Vikan


Vikan - 23.07.1970, Síða 16

Vikan - 23.07.1970, Síða 16
En síöustu þrjár vikurnar, þegar greinilegt var, að hann lá fyrir dauðanum, tóku þau að koma daglega... Ný hörkuspennandi framhaldssaga eftir Patricia Wentworth Kistan var ekki fyrr komin niður í gröf- ina en þær beygðu allar af. Tárin runnu niður kinnarnar á þeim Jan og Alistair, og Ellen grét ofsalega. Mágkonur mínar stóðu á bik við og snöktu. Eini unglingurinn, sem var viðstaddur, var Dan, frændinn sem ég hafði svo mikið dá- læti á. Hann var seytján ára. Hvorugt okkar grét, og ég veit ekki, hvað kom til. En hann var náfölur. Ég hafði tekið utan um hann og þótt það rangt af Ellen að hafa tekið hann með. Hann lagði handlegg sinn líka utan um mig, og þá var ég gráti næst. Er við komum heim að jarðarförinni af- staðinni, drukkum við sherrí og borðuðum kökur. Ég kom engum bita niður og þóttist viss um, að bræður mínir mundu hafa þeg- ið viskí, en þar sem pabbi hafði löngum mis- notað áfengið, var ekki boðið upp á neitt sterkara en sherrí. Fólkið horfði hnuggið hvert á annað, og það var líkt Ellen að segja með grátstafi í kverkunum: „Ég get ekki skilið, að hann sé farinn.“ Eg vissi, að hún mundi segja eitthvað í þessa átt. Og enginn úr fjölskyldunni hafði komið í heimsókn mánuðum saman. En síð- ustu þrjár vikurnar, þegar greinilegt var, að hann lá fyrir dauðanum, tóku þau skyndi- lega upp á að koma daglega. Þegar kakan og sherríið var næstum horf- ið ofan í mannskapinn, stakk Ellen upp á, að ég kæmi með sér heim, en ég hristi höf- uðið, var of máttfarin til að þiggja boðið. Svo kvöddum við hvert annað eins og við værum bráðókunnug hvort öðru. Ellen var brostin í tár á ný. — Það var Dan, sem kom til herbergis míns, lagði hönd yfir herðar mér og mælti: Margrét. Ég horfði á hann, og tár tóku að streyma niður vanga mína, ekki af 'sorg, heldur var ástæðan sambland af þreytu og skelk. í 1. kafli. Pabbi minn dó snemma að sunnudags- morgni í júlí. Hann hafði verið sjúkur og oft legið sem lífvana og krafðist mikillar um- önnunar. Við vorum öll við útförina, klædd svörtu. Ellen var syndandi róleg, drengirn- ir hnípnir, og sjálf var ég dauðþreytt eftir að áralangri byrði var velt af herðum min- um. Ekki hafði ég hugmynd um, hvernig ég ætti að nota frelsið. Það, sem ég ætla að segja frá, gerðist ár- ið 1938, og þá var auðvitað margt öðruvísi en í dag. Þá var ég 35 ára gömul og litið var á mig sem piparmey. En ég hafði tekið mér skyldur á herðar, sem ég varð að standa ein uppi með. Ég verð að viðurkenna, að ég kenni sjálfri mér um. Mér þykir það sífellt ósanngjarnt, að allt skuli hafa dæmzt á mig en aðrir hvergi komið nærri. Og þannig var mér inn- anbrjósts miðvikudagsmorguninn eftir greftrunina, þegar ég gekk um stofugólfin, full óróa og beið þess, að fjölskyldan safn- aðist saman ásamt Tenby málafærslumanni. Mér þótti ég órétti beitt, kenndi nánast í brjósti um sjálfa mig. Loks settist ég fram í eldhús yfir tebolla og táraðist vegna ein- stæðingsskapar míns. fyrsta sinn í tólf ár fann ég til einsemdar og ráðleysis. Dan var miklu fullorðinslegri en aldurinn sagði til um, er hann spurði alvarlegum rómi: — Á ég að vera hér? — Dan! heyrðist kallað fyrir utan. — Dan, hvar ertu? Við bíðum eftir þér. Hann lét sem hann heyrði þetta ekki og hélt áfram: — Ef þú vilt að ég verði hér, skaltu bara segja til. Hann brast líka í grát, og ég dró hann að mér. í því kom Tom aftur. Hann var dæmi- gerður Englendingur og því dulur á tilfinn- ingar sínar. En honum þótti sýnilega kjána- lget, að seytján ára piltur skyldi leita hug- hvarfs hjá piparmeynni frænku sinni. —- Við bíðum eftir þér, Dan, sagði Tom þéttum rómi. -— Mamma þín á líka bágt eft- ir það sem gerzt hefur. Við þurfum að koma okkur heim sem fyrst. Dan horfði spurnaraugum á mig. Eg hristi höfuðið og reyndi að brosa. — Farðu bara, sagði ég. — Nú líður mér betur og vil helzt vera ein. Tenby kemur svo í fyrramálið. Tvö síðustu árin hafði ég starfað fyrir fé- lagsskap, sem nefndist „Samtök vina og ætt- ingja Gyðinga-flóttamanna". Til hægðaTauka nefndum við samtök þessi „V Og Æ“. Starfið 16 VIKAN 30-tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.