Vikan


Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 38

Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 38
Þar að auki þolir hann miklu betur lendingu og flugtak á aur- ugum flugvöllum og er til muna betri, ef snjór er á flugbrautum, vegna þess hve hátt er undir hann og hjólin breið. Þar að auki er hann af sömu ástæðu ó- missandi fyrir Grænlandsflug Flugfélags íslands, sem er tölu- verður þáttur í starfsemi félags- ins. Flestir íslendingar, sem eitt- hvað hafa ferðazt í lofti hér inn- anlands, kannast vel við þessar vélar. Það væri því ekki úr vegi að vita hvað flugmennirnir sjálf- ir hafa um þær að segja. Við náðum tali af Ingimari Svein- björnssyni, sem í 11 ár hefur flogið DC 3 hjá Flugfélagi ís- lands. Honum sagðist þannig frá: Það er skemmst frd því að segja, að Flugfélag íslands hefur notað DC 3 í víðtœkara flug en nokkra aðra flugvélategund. Við' höfum notað hana í skíðaflug frá Danmarkshavn, nyrst á Grœn- Jökull — skíðaflugvélin fræga, sem Loftleiðir keyptu á kafi í snjó uppi á Vatnajökli. 12 manna flokkur fór á jökulinn með tvær jarðýtur og tókst fyrir heppni og harðfylgi að bjarga vélinni, drp.ga har.a niður í byggð og þaðan var henni svo flogið til Reykja- víkur. Sólfaxi yfir Grænlandi. Tindurinn framundan er Ikateq. Úr skíðaflugi því til Grænlands, sem ?agt er frá í greininni. Þegar fann- komunni lauk, voru hjólin á vélinni kcmin á kaf. landi, niður til Nassarsuaq, syðst á oddanum, fyrir utan allar stöðvar þarna á milli; allt inn- anlandsflugið; á tímabili í á- ætlunarflugið Fœreyjar — Berg- en — Kaupmannahöfn, og Fœr- eyjar — Glasgow; hún hefur verið notuð í vöruflutninga, leiguflug og allt mögulegt. Þegar þessar flugvél kom fram árið 1935, olli hún algerri byltingu. Hún var langtum full- komnari en nokkur önnur vél, sem þá var framleidd, og stenzt enn þann dag í dag þœr öryggis- kröfur, sem gerðar eru til flug- véla. Allar aðrar flugvélar frá þessum tíma eru nú úreltar. Það má segja, þótt BEE CHRAFT flugvélarnar, sem flugfélagið átti, vœru ágœtar, að DC 3 sé fyrsta „modern“ flugvélin, sem kom til landsins, og svo Sky- masterflugvélarnar, sem komu til Loftleiða 1947, en okkar 1948. fí) g kom til Flugfélags fslands 1955 og það má segja, að ég hafi flogið DC 3 stanzlaust frá 1955 þar til síðast liðið vor, nema smávegis inn á milli Skymaster og Viscount, Grumman og Kata- lina. En megnið af mínu flugi hefur verið á DC 3 þar til síðast liðið vor, að ég fór yfir á Friendship, og samt er ég alltaf annað slagið með DC 3 inn á milli. Og mér hefur alltaf fund- izt Douglas vera alveg einstakt verkfœri, sérstaklega skemmti- leg flugvél, og mér hefur fund- izt hún hafa persónuleika. Mig minnir að ég sé með eitthvað hátt í 5000 klukkixstundir á Douglas, og það fer ekki hjá því, að maður kynnizt verkfœri á jafn löngum tíma. En ég hef allt- af verið hrifinn af vélinni og er það enn. Friendship er að sjálf- sögðu nýtízku vél, vel byggð og þægileg og það fer miklu betur um mann í þeim, — í Douglas var það oft í rigningu að maður varð rennvotur í fœtur því það var til í dœminu að lœki inn með gluggunum, stundum var þar allt að drepa úr kulda og annað þvíumlíkt, þetta voru svo geró- líkar aðstœður. Og þótt hreyfl- arnir séu mjög góðir í Douglös- unum og við höfum haft mjög litlar bilanir á þeim, er þrýsti- loftshreyfillinn svo miklu gang- öruggari og meira á hann að treysta. Samt getum við ekki losað okkur alveg við Douglas- inn, þótt við liöfum nú eignazt þessar ágætu, nýtízku vélar með öllum hugsanlegum hjálpartœkj- um, því enn er ekki hœgt að lenda Fokker Friendship á öll- um okkar flugvöllum. Þar að auki þola Douglasvélarnar miklu verri fœrð en nýtízku vél- ar, þannig að meðan við eigum þœr getm við ef til vill haldið Framhald á bls. 51 38 VIKAN 8. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.