Vikan


Vikan - 23.03.1972, Page 43

Vikan - 23.03.1972, Page 43
María Markan og Stefán Islandi komu og sungu, Anna Borg las upp. Fyrirlesarar voru Guð- mundur Finnbogason, lands- bókavörður, sem talaði um ís- lenskar bókmenntir, Ásgeir Ás- geirsson, síðar forseti íslands, sem hélt fyrirlestra um íslensk stjórnmál og prófessor Einar Arnórsson, sem talaði um lög- fræðileg og sagnfræðileg efni. Svo voru íþróttasýningar, fim- leikasýningar og glímusýningar. Við vorum með heilan glímu- flokk og sýndum á Skansinum og víðar úm Svíþjóð. Og síðast en ekki síst varð vikan mikið blaðaefni; ísland var á forsíðu allra stærstu blaðanna í heila viku, og voru það einkum grein- ar menningarlegs efnis. Svíar komust því ekki hjá því að fá að vita eitthvað um ísland. — Líklega hafa þeir ekki verið of fróðir um það land fyr- ir. — Nei, síður en svo. Til dæm- is um það get ég minnst á rit- deilu, sem ég lenli í út af kafl- anum um ísland í kennslubók í landafræði, sem kennd var í öllum menntaskólum landsins. Hverri síðu í bókinni var skipt í tvo dálka, og kaflinn um ís- land var hálfur dálkur með smáletri, sem gaf til kynna að nemendur þyrftu ekki endilega að lesa þetta nema þeir hefðu sérstakan áhuga á efninu. Og ekki nóg með það, heldur var þessi stutti kafli mestanpart vitleysa. Þar stóð meðal annars að íslendingar byggðu hús sín úr trjáviði, sem brimið kastaði á land, að Geysir gysi stöðugt á nokkurra klukkutíma fresti og aldrei minna en þrjátíu metra í loft upp — hann hafði þá ekki gosið í eitthvað tíu ár — og með hestana var látið svo heita að þeir lifðu á fjallagrösum. Og ég skrifaði grein og gerði grín að þessu, og reis út af því heil- mikil ritdeila. Höfundurinn svaraði og taldi að einhver ó- vinsamlegur keppinautur hefði skrifað bréfið, sem ég hafði undirritað fslendingur. Þetta endaði með því að ég fór á fund hans til þess að hann gæti sann- reynt að það var ekta íslend- ingur, sem greinina hafði skrif- að. Og þá fór nú vel á með okkur; hann lofaði bót og betr- un og að taka leiðréttingar mínar til athugunar við næstu endurprentun bókarinnar. — Og þú tókst við Þjóðleik- húsinu núna nákvæmlega fyrir tuttugu og tveimur árum? — Já. Þá var húsið í bygg- ingu, og það fyrsta sem ég þurfti að fást við var að útvega peninga, því að þeir peningar, sem áður höfðu verið lagðir til hússins, voru þá búnir. Ég fór strax á stúfana og fékk lán hjá Tryggingastofnun ríkisins, til að hægt væri að halda áfram við byggingu hússins og ljúka því verki. Þetta lán vorum við svo að dragast með um nokkurt skeið eftir að byrjað var og urðum að taka af því framlagi, sem við fengum frá ríkinu, til að borga það. Og svo bættist það við að hluti skemmtana- skattsins, sem átti samkvæmt lögum að renna allur til Þjóð- leíkhússins, var tekinn af okk- ur með lagabreytingu einmitt árið 1950. Það gerði okkur auð- vitað ákaflega erfitt fyrir á þessum frumbýlingsárum, því að styrkurinn til leikhússins var ekki annað en þessi skemmt- anaskattur, og nú var hluti af honum tekinn af okkur til að byggja félagsheimili út um Jand og borga bókavörðum út um byggðir landsins. Það var engu líkara en af opinberri hálfu hefði gleymst að gera ráð fyrir að ekki dygði það eitt að byggja leikhúsið, heldur þyrfti að reka það líka. Fyrstu árin fengum við ekki nema þrjátíu og fimm prósent af skemmtana- skattinum en fengum okkar hlut síðan hækkaðan eftir mikla baráttu upp í 50%. Þannig varð það þangað til fyrir nokkr- um árum, að skammtanaskatt- urinn var alveg tekinn af hús- inu og því í staðinn ætluð ákveðin upphæð á fjárlögum. — Nú hefur starf þitt sem þjóðleikhússtjóra tekið til víð- ara sviðs en gengur og gerist um menn í slíkum stöðum. Hef- ur þetta ekki verið erfiður tími? — Vitanlega var þetta erfitt, einkum fyrst í stað. Það þurfti að byggja þetta allt upp frá grunni; hér var