Vikan


Vikan - 23.03.1972, Síða 27

Vikan - 23.03.1972, Síða 27
Sex beztu langhlauparar heims keppast um sigurinn, skref fyrir skref. Urslitin eru enn óráSin. komst tvívegis fram fyrir hann af og til rétt hendurnar niður og hrist axlirnar, sem er merki um að hann sé þreyttur, búinn að fá nóg og hljóp allt í einu inn fyrir og gafst upp. Hinir héldu áfram eins og ekkert hefði í skorizt, og brátt var að- eins einn hringur eftir. Zatopek tekur þá sprett og nær forust- unni með Chataway á hælum sér. Schade er ekki á að láta þá skilja sig eftir og fylgir þeim fast eftir, reynir að komast fram úr, en nær aldrei forustunni alveg. Þótt hann sé fyrstur á langhliðinni, verður hann að hlaupa utan við hina, því hann kemst ekki nægilega langt fram úr til þess að geta farið inn að trébrúninni. Á síðustu beygju eru fjórmenningarnir allir jafn- ir, en inn úr beygjunni eru þó þrír hinir eldri búnir að yfir- buga Chataway, sem er orðinn aðeins á eftir. Áhorfendur geta nú með engu móti setið kyrrir lengur; allir standa á fætur og leikvangurinn bergmálar af óp- um þeirra. Eitt augnablik lítur út fyrir að Zatopek muni missa Mimoum fram úr sér, en þá umturnast Tékkinn og hamast, og nú er „tékkneska eimreiðin" komin á fulla ferð, og þá er ekki sökum að spyrja. Mimoun var talinn sprettharðastur af öllum þolhlaupurum heimsins þá, en þó verður hann að beygja sig fyrir Zatopek. Chataway verður fyrir því óhappi að falla rétt í sama bili og þremenning- arnir eru að byrja endanlegt uppgjör reikninga sinna. Hann staulast á fætur aftur, örmagna af þreytu og hleypur þunglega heim að markinu, sem hinir þrír eru þegar komnir gegn um; en áður en hann nær því, kemur landi hans, Pirie, eins og píla og fer fram úr rétt á marklín- unni. Sjötti maður var Perry (Ástralíu), sem hafði losað sig við hina, sem hann fylgdist með mestan hluta hlaupsins. Sjöundi var Beres (Ungverjalandi), en Svíarnir tveir komu næstir. Bretinn Parker, sem hljóp vel í undanrásunum, var nú of þreyttur til þess að geta fylgt sextettinum, sem var í farar- broddi, og varð 11. í mark. Rússinn Anufriev, sem varð 3. í 10.000 m hlaupi hafði ekki nægan hraða til þess að geta hlaupið 5000 m á við þá, sem beztir voru. Þannig lauk einu stórkostleg- asta 5000 m hlaupi, sem nokkru sinni hefur farið fram, með sigri Zatopeks. Nú á Zatopek aðeins eftir að hlaupa maraþonhlaupið. Sjálfur segist hann ekki koma til mála með að vinna: en kunn- ugir segja annað. FYRIR HLAUPIÐ MIKLA Sunnudagurinn 27. júlí 1952 — síðasti dagur XV. Olympíu- leikanna. Leikvangurinn í Helsinki er fullskipaður eftirvæntingar- fullum áhorfendum. Það er síð- ur en svo undarlegt, því í dag hefst Marathon hlaupið, þessi mikla þrekraun, vegalengdin er 42.195 metrar. f næstum þrjá klukkutíma stendur baráttan milli fremstu langhlaupara heims — hver sigrar í þessari sögulegu íþróttagrein í dag — hver verður hinn mikli meist- ari? Eftirvæntingin er mikil, ef til vill meiri en fyrir nokkurt annað hlaup í sögu Olympíu- leikanna, vegna þess, fyrst og fremst, að meðal 68 keppenda er Emil Zatopek „hinn óvið- jafnanlegi", sem á undangengn- um 8 dögum athafna og erfiðis, hefur tryggt sér tvenn gull- verðlaun. f dag reynir hann að trygggja sér þriðja gullpening- inn. Þetta er í fyrsta skipti, sem hann tekur þátt í Maraþon- hiaupi, en samt finnst mönnum þátttaka hans tryggja það, að hlaupið verði eftirminnilegt. Tugþúsundir áhorfenda taka sér stöðu meðfram götunum og fylla áhorfendapallana í því skyni að vera vitni að atburð- inum. Margir viðstaddra höfðu ekki reiknað með honum sem líklegum sigurvegara fyrir nokkrum dögum, en eftir fyrsta metið hans í 10.000 metra hlaup- inu, sáu menn, að hér fór mað- ur, sem taka varð tillit til. Þó voru ýmsir, sem töldu sigur hans í 10.000 metra hlaupinu tilviljun eina. En sigrar hans og frábær afrek urðu þess þó vald- andi, að flestir reiknuðu með honum sem líklegum sigurveg- ara í maraþonhlaupinu. Hann átti hugi allra á Olympíuleik- vanginum, það gerði látlaus framkoma hans og góður íþróttaandi. Heillaóskir streymdu víðs vegar að til þessa djarfa iþróttamanns. Loksins var klukkan hálf- fimm. 68 hlauparar stóðu við viðbragðslínuna. Sigurvegarinn frá OL 1948 Argentíumaðurinn Cabrera er von landa sinna. FramhalcL á hls. 45. Eftir Olympíuleikana í London mættust keppinautarnir tveir, Zatopek og Reiff, aftur í Prag. Aftur varS Zatopek að sætta sig við að tapa. 12. TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.