Vikan


Vikan - 23.03.1972, Síða 46

Vikan - 23.03.1972, Síða 46
KAUPMENN KAUPFÉLAGSSTJÖRAR PRIMETTA gleraugun 1972 eru komin PRIMETTA TÍZK USÓLGLERA UGU SNJÓBIR TUGLERA UGU BlLS TJÓRA GLERA UGU Takmark okkar er, að aöeins það bezta ræður rerðinni H.A. TULÍNIUS, heildverzlun, Austurstræti 14 Símar 11451 — 14523 laun. Á þessu ári var hann sæmdur æðsta heiðursmerki Tékkóslóvakíu. Zatopek var fyrsti íþróttamaður lands síns, sem hlýtur slíka viðurkenningu. Um áramótin 1953 til 1954 var Zatopek boðið til Sao Paulo, en þar skyldi hið árlega Nýárs- hlaup háð. Það var vandað sér- staklega til hlaupsins að þessu sinni, þar sem Sao Paulo, hin fræga kaffiborg, átti 400 ára afmæli. Zatopek var fagnað vel í Brasilíu. Hann var umkringd- ur blaðamönnum og hundruð- um aðdáenda á flugvellinum. Þetta hlgup er býsna frumlegt, það hefst skömmu fyrir áramót, en má ekki ljúka fyrr en nýja árið er gengið í garð. Zatopek bjó sig vel undir hlaupið og kynnti sér vel allar aðstæður. Það var ekki ræst á venjulegan hátt, heldur skyldu hlaupar- arnir leggja af stað, þegar loka- stef brasilíska þjóðsögngsins hæfist. Þetta atriði kynnti Zato- pek sér gaumgæfilega og lét leika fyrir sig þjóðsönginn. „En ef einhver bregður nú of fljótt við,“ sagði Zatopek. „Þá er ó- gerlegt að kalla keppendur til- baka, þeir eru um 20Ó0 og þetta verður að ráðast,“ sögðu forráðamennirnir. Það er mik- ið um rakettur og sprengingar í Sao Paulo á gamlárskvöld, eins og annarsstaðar við slík tímamót og þegar ein rakettan sprakk, nokkrum sekúndum áð- ur en hlaupið skyldi hefjast, fór einn hlauparanna af stað og þá var ekki að sökum að spyrja, hinir fylgdu á eftir. Þegar 500 metrum var lokið af hlaupinu var Zatopek orðinn fyrstur og hann var það til loka. Alls fylgdust 800 þúsund borgarbúa með hlaupinu á götunum og hylltu Zatopek innjlega. Þegar hann nálgaðist endamarkið, hafði hann algerlega sagt skil- ið við keppinauta sina og um tíma höfðu forráðamennirnir miklar áhyggjur af því, að Tékkinn myndi koma í mark fyrir áramót! Hann setti að sjálfsögðu nýtt met í hlaupinu. Áður en við ljúkum þessari frásögn af afreksmanninum Emil Zatopek er rétt að skýra stuttlega frá lifnaðarháttum hans, þau ár, sem hann æfði og tók þátt i keppni. Hann svaf 7 til 9 klukkustundir á sólarhring reglulega og ávallt 10 klukku- stundir fyrir keppni, ef hægt var að koma því við. Hann hóf vinnu kl. 7 að morgni og vann í 8 til 9 stundir. Hann er ekki matvandur. Zatopek reykir ekki. 1 frítíma tekur hann gjaman bók. Zatopek er hrif- inn af leiklist og óperum. Við ljúkum nú frásögninni af Emil Zatopek, einum mesta af- reksmanni íþróttanna fyrr og síðar. £r 1 KLÓM RÆNINGJA Framhald aj bls. 11. dósent komið eftir ganginum að afgreiðslunni fyrir nemgnd- ur. Hann mætti þá karlmanni og konu. Karlmaðurinn var um uundrað og áttatíu sentimetn hár, fremur kraftalega byggður og með mikið og mjög áberandi skegg. Hann minnti Casse á ójasstrompetleikarann A1 Hirt. Stúlkan var lágvaxin, í peysu, síðbuxum og tennisskóm. Hún var stuttklippt og sýndist mjög ung. Karlmaðurinn hafði spurt Casse hvort mögulegt væri að fá að sjá lista yfir stúdentana og fékk það svar að þá yrði hann að koma aftur á mánu- daginn, þegar afgreiðslan yi-ði opin. Casse fylgdi þeim síðan til dyranna og sá þau stíga inn ; bláan stöðvarvagn, framleidd- an eriendis. Hann var með Massachusetts-númeri. Casse dósent var þennan dag að gefa einkunnir fyrir skrif- !eg próf, og um fjögurleytið sama síðdegi gerði hann aftur hlé á verki sínu og gekk niður é jarðhæð byggingarinnar. Þá heyrði hann rödd. Það var sami maðurinn og hann hafði mætt í ganginum. Nú stóð, hann þarna 46 VIKAN 12. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.