Vikan


Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 30

Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 30
DAUIIFORSETA að vera étinn lifandi. En Kennedy var ekkert barn. Á flokks- þingi dömókrata í Los Angeles 1960, þegar Johnson var að reyna að slá Kennedy út í framboðskeppninni, hafði liinn síðarnefndi kynnzt eftirminnilega „skæruliðum" Johnsons, sem dreifðu orðrómi um að Kennedy gæti ekki lifað út kjörtímabilið vegna þess að hann væri „sýktur“. (Síðar höfðu þeir verið svo ljúfmannlegir að útskýra að þeir hefðu átt við‘ Addisons-sýki.) Connally hafði gefið samþvkki sitt til heimsóknar forsetans og um tveggja vikna skeið liöfðu ráðgjafar frá landsnefnd demókrata kannað háskalegustu kafla leiðarinnar. Forsetinn hafði aðeins óljósa hugmynd um smáatriðin í Iiinni heiftarlegu dleilu milli Connallys og Yarhoroughs. Þó var hún síður en svo ný af nálinni, meira að segja eldri en deiluaðilar sjálfir. Rætur hennar voru hugsjónalegar. Á fjórða áratug aldarinnar höfðu hægrisinnaðir Jefferson- demókratar og gallharðir Texanar ólmazt gegn Roosevelt. 1944 sendu þeir sérnefnd á landsþing demókrata og tóku þar afstöðu gegn öðrum flokksfélögum sínum. 1952 hlup- ust þeir undan merkjum Adlai Stevensons. Vegna hvatn- ingar Sam Rayburns hafði hinn hægfara Byron Skelton, lögfræðingur, tekið við sæti í landsnefndinni. Alþýðusinnamir höfðu gert uppreisn og formlega stofnað frjálslynda klíku, er kallaðist Texönsku demókratarnir (Democrats of Texas, skammstafað DOT). Aðalhetja þeirra var Ralph (Raff) Yarborough, sem varð bandarískur sena- tor 1957 eftir að hafa fallið tvisvar í kosningum til öldunga- deildar þingsins. Raff átti í stöðuguim hrösum við aðra demó- krata. Engu að síður var hann eini frjálslyndi Texaninn, er hafði með höndum embætti, sem tók til alls ríkisins. í Los Angeles, þegar allir aðrir fulltrúar texanskra demókrata sam- einuðust um stuðning við Johnson, studdi hann John Kenne- dy. Þeir refsuðu honum með því að neita honum um sæti í texönsku sendinefndinni; sjálfur senator ríkisins varð að sitja á svölunum eins og áhorfandi. Og honum hefði verið refsað enn frekar, ef Rayburn hefði ekki komið í veg fyrir það. En ári síðar dó Rayburn. Hann liafði til þessa lægt öldurnar, en nú var því ekki lengur til að dreifa. Ekkert hindraði fx*amar hægri mennina í að hamast að þessum almúgasinnaða und- anvillingi. Þar að auki liöfðu þeir nú leiðtoga, senx enginn þurfti að lialda að hrygðist. Jolinson liöfðu þeir aldrei treyst fullkomlega. Það lék vafi á þvi, hverjum hann var hliðholl- astur. John Connally var hægrimönnum hinsvegar ómetan- legur fengur. Connally hafði verið stjórnarerindreki .Tohn- sons og flotamálaráðherra í stjóm Kennedys, og nú var hann ríkisstjóri í eigin ríki. Utangarðsmenn héldu ennþá, að hann væri fylgismaður þeiira Kennedys og Johnsons. Þeir liöfðu þar á röngu að standa. Hann var ekki síður einlægur íhalds- maður en Yai'horouglx var einlægur í stuðningi sínum við frjálslyndari arm texanskra demókrata. Ríkisstjórinn var eitt af Jxessum sígildu dæmum um fá- tæka pilta, sqm hef jast uppyfir þá stétt, sem þeir ex*u sprottnir úr, og fá jafnframt fyrirlitningu á uppruna síniim. Connallv hafði tanxið sér kurteisi í framkomu og