Vikan


Vikan - 23.07.1970, Page 20

Vikan - 23.07.1970, Page 20
Milljónir sjónvarpsáhorfenda í öllum heiminum hafa fylgzt með Dr. Kimble á flótta hans. Hann var stöðugt að leita að hinum rétta morðingja konu sinnar, sem hann hafði upp á í lokin, en sjónvarpsþættirnir voru þá orðn- ir 120, sem allir voru sýndir í Bandaríkjunum. Yfirleitt voru þeir færri annars staðar. Nú er sá leikarinn, sem lék Kimble, David Janssen, líka á flótta, og það er undan kröfum, sem Ellie, fyrrverandi eiginkona hans, ger- ir (hún er með honum á mynd- inni hér að ofan). Skilnaðaror- sök þeirra var hin 25 ára gamla Rosemary Forsyth (sem er með honum á miðri opnunni). Meðan á málaferlunum í Hollywood stóð, fór Ellie Janssen í burtu, en áður hafði hún tínt fram um það bil 31 nafn, meira og minna vel þekktra kvenna í Hollywood, sem hann á að hafa þekkt nokk- uð náið. Aftast á þeim lista var nafn Rosemary. Hún er, eins og flestar af þessum „hliðarspor- um“ hans, gift (Michael Toland) og á tveggja ára dóttur. En ég verð bráðum frjáls, segir Rosemary við hvern sem vill á hana hlusta. Og það er sagt að Janssen ætli þá að leiða hana upp að altarinu. En það 20 VIKAN 30-tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.