Vikan - 23.03.1972, Qupperneq 45
stereo
magnari
útvarp
Glæsilegur stereo-magnari, meö innbyggöu
útvarpi, 4 bylgju tæki (FM, KW, MW, LW).
29 transitorar, 17 díóöur og 2 afriðlar. Út-
spilun 2x25 music watts. Nákvæmir bassa
og hátóna stillar.
Kaupið aðeins vandaða vöru. Sérstaklega þeg-
ar um er að ræða t.d. fe/ðaviðtæki, segulband
eða sjónvarp. Og síðast en ekki síst STEREO-
hljómtæki. Vandið valið. Komið og kynnist
vörum frá ITT SCHAUP-LORENZ.
Verzlunin
Garðastræti 11 sími 20080
ELDHÚS VIKUNNAR
Framhald af hls. 37.
Steikið við 200 og áætlið ca.
40 mínútur fyrir hvert kg af
kjöti. Síið soðið og bragðbætið
með tómatkrafii eða kínverskri
soya. Jafnið með dálitlu mai-
zenmjöli. Berið /rqm með sýrð-
um agúrkum, soðnum kartöfl-
um,' sósu og grænmeti.
EMIL ZATOPEK
Framhald af bls. 27.
Englendingar tefludu fram
hinum snjalla hlaupara Peters.
Það var ekki laust við að Zato-
pek með númerið 903 á brjóst-
inu fyndist hann vera hálf ut-
angátta i þessum félagsskap.
Hálfóttasleginn virðir hann
keppinauta sína fyrir sér. Hapn
veit, að þeir eru allir reyndir
maraþonhlauparar og lionum
finnst hann vera eins og skóla-
drengur meðal þeirra. Maraþon-
hlaup er mjög ólíkt venjulegu
brautarhlaupi. Það er svo margt
st:m getur gerzt í maraþon-
hlaupi. sem ekki gerist í braut-
arhlaupi. Hann athugar númer
þekktustu keppinauta sinna, til
þess að geta betur áttað sig á
þeim eftir að hlaupið er hafið.
Þá heyrir hann landa sína
hiópa. Honum líður betur. Hann
er ekki einn, Emil Zatopek, 30
ára gamall liðsforingi í tékk-
neska hernum, er reiðubúinn.
Andlit hans er afslappað og
ákveðið. Hann hefur hlotið
tvænn gullv'erðlaun á OL, en
það hefur ekki stigið honum til
höfuðs. Lítillátur og eðlilegur
stendur hann meðál keppinauta
sinna, eins og þeirra góði vinur
og félagi. Hlaupurunum er rað-
að upp í fjórar raðir bak við
hvíta strikið. Áhorfendur fylgj-
ast ákafir með undirbúningn-
um. Hver þeirra skyldi vera
sterkastur, hugdjarfastur eða
þolnastur. Eftir augnablik hefst
baráttan.
Sigurvegarinn verður að v'era
gæddur góðum taugum, sterk-
um vöðvum og miklu viljaþreki.
Hinum megin við hvíta strikið
bíður þreyta og sársauki hinna
08 þátttakenda og áðurnefndir
eiginleikar geta fært einum
keppendanna sigurinn í þessari
erfiðustu raun allra iþrótta.
Allir hlaupararnir eru reiðu-
búnir, hver á sínum stað. Ræs-
irinn gefur merki, timaverðirn-
ir eru viðbúnir að setja klukk-
urnar af stað. Zatopek hallar
■ér fram og heilsar brautinm,
■inum gamla vini, einu sinni
enn. Hann bíður. Hann er við
búinn. Enginn veit nákvæm-
lega hve langur tími líður, frá
því ræsirinn gefur merkið, þar
til hann tekur í gikkinn. En
fyrir Zatopek er þetta augna-
blik annað og mikið meira.