engin reynsla af rekstri leikhúss. Það sem þurfti að hafa í huga var fyrst og fremst að húsið væri rekið á listrænum grundvelli, að reynt væri að flytja hér verk, sem hefðu einhvern boðskap í sér og væru jafnframt ein- hverjar bókmenntir, en jafn- framt varð alltaf að hafa í huga að eitthvað væri með sem drægi fólk að, og það eru ekki alltaf fínustu bókmenntirnar sem það gera. Annað er það sem ég hef alltaf haft í huga: þetta er þjóðleikhús, og því ber að leggja áherslu á að sem flest- ir geti sótt hingað eitthvað, sem er við þeirra hæfi. Að vísu hef ég alltaf staðið gegn því að íara niður í það að flytja hér einhverja ómerkilega farsa ein- göngu til að fá peninga, og gamanleikritin, sem við höfum sýnt, hafa öll verið þannig að þau hafa falið í sér gagnrýni á einhverju, mismunandi ljósa gagnrýni. Það er eins og stend- ur yfir sviðinu í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn: Ej blot til lyst. Menn þurfa að skemmta sér í leikhúsi, þó það þurfi ekki endilega alltaf að vera á þann hátt að þeir hlæi etórt. Þetta er það sem alltaf er verið að reyna: að flytja verk sem í senn séu listræn og skemmtileg. Náttúrlega hefur þetta hvorttveggja ekki verið að finna í hverri leiksýningu, og út af því hafa oft staðið stríð. — Gagnrýnin hefur verið hörð? — Það er óhaétt að segja. Þegar eitthvað er sýnt sem fyrst og fremst er skemmtilegt og til gamans, þá ráðast þeir, sem þykjast vera miklir bók- menntamenn, á okkur fyrir að sýna svo ómerkileg verk. Þá er ekki haft í huga að leikhús- ið er ekki einungis fyrir bók- menntir; þeirra getur maður einfaldlega notið með því að lesa bækurnar. Leikhús er fyrst og fremst til þess að í því sé leikið, sýnt. Og listin í túlkun léttra og gamansamra verka getur verið alveg jafn- mikil og í túlkun þeirra, sem hafa meira bókmenntalegt gildi. Og það er það sem maður hefur alltaf verið að leggja höfuð- áherzluna á: að hafa túlkunina góða. Til þess að það takist er frumskilyrðið að hafa góða leik- ara, og því láni hef ég átt' að fagna. Þeir eru úrvalsmenn, margir hverjir, og hafa staðið sig framúrskarandi vel. Það liöfum við oft fengið að heyra frá þeim, sem komið hafa er- lendis frá; þeir eru steinhissa á því hve sýningar hér eru góðar. Vandaðar sýningar og leikarar góðir. — Hvernig hefur aðsóknin að húsinu verið gegnum árin? — Það er ekki annað hægt að segja en hún hafi verið góð. Sætanýtingin hefur verið þetta kringum sjötíu prósent. Þeg- ar hún var minnst fór hún niður í fimmtíu prósent; það var fyrsta sjónvarpsárið, en mest varð hún nítutíu og sjö prósent. Það var fyrsta starfs- árið, þegar nýjabrumið var mest og „íslandsklukkan“ hlaut óhemju vinsældir. Nú er nýt- ingin um sjötíu prósent. Þetta má kallast mjög gott; þvíumlíku eiga leikhús yfirleitt ekki að fagna nema þau í Lundúnum og á Broadway, þau sem eru með eitthvert musical sem allir vilja sjá.eða þá stykki eins og Músa- gildruna eftir Agöthu Christie. Á Norðurlöndum stendur ekk- crt leikhús, sem ég veit um, okkur jafnfætis hvað þetta snertir nema Stadsteatern í Gautaborg. Þar er þetta mjög svipað og hjá okkur. f þessu sambandi er ekki úr vegi að geta þess, að frá stofnun Þjóð- leikhússins hafa verið seldar tvær milljónir aðgöngumiða að sýningum þess. — Hversu hátt er fjárfram- lagið, sem leikhúsið fær árlega frá ríkinu? — Tuttugu milljónir króna. Til samanburðar má geta þess, að Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn fær fjörutíu og fimm milljónir króna á ári — danskra króna. Þessi styrkur, sem við fáum, er auðvitað sára- lítill miðað við það, sem leik- hús fá annarsstaðar, og kollegar mínir á Norðurlöndum hafa alltaf verið að segja að þeir skilji ekkert í, hvernig í ósköp- iinum við getum rekið þetta leikhús, með svona litlum styrk. Það kalla þeir hreint 12.TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.