Vikan


Vikan - 23.02.1967, Page 9

Vikan - 23.02.1967, Page 9
fyrir hann. Og raunar — hann var hræddur óður en hann fór inn. Þessvegna valdi hann þakið. — Væri til bóta að ég færi að heimsækja hann? spurði Craig. — Síður en svo, sagði Loomis. — Þú lézt hann hafa uppþotabyss- una. Craig hafði ekkert að segja. Loomis ræskti sig og lyfti sér í stólnum eins og höfrungur, sem kemur upp til að anda. Craig þekkti þessi merki. Loomis var í þann veg- inn að verða kurteis. — Eg held, að þú ættir ekki að hitta þessa Philippu Naxos aftur, sagði hann. — Við höfum ekki efni ó að æsa eiginmann hennar. — Það sagði hún líka, sagði Craig. — Hún lítur mikið upp til þín, þessi unga kona. — Er hún úr allri hættu nú? — Matt Chinn heldur það. Álítur, að þú hafir hjólpað henni mikið, meðan þið voruð saman. Guð mó vita hvernig, og segðu mér það ekki, sagði Loomis. — Jæja, þú hef- ur gert þinn skammt af góðverkun- um. Eg býst við, að þú eigir skilið að fó frí. Tvo mónuði, ef þú vilt. — Á ég að koma aftur þó? spurði Craig. — Þú ert róðinn fró fyrsta síð- asta mónaðar. Leynilega. Allt það. Þú færð kannske smóvegis laun líka, einhverntíma. Annars eru fleiri hér, sem vilja heimsækja þig. Hann lyfti sér ó fætur, skólmaði til dyra og galopnaði þær. Selina kom þjót- andi inn í herbergið í svölum, græn- um línkjól fró Dior, kastaði gjöfum í kjöltu Craigs og kyssti hann. Craig só, að hann hafði eignazt sígarettu- veski úr gulli, meira koníak, fleiri rósir og sekk af vínberjum. — Sígarettuveskið er fró föður mínum, sagði hún. — Ég talaði við hann í gegnum loftskeytastöð í dag. Haram verður óbreytt og fjallið líka. — Ég held þú ættir að koma þér þangað sjólf, sagði Loomis. — Ég fer ekki ein þangað, sagði Selina. — Ég ó enn marga óvini í Zaarb. — Við skulum senda flugvél með þig, sagði Loomis. — Faðir minn myndi ekki leyfa það, sagði Selina. — Nei. Þið verðið að lóta mig hafa fylgdarmann. Hann. Hún benti á Craig. — Nei, sagði Loomis. — Hann á að fá frí. Selina flissaði og Loomis var f senn reiður og vandræðalegur á svipinn. Craig leið betur með hverri mín- útu. — Ég skal þá segja föður mínum að þið svindlið á okkur. Þið krefjizt vináttu okkar og neitið okkur um ykkar bezta mann, sagði Selina. Litaraft Loomisar varð aftur eðli- legt, aðeins vandræðasvipur var eftir. — Allt í lagi og andskotinn hirði þig, hafðu hann þá, sagði hann. Selina leit á Craig. — Ég vil byrja strax, sagði hún. Craig ávarpaði hana hörkulega á arabisku. Hvössum, snöggum orð- um, sem komu henni til að lyfta höfðinu, stolt og herská eins og fálki, en eftir því sem orðin urðu fleiri, varð hún niðurlútari og hend- urnar mættust auðmjúkar á brjóst- inu og hún hneigði sig og fór. — Þú kemur út á mér svitanum einu sinni enn, sagði Loomis. — Hvað var nú allt þetta? — Ég sagði henni að við mynd- um fara, þegar ég væri tilbúinn. Craig leit alvarlegur á hann. — Hún er Arabi, Loomis, eyðimerkurarabi, hundrað ættliðir af hermönnum. Þeir hafa mjög ákveðnar hugmynd- ir. Ég vildi ekki láta hana halda, að ég væri að verða meyr. Andlit Loomisar varð djúprautt, síðan skarlatsrautt, þá fjólublátt; það gutlaði hræðilega í honum og að lokum létti honum í drynjandi, þrumandi hlátri. Að lokum dæsti hann: — Ég er sammála. Það væri það versta. Viltu hvíla þið hérna lengi? — Nei, sagði Craig. — Það er allt í lagi með mig. Ég vil aðeins fá að ráða mér sjálfur um stund. — Veiztu nokkuð, ég held að Selina hafi rétt fyrir sér, sagði Loomis. Craig svaraði ekki. Hann var að svipast um eftir fötunum sfnum. Jagúarinn lagðist að gangstétt- inni eins og syfjaður kettlingur, og Craig gekk inn í íbúðina. Hann minntist annarrar afturkomu, þeg- a rhann sat einn og beið eftir að stúlkan kæmi aftur til hans, stúlka, sem var dáin. En að þessu sinni var stúlkan afar lifandi, lá á grúfu í leðursófanum, rýndi f vélritaðar línur á gulum pappír. Hún heyrði fótatakið og leit upp, muldraði milli vara sér hálflærða línu. Svo sá hún hann og línan var gleymd að fullu. — O, sagði hún. — Buona sera, sagði Craig. — Ég ætlaði að fara héðan í al- vöru, sagði Pia. — En ég hef haft svo mikið að gera — og ég vissi ekki hvar ég átti að finna þig til að láta þig hafa lykilinn .... Hún renndi sér fram úr sófanum. Hreyf- ingin var í senn kynæsandi og hjart- næm, fullkomin kona stóð andspæn- is honum. — Ég skal taka saman dótið mitt strax, sagði Pia, en hún hreyfði sig ekki. — Ertu enn að vinna? Craig snerti heftiplásturinn fram- an í sér. — Nei, sagði hann, því er lokið. Nema — Loomis reyndi að klína stúlku upp á mig. Ég vildi heldur finna mína eigin. Hún leit á hann aftur og hann brosti við henni, brosi fullu af tilhlökkun og ham- ingju. — Ég þarf þá ekki að fara strax, er það? spurði hún og hún brosti líka. — Umboðsmaður þinn sagði, að ég hefði slæm áhrif á þig, sagði Craig. Og Pia sagði honum ómyrk í máli og ófeimin, nákvæmlega, hvað umboðsmaður hennar gæti gert. Endir. jókoma Stormur og Sólskin með NIVE A - Ultra-Cremi eruð þér alltaf við öllu búin! NIVEA-Ultra-Crem verndar hörundið — einmitt á veturna. Allt hörund. Alla daga. Auk þess er NIVEA nœrandi fyrir hörundið. NIVEA-Ultra-Crem veitir hörundinu það, sem það þarfnast til að haldast stöðugt hreint, ferskt og heilbrigt, NIVEA-Ultra- Crem býr yður sannarlega undir „vetrarhörkurnar". 8. tbl. VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.