Vikan


Vikan - 23.02.1967, Síða 38

Vikan - 23.02.1967, Síða 38
Þar að auki þolir hann miklu betur lendingu og flugtak á aur- ugum flugvöllum og er til muna betri, ef snjór er á flugbrautum, vegna þess hve hátt er undir hann og hjólin breið. Þar að auki er hann af sömu ástæðu ó- missandi fyrir Grænlandsflug Flugfélags íslands, sem er tölu- verður þáttur í starfsemi félags- ins. Flestir íslendingar, sem eitt- hvað hafa ferðazt í lofti hér inn- anlands, kannast vel við þessar vélar. Það væri því ekki úr vegi að vita hvað flugmennirnir sjálf- ir hafa um þær að segja. Við náðum tali af Ingimari Svein- björnssyni, sem í 11 ár hefur flogið DC 3 hjá Flugfélagi ís- lands. Honum sagðist þannig frá: Það er skemmst frd því að segja, að Flugfélag íslands hefur notað DC 3 í víðtœkara flug en nokkra aðra flugvélategund. Við' höfum notað hana í skíðaflug frá Danmarkshavn, nyrst á Grœn- Jökull — skíðaflugvélin fræga, sem Loftleiðir keyptu á kafi í snjó uppi á Vatnajökli. 12 manna flokkur fór á jökulinn með tvær jarðýtur og tókst fyrir heppni og harðfylgi að bjarga vélinni, drp.ga har.a niður í byggð og þaðan var henni svo flogið til Reykja- víkur. Sólfaxi yfir Grænlandi. Tindurinn framundan er Ikateq. Úr skíðaflugi því til Grænlands, sem ?agt er frá í greininni. Þegar fann- komunni lauk, voru hjólin á vélinni kcmin á kaf. landi, niður til Nassarsuaq, syðst á oddanum, fyrir utan allar stöðvar þarna á milli; allt inn- anlandsflugið; á tímabili í á- ætlunarflugið Fœreyjar — Berg- en — Kaupmannahöfn, og Fœr- eyjar — Glasgow; hún hefur verið notuð í vöruflutninga, leiguflug og allt mögulegt. Þegar þessar flugvél kom fram árið 1935, olli hún algerri byltingu. Hún var langtum full- komnari en nokkur önnur vél, sem þá var framleidd, og stenzt enn þann dag í dag þœr öryggis- kröfur, sem gerðar eru til flug- véla. Allar aðrar flugvélar frá þessum tíma eru nú úreltar. Það má segja, þótt BEE CHRAFT flugvélarnar, sem flugfélagið átti, vœru ágœtar, að DC 3 sé fyrsta „modern“ flugvélin, sem kom til landsins, og svo Sky- masterflugvélarnar, sem komu til Loftleiða 1947, en okkar 1948. fí) g kom til Flugfélags fslands 1955 og það má segja, að ég hafi flogið DC 3 stanzlaust frá 1955 þar til síðast liðið vor, nema smávegis inn á milli Skymaster og Viscount, Grumman og Kata- lina. En megnið af mínu flugi hefur verið á DC 3 þar til síðast liðið vor, að ég fór yfir á Friendship, og samt er ég alltaf annað slagið með DC 3 inn á milli. Og mér hefur alltaf fund- izt Douglas vera alveg einstakt verkfœri, sérstaklega skemmti- leg flugvél, og mér hefur fund- izt hún hafa persónuleika. Mig minnir að ég sé með eitthvað hátt í 5000 klukkixstundir á Douglas, og það fer ekki hjá því, að maður kynnizt verkfœri á jafn löngum tíma. En ég hef allt- af verið hrifinn af vélinni og er það enn. Friendship er að sjálf- sögðu nýtízku vél, vel byggð og þægileg og það fer miklu betur um mann í þeim, — í Douglas var það oft í rigningu að maður varð rennvotur í fœtur því það var til í dœminu að lœki inn með gluggunum, stundum var þar allt að drepa úr kulda og annað þvíumlíkt, þetta voru svo geró- líkar aðstœður. Og þótt hreyfl- arnir séu mjög góðir í Douglös- unum og við höfum haft mjög litlar bilanir á þeim, er þrýsti- loftshreyfillinn svo miklu gang- öruggari og meira á hann að treysta. Samt getum við ekki losað okkur alveg við Douglas- inn, þótt við liöfum nú eignazt þessar ágætu, nýtízku vélar með öllum hugsanlegum hjálpartœkj- um, því enn er ekki hœgt að lenda Fokker Friendship á öll- um okkar flugvöllum. Þar að auki þola Douglasvélarnar miklu verri fœrð en nýtízku vél- ar, þannig að meðan við eigum þœr getm við ef til vill haldið Framhald á bls. 51 38 VIKAN 8. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.