Vikan - 23.03.1972, Blaðsíða 49
HflsgigiavtrzlM Reikiavfkir
Þessi vinsælu sófasett eru komin aftur.
islenzkt og norskt ullaráklæði eða plusáklæði.
Hagstætt verð.
Húsgagnavenlii Revkiavíkir
Brautarholti 2 — sími 11940.
frá ræningjanum.
Vessels og FBI-maðurinn
Frank Smith óku til bankans í
Miami og horfðu á starfsmenn-
ina pakka hálfri milljón dollara
í tuttugu dollara seðlum niður
í ferðatöskuna. Vessels tók tösk-
una, sem að því búnu vóg þrjá-
t.íu og fjögur kíló, og bar hana
út í bílinn. Tveir FBI-menn
gengu á undan, en tveir af
varðmönnum bankans á eftir.
FBI-bíll með vopnaða menn inn-
anborðs fylgdi Vessels og Smith
eftir út til villunnar.
Tilkynningin hafði birzt
Launsnargjaldið var fyrir
hendi. Hv'iti Lincolninn yrði
fljó^lega til taks. Þá var ekki
mikið annað eftir en að bíða
eftir hringingunni frá ræningj-
anum.
Faðir John Christopher Mul-
achy sat við lestur í herbergi
sínu í prestssetrinu við róm-
versk-kaþólsku kirkjuna í Cor-
al Gables, þegar siminn hringdi.
— Eruð þér kaþólskur prest-
ur? spurði maður nokkur.
— Já, svaraði faðir Mulachy.
— Faðir, það sem ég nú segi
megið þér ekki endurtaka fyrir
nokkrum manni nema þeim,
sem ég tilnefni. Lofið því! Það
varðar líf og dauða!
— Já, ég lofa því.
— Faðir, það er ég sem rændi
Barböru Mackle.
Rödd mannsins var höörku-
ieg. Hann sagði að Barbara væri
i Georgíu, einhversstaðar fyrir
utan Atlanta, og að hún væri
grafin í kistu, sem lokið væri
skrúfað á. Kistan væri grafin
um hálfan meter niður. Það
gengju svo sem engin ósköp að
stúlkunni, en hún væri þó hálf-
lasin og ekki vel klædd. — Það
er mjög kalt þarna norður frá,
faðir, sagði röddin.
— Já, það veit ég, svaraði
prestur. — En hvað viljið þér
að ég geri í málinu?
— Þér skuluð fara heim til
Mackles og segja honum að ég
hafi hringt og að dóttir hans
lifi. Tali við hann en engan
annan. Segið honum að hin
fagra dóttir hans muni deyja,
ef hann fylgir ekki fyrirmæl-
unum til hins ýtrasta.
Að lokum sagði maðurinn: —
Þér heyrið sennilega frá mér
aftur.
Faðir Mulachy flýtti sér nú
til villu Mackles og sagði frá
því sem hann hafði heyrt. FBI
sá sér þegar fyrir aðstöðu til
að hlera símann hans.
BARBARA SEGIR FRÁ
Það hlýtur að hafa liðið sól-
arhringur unz ég neyddist til
að kúka. Ég hafði haldið því í
mér eins lengi og mér var unnt,
en nú var það ekki hægt lengur.
Til fóta var lítil dolla úr plasti
með hvelfdu loki, og ég gerði
ráð fyrir að ætlast væri til að
ég notaði hana. Ég varð að færa
lokið innundir mig og kúka
ekki nema lítið í einu, þar eð
lokið var næstum flatt. Það var
ekki auðvelt, þar eð ég gat
naumast hreyft mig í þrensgl-
unum. Ég reyndi að halda lok-
inu nákvæmlega lárétt þegar
ég hellti úr því í dolluna. En
hversu varlega sem ég fór að
fékk ég alltsaman yfir mig í
annað hvert skipti. Ég hefði
þurft að kúka meira, en þorði
ekki að hætta á það af ótta við
að eitthvað kynni að lenda í
drykkjarvatninu. Þau hefðu að
minnsta kosti getað látið mig
h.afa stóran kopp eða eitthvað
svoleiðis!
Ég fór að hugsa um andlegar
pyndingar. Og ég minntist
kennara, sem kenndi mér í sjö-
unda bekk. Hann var tuttugu
og átta ára og hét John Mc
Guire. Ég var ástfangin í hon-
um, allar stúlkur á þeim aldri
eru ástfangnar í einhverjum
kennara. Hann hafði sagt okkur
frá manni í fangabúðum, sem
fann ráð til að standast andleg-
ar pyndingar. Þegar átti að yf-
irheyra hann eða að reyna að
brjóta hann niður andlega
byggði hann einfaldlega hús í
huga sér, hús ú;r tígulsteinum.
í hvert skipti og hann var að
því kominn að hrynja, féll tíg-
ulsteinn úr hleðslunni, en hann
tók steininn þá upp aftur .og
hélt markvisst áfram að byggja
húsið sitt. Ég gerði eins nú. Að
vísu hlóð ég ekki hús úr tígul-
steini. f staðinn skrýddi ég í
huganum jólatréð okkar. Já,
það hljómar undarlega, en ég
skrýddi það að minnsta kosti
þrisvar eða fjórum sinnum.
Undir kvöldið sótti Billy
Vessels Lincoln-bílinn. FBI
hafði' falið í honum senditæki.
Hljóðneminn var ósýnilegur í
loftræstingunni við sæti bíl-
Framhald á bls. 5 !.
12. TBL. VIKAN 49