — við höfum verið svo áhyggjufull út af þér. Það er alls ekki óhætt fyrir ungar stúlkur að vera einar úti um þetta leyti. — Ég var alls ekki ein, svaraði ég, ofur rólega. — Nú? Þrjú andlit sneru sér sam- tímis að mér. — Ég borðaði með Juan Barthol- ome. Ég brosti með sjálfri mér, þegar ég tók eftir áhrifunum af orðum mínum. Gina hrukkaði ennið, Bill lyfti brúnum og Tony beit sig í vör- ina. Svo var ekki talað meira um það, en á miðvikudagskvöld sagði Gina: — Við skulum fara út með strönd- inni, með nesti á morgun. — O, sagði ég, — mér þykir fyrir því Gina, en ég get ekki komið með. Hún starði á mig. — Geturðu það ekki? Lisa, hversvegna geturðu ekki komið með okkur? — Juan bauð mér til Portinaitx. Ég tók boðinu, mig langar til að fara. Aftur varð óþægileg þögn, þang- að til Tony sagði: — Já, auðvitað, við eigum ekki eftir að vera hér nema eina viku ennþá. Því ekki að reyna að fá sem mest út úr dvöl- inni hér? Mér fannst að eitthvað lægi að baki orða hans, en ég endurtók: — Mér finnst það leiðinlegt, — ég vona að þið hafið ekkert á móti því. Stundvíslega klukkan tíu kom Juan akandi upp að Villa Cuadro. Það var orðið nokkuð heitt og ekki nokkurt ský á himninum. Ég var í sundbol undir kjólnum og hafði sundhettu og handklæði i töskunni. Við ókum meðfram hæðum, sem voru þaktar ólífulundum, þangað til við komum auga á Portinaitx fló- ann, djúpbláan í glitrandi morgun- sólinni. Juan stöðvaði bílinn rétt við fjöruborðið og við skildum yfirhafn- ir okkar eftir í aftursætinu. — Þarna er báturinn minn. Komdu. Hann tók í hönd mér og við hlupum eftir hvítum sandinum. Sjóskíði og gúmmískór lágu á þilfarinu, ásamt rúllu af plastkaðli með tréhandföngum. — Fyrst skal ég sýna þér hvað þú átt að gera. Ertu vön að ganga á venjulegum skíðum? Ég kinkaði kolli. — Ég kann svo- lítið. —Ágætt, þá verður þetta ekki svo erfitt. Hann sagði mér aðalreglurn- ar og skreið svo um borð í bátinn. Hann ræsti vélina og teygði sig til að strekkja á köðlunum um leið og ég tók handföngin. Allt ( einu vor- um við komin á fulla ferð út eftir víkinni. Mér fannst ég væri að steypast á höfuðið og hélt dauða- haldi um handföngin og reyndi að muna ráðleggingar Juans, en eftir nokkrar sekúndur stakkst ég á höf- uðið í sjóinn. Ég datt oft í sjóinn, áður en ég hafði lag á að standa af mér boðaföllin og ná jafnvæg- inu. Við þutum út eftir flóanum og Juan sneri bátnum oft í hringi og rak þumalfingurinn upp í loftið til að láta í Ijós ánægju sina með frammistöðu mína. Svo syntum við um stund og lögðumst í heitan sandinn á eftir. Eg hafði aldrei á ævinni verið svona hamingjusöm og frjáls. — Hvað gerir þú? spurði ég allt í einu. — Við vitum ekki mikið hvort um annað, sagði hann rólega. — Það er einkennilegt. Ja, eins og þú veizt, þá er ég fasteignasali. Ég á töluvert af fasteignum sjálfur og lika hluti í byggingarfyrirtækjum. 40 VIKAN 8. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.