Hann hugsar um allan undir-
búninginn sem hann hefur
fiamkvæmt undanfarinn ára-
tug. Alla sigrana, sem hafa gef-
ið honum sjálfstraust, og töpin,
sem hafa gert hann reynslunni
ríkari Þetta hafði verið harður
skóli, en lærdómsríkur. Hann
hugsaði um hinar erfiðu æfing-
ar í góðu veðri og slæmu. Hann
hugsaði um allar þær þúsundir
kílómetra, sem hann hafði
hlaupið, á æfingu, í keppni, á
götum og vegum, án tillits til
hita, ‘kulda, regns og snævar.
Hann hafði oft æft tvisvar á
dag bæði fyrir og eftir vinnu-
tíma. Oft æfði hann í stígvél-
um og stundum var máninn
hans eini félagi. Skotið reið af.
Allt er gleymtl Nú dugar aðeins
að gera sitt bezta. Zatopek hef-
ur hafið hlaupið mikla.
Inni á leikvanginum voru
hlaupr.ir liðlega 3 hringir og
hafði þá Mörystuna lítill ber-
fættur náungi, Aslanr frá Pak-
i'tan. Er hlaupararnir yfirgáfu
leikvanginn var Peters (Bret-
land) búinn að taka forystuna.
Zatopek fór að öllu rólega og
skynsamlega. Eftir 10 km var
Peters fyrstur og hljóp þessa
vegarlengd rétt undir 32 mín.,
sem var alit of hratt fvrir hann,
eins og síðar átti eftir að koma
í ljós. Næstir voru þá Jansson
(Svíþjóð) og Zatopek, tæpum
20 sekúndum á eftir Bretanum.
Veðrið var hið ákjósanlegasta.
hæfilega heitt og stillt.
Skömmu áður en hlaupararn-
ir sneru heim á ieið aftur (eft-
ir 21 km) tók Zatopek foryst-
una og sleppti henni ekki upp
frá því. Jók hann aðallega for-
skotið síðustu 8—10 km og kom
langfyrstur inn á leikvanginn.
Hann virtist ekki neitt mátt-
farinn og ekki var sjáanlegt, að
hann væri mjög móður, hann
virtist vera alveg fullhress og
frískur, Stíllinn var miklu lélt-
ari og andlitið ekki eins skælt
og grett, eins og venjulega í
styttri hlaupum. Þvert á móti.
Zatopek brosti ánægjulega er
hann sleit snúruna. Síðan gekk
hann út af brautinni og fór úr
bolnum, sem var gegnvotur af
svita, fór í annan þurran og
labbaði þvi næst út að kepp-
endastúkunni og kona hans
Dana Olympíumeistari í spjót-
kasti kvenna óskaði honum til
hamingju með kossi. Zatopek
hefur víst verið orðinn soltinn
eftir erfiðið, því hann fékk sér
nú epli og beit hraustlega í það.
en stóð síðan við markið og
fylgdist af áhuga með hlaup-
urunum, er þeir komu i mark
og gæddi sér á eplinu á meðan.
Klappaði hann flestum þeirra
og sagði eitthvað við þá, en
flestir voru víst of þreyttir til
að taka eftir því.
Næstur Zatopek varð óþekkt-
ur Argentínumaður, Reinaldo
Corno. sem hafði verið meðal
hinna fremstu alla leiðina.
Þriðji varð Svíinn Gustav Jans-
sen.
Árið 1952 var brátt á enda.
Hvað Zatopek viþvék gat hann
litið ánægður yfir farinn veg. A
Olympíuleikunum hafði hann
unnið frækna sigra, sigra i
þremur erfiðustu keppnisgrein-
um OL að margra áliti. Auk
þess setti hann nokkur heims-
rn.et á árinu. En það voru ekki
aðeins afrekin. sem gerðu þenn-
an ágæta afreksmann eins vin-
sælan og raun bar vitni. Hann
breyttist ekkert, þrátt fyrir vel-
gengnina. Zatopek var ávallt
sama Ijúfmennið og framkoma
hans gagnvart keppinautunum
hógvær og drengileg. Hann var
sannkölluð fyrirmynd. Hann
hlaut ekki aðeins iþróttaverð-
12. TBL. VIKAN 45