Vikan


Vikan - 23.03.1972, Síða 42

Vikan - 23.03.1972, Síða 42
urðu að þú sért ekki til nógu mikilla þrengsla hér á heimil- inu, þó þú haldir ekki fyrir manni vöku í tilbót?“ Vöku? Já, það er vitaskuld svo, að tortryggnin sofnar al- drei. Það var engu líkara, en að Þorleifur gamli héldi, að henni væii farið eins og drykkjumanni, sem stöðugt er að bæta á sig. Ekki var þó háskalegur sollurinn þarna frammi á dyraloftinu, fannst henni, innan um reiðinga, klyf- bera, reipi og skran. En vegna fóstru sinnar svar- aði hún þó karlsauðnum engu, heldur fylgdi honum þegjandi eftir inn göngin. — Og hún hélt á örlögum sínum í hend- inni, innsigluðum í gráu um- slagi. ☆ ROSINKRANZ Framhald af bls. 35. þjóðmál, eins og menn muna. — Það var líf og fjör í stjórn- málunum á þessum árum. Hvað er þér minnisstæðast af atburð- um? — Það er án vafa þingrofs- vikan fræga. Þá var andrúms- loftið í bænum í sannleika sagt rafmagnað, og minnstu munaði að beinar ofbeldisárásir væru gerðar á helstu menn stjórnar- innar, þá Tryggva Þórhallsson forsætisráðherra og Jónas Jóns- son. Þar voru Heimdallarfélag- ar fremstir í flokki. Þegar for- sætisráðherra var eitt sinn á leið frá Alþingishúsinu til Ráð- herrabústaðarins, þar sem hann bjó þá, hafði múgur manns safn- ast þar á leiðinni og eggjuðu menn hver annan hástöfum að ieggja hendur á ráðherrann og varpa honum út í Tjömina. Af því varð þó ekki, enda var for- sætisráðherra ekki einn á ferð. Um svipað leyti — gott ef það var ekki að kvöldi sama dags — var gerð tilraun til að ryðj- ast inn í Sambandshúsið, en Jónas hafði þá íbúð þar á efstu hæðinni. En við stuðningsmenn hans höfðum veður af fyrir- ætlunum árásarmanna og söfn- uðumst fyrir annan dyrnar og vörnuðum þeim inngöngu. En grjóti var kastað í glugga og rúður brotnar. Jónas var hinn rólegasti yfir þessu, en á því var ekki neinn vafi að árásar- menn höfðu í hyggju að leggja hendur á hann, og er ekki að vita hvað af því hefði leitt ef þeir hefðu náð þeim ásetningi. Þetta var tímabil fasismans og nasismans í Evrópu og áhrif þessara ofbeldisstefna farin að berast hingað. Við, sem staddir vorum í Sambandshúsinu þetta kvöld, höfðum það nánast á til- finningunna að þetta væri bar- átta upp á líf og dauða. — Hvemig féll þér samstarf- ið við Jónas? —i Prýðilega. Okkur kom yf- irleitt ágætlega saman, þótt einstaka sinnum slettist upp á vinskapinn. Ég skrifaði yfirleitt allt í blaðið án þess að bera það undir hann,. og honum líkaði það ekki allt; þótti ég full rót- tækur. Og hann fór aldrei í launkofa með skoðanir sínar á neinu máli. En í heild var sam- komulagið mjög gott og ég get með sanni sagt að Jónas hafi reynst mér sem besti faðir alla þá tíð, sem við unnum saman. — Þú hafðir mikil afskipti af félagsmálum á þessum árum. — Já, eitt af því fyrsta, sem ég gerði eftir heimkomuna. var að stofna Norræna félagið, og í sambandi við það gaf ég út tímaritið Norræn jól í allmörg ár. Þá skrifaði ég líka bókina . Svíþjóð á vorum dögum“, sem ísafold gaf út, og aðra bók um Ásmund Sveinsson, mynd- höggvara, en honum hafði ég kynnst í Stokkhólmi og orðið þá þegar mjög hrifinn, bæði af list hans og einnig honum sjálf- um sem manni. Norræna félagið stóð fyrir mjög fjölbreyttri fé- lags- fræðslu- og menningar- starfsemi, þar á meðal og ekki síst leikstarfsemi. Meðal þess sem við gerðum á því sviði var að fá Gerd Grieg til að færa hér udp „Veisluna á Sólhaugum" eftir Ibsen og Poul Reumert og Önnu Borg til að koma hingað og leika í Dauðadansinum eftir Strindberg. Það hefur trúlega verið vegna þessara afskipta minna af leikhússtarfsemi að upp á mér var stungið í stöðu þjóðleikhússtjóra, þegar það mál komst á dagskrá. En auk starfs míns í Norræna félaginu hefur þar líklega valdið nokkru um íslenska vikan í Stokkhólmi haustið 1932. Það var einhver umfangsmesta kynning, bæði fyrr og síðar, á íslenskri menn- ingu; það voru um fjörutíu manns, sem fóru héðan til Stokkhólms að taka þátt í kynn- ingu á vikunni. — Stóð íslenska ríkið að þessu aðeinhverju leyti? —• Nei, það voru frjáls sam- tök. Það voru vinir mínir í Stokkhólmi, sem skipulögðu þetta þar og ég aftur hér; við tókum bara höndum saman um að gera þetta. Við fengum dá- lítinn styrk, bæði hjá sænska ríkinu og því íslenska. En flest- ir sem fóru kostuðu sig nú sjálfir að mestu, það er að segja ferðirnar; uppihaldið fengu all- ir frítt. Mesti fjárhagsstuðn-. íngurinn kom frá einstökum mönnum, og munaði mestu um framlag Nordéns, stórauðugs manns sem var framkvæmda- stjóri fyrir tryggingafélagi. Hann fékk allt í einu mikinn áhuga á íslandi og lagði allmik- ið fé í þetta. — Hver voru aðalatriði kynn- .ingarinnar? — Það voru fyrirlestrar um íslenskar bókmenntir og ís- lensk stjórnmál. Það var upp- lestur úr íslenskum bókmennt- um, og mættu skáldin Davíð Stefánsson, Gunnar Gunnarsson og Kristmann Guðmundsson og lásu upp. Ég lét þýða það, sem upp var lesið, þannig á áheyr- endur höfðu það fyrir framan sig og gátu fylgst með efninu. Og svo var músíkhátíð í óper- unni. Þar var flutt músík eftir Pál ísólfsson, en hann stjórnaði músík sinni, Jón Leifs og fleiri. TRÚLOFUNAR ULRICH FALKNER GULLSM AUSTURSTRÆTI 22 SÍMI 21550 42 VIKAN 12. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.