kænsku. Hann varð fyrst vinur ríkra manna og síðan ti'austur handamaður þeirra. Ralph Yarborough varð andstæðingur þeiri*a, sem liann taldi bera áhyrgð á hinum erfiðu lífskjörum texanskra fátæklinga, þegar hann hafði kynnt sér þau. Fátæktin sjálf var óvinur Jolin Connallys. Jolmson sagði eitt sinn um liann í einkaviðtali, að Connallv liði ekki vel nema í þrjú hundruð dollara fötum og handunnum skóm, og í félagsskap manna, sem einnig væru þannig búnir. Múrinn milli lians og ves- aldar bernsku hans varð í lians augum aldrei nógu þykkur. Siðan hann varð ríkisstjóri, liafði liann talið heppilegra að fjarlægjast þá frjálslyndu í Wasliington. Hann helgaði sig nú ihaldsstefnunni eingöngu. Oglíkt og forsetinn, horfði hann fram til komandi kosninga. Þrátt fyrir grundvallarmun í skoðunum, myndu þeir Yarborough þá styðja Kennedv og Johnson. 1 þessu tilfelli vildi ríkisstjórinn verða fyrri til. Hann vildi að Yarhorough biði ósigur, og með það á bak við eyrað,, fyrirhugaði hann að hagnast pólitískt á forsetaheim- sókninni, sem nú stóð fyrir dyrum. Sem æðsti handhafi framkvæmdavalds i ríkinu myndi hann verða gestgjafi æðsta handhafa framkvaðmdavalds allr- ar þjóðarinnar. Ken 0‘Donnell, ráðgjafi forsetans, og félagi hans, Larry 0‘Brien, sögðu öllum hlutaðeigandi, að ríkis- stjórinn liefði fengið „heztu hugsanleg spil á höndina.“ Fyrsta vísbendingin um, hvernig hann ætlaði að spila þeim út, kom fram snemma í október. Áður en Connally flaug austur til Washingtori lil ráðagerða varðandi liin ýmsu atriði i sam- handi við ferðina, hélt hann ráðstefnu i Dallas með valda- mestu mönnum borgarinnar — .T. Erik Jonson, forseta hins volduga horgarráðs, Robert Cullum, forseta verzlunarráðs- ins, R. L. Thornton, formanni Verzlunarþjóðbankans, Joe Dealey, syni útgefanda Morning News (faðir hans var i Washington) og Albert Jackson frá Times Herald. I raun réttri hað ríkisstjórinn þá afsökunar á heimsókn forsetans. Hendur hans sjálfs voru bundnar, sagði hann. Hann gat ekki bannað æðsta valdamanni ríkisins að koma. En hann vildi að þeir vissu, að hann hefði alls ekki hugsað sér að verða „léttadrengur“ Kennedys. Og ef liann notaði tækifærið til að auðmýkja Yarborough, gæti svo farið að líberalisminn í Texas yrði brotinn á hak aftur. Hann sagði: „Ég verð að láta ópólitískan lióp koma fram fyrir hönd Dallashorgar, og ]>að eruð þið, herrar mínir, vegna stofnana vkkar.“ Þann þriðja októher kallaði liann liina auðugu Texana höfuðstaðarins saman á fund — Yarborough var ekki hoð- aður — og sagði þeim að forsetinn myndi auk Dallas héim- sækja San Antonio, Houston og Fort Wortli. Connally leit svo á, að Kennedy hefði ekki fylgi annarra i Texas en „negra og ómerkilegra demókrata.“ Því miður voru þeir fátækir, og leiðtogar þjóðarinnar ætluðust til að ferðin vrði örvun til fjársöfnunar. „Fólkið, sem styður Kennedy, er peninga- laust. Ég hef kannað skoðanir kaupsýslumanna. Þeir hafa ekki hugsað sér að gefa fé til þessarar kosningaharáttu.“ ITcnry Cxonzalez, frjálslyndi San Antoniobúinn, tók fram í. „Hvaða kaupsýslu’menn talaðir þú við?“, spurði hann reiði- lega. „Ef það eru þeir, sem þú hefur verið að hitta, þá geri 30 VIKAN 8 tbl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.