Vikan - 23.03.1972, Blaðsíða 63
aðrir yfirmenn á „Geysi“ skip-
ið: Skipið sem búið er að veita
þeirra eigin farkosti banasárið
er „Þingvellir".
Möller skipstjóri sér að skip
hans muni sökkva innan fárra
mínútna og gefur skipun um
að setja lífbátana í sjó um leið
og hann fyrirskipar að konur
og börn skuli ganga fyrir í bát-
ana. Á „Geysi“ eru 136 manns,
áhöfn og farþegar. Fólkið ryðst
upp á þilfar og að björgunar-
bátunum í skelfingu. Neyðaróp
særðra manna og deyjandi fylla
loftið og hvinurinn er kol-
grænn sjórinn steyptist inn í
„Geysi“ er „Þingvellir" bakka
út úr svöðusárinu á skipshlið-
inni. Þar sem stefni „Þing-
valla“ gekk inn í skipið sváfu
farþegarnir og uggðu ekki að
sér. Margir voru drepnir og
limlestir við áreksturinn en
aðrir, sem lítið eða ekki höfðu
meiðzt voru örvita af skelfingu.
í fátinu tók fólkið ekki björg-
unarbeltin sem hengu við
hverja koju, með sér er það
flýði upp á þilfarið. Möller
skipstjóri tók bunka af beltum,
sehi ætluð voru yfirmönnum
og kastaði niður á þilfarið en
fáir hirtu um að láta þau á sig.
Skipshöfnin reyndi árangurs-
lítið að koma á reglu um leið
og lífbátarnir voru látnir síga
en fólkið var gjörsamlega ör-
vita og ruddist í bátana, sem
hvolfdi við skipshlið hverjum
af öðrum. Allt í einu hvað við
brestur og „Geysir" brotnaði í
tvennt um skarðið, sem stefni
„Þingvalla" hafði höggvið. Um
leið stakkst afturendi skipsins
og litlu síðar framendinn. Þá
voru nákvæmlega fimm mínút-
ur liðnar frá því áreksturinn
skeði.
Sérhver getur ímyndað sér
angist skipstjórans á „Þing-
völlum" er hann kom á stjórn-
pall mjög í sama mund og
áreksturinn varð. Skip hans
„Þingvellir“ laskaðist mjög, en
vatnsþéttu skilrúmin héldu og
skipið hélzt á floti. Skipstjór-
inn fyrirskipaði strax að setja
út lífbáta og róa að „Geysi“
því fyrirsjáanlegt var að hverju
stefndi og þrátt fyrir nátt-
myrkrið vissi hann mætavel
hvað fram fór á hinu skipinu.
Síðar sagði skipstjóri „Þing-
valla“ svo frá, að þessar mín-
útur hefðu verið átakanlegri en
orð fái lýst. Gegnum hvæs frá
sprungnum gufurörum og þyt-
inn í reiðum skipanna heyrð-
ust neyðaróp karlmanna og
skerandi vein kvenna og barna.
En svo allt í einu var „Geys-
ir“ sokkinn. Lamandi þögn
lagðist yfir nema gjálfur öld-
unnar við skipssúðina og þyt-
ur stormsins.
Björgunarbátarnir frá „Þing-
völlum" reru í brakinu og
björguðu fólki sem skaut upp
eða hélt sér dauðahaldi í brak.
Einn hinna síðustu sem bjarg-
aðist var rúmum hálftíma eft-
ir að „Geysir“ sökk. Þegar birti
var „Þingvellir11 ennþá á slys-
staðnum. Leit að fólki var
haldið áfram meðan nokkur
von var til að fleiri fyndust.
Þegar síðasti lífbáturinn var
tekinn um borð í „Þingvelli“
var tala þeirra sem bjargað
hafði verið aðeins 31. Meira en
eitt hundrað manns hafði far-
izt með skipinu.
Meðal þeirra sem björguðust
var 3. stýrimaður á „Geysi“.
Hann var sofandi í klefa sín-
um en vaknaði við ógnvekj-
andi hávaða er skipssúð mol-
aði einn vegginn í klefanum.
Þegar í næstu andrá fjarlægð-
ist skipsstefnið og stýrimaður-
inn sá ofan í hyldýpið. Hann sá
að eina björgunarvonin var að
fara út um skarðið, sem mynd-
azt hafði í skipssíðuna og án
þess að hugsa sig um stökk
hann og tókst að ná tökum á
akkerisfesti „Þingvalla", sem
hékk niður með stefninu. Þriðji
stýrimaður var ungur og hraust-
ur og honum tókst að lesa sig
upp akkerisfestina og komast
af henni upp á þilfar.
Meðan á björguninni stóð og
enginn vissi hve mikið „Þing-
vellir" voru laskaðir, eða hve
lengi það myndi fljóta, lét
skipstjóri skjóta flugeldum og
neyðarblysum. Þýzkt skip, es.
„Wieland" var statt skammt
frá. Þetta skip var á leið til
New York með innflytjendur.
Skipsmenn sáu flugeldana og
ályktuðu réttilega að slys hefði
hent.
Margir þeirra 31 sem bjarg-
að var af „Geysi“ voru slasað-
ir, en aðrir aðframkomnir af
kulda, enda flestir á nærföt-
unum einum. Þegar „Wieland“
kom á vettvang höfðu skips-
menn á „Þingvöllum" veitt
skipbrotsmönnum alla þá að-
hlynningu sem hægt var að
láta í té. Um morguninn 14.
ágúst voru svo allir farþegar
sem voru um borð í „Þingvöll-
um“ fluttir um borð í „Wie-
land“, sem sigldi með þá til
New York.
Litlu síðar sigldi „Þingvell-
ir“ á hægri ferð af stað til
Halifax.
Blöðum beggja vegna Atl-
antshafsins varð að vonum tíð-
rætt um þetta hörmulega slys,
þar sem tvö skip frá sama
landi og meira að segja frá
sama skipafélagi lentu í
árekstri á hinni miklu víðáttu
Atlantshafsins með þeim af-
liðingem sem að framan getur.
,,Þingvellir“ náðu til Halifax
og hlaut þar viðgerð. Skipið
hóf síðan siglingar að nýju á
leiðinni Kaupmannahöfn New
York og flutti marga innflytj-
endur til Ameríku á næstu ár-
um. í einni slíkri ferð rakst
skipið á hafísjaka, en laskað-
ist ekki að ráði og komst til
hafnar af eigin rammleik, eftir
að áhöfnin hafði gert að
skemmdunum með tiltækum
ráðum.
En þótt „Þingvellir" væri
þannig tvisvar búið að komast
í hann krappann og sleppa í
bæði skiptin til hafnar, voru
önnur skip Þingvallafélagsins,
sem í slíku lentu ekki eins
heppin, og þar kom að fólk
fékk ótrú á félaginu og skip-
um þess, farþegum fækkaði og
félagið átti erfitt uppdráttar.
Mesta slysið í sögu félagsins
var er es. „Norge“ fórst fyrir
vestan Skotland og með skip-
inu um 600 manns, en um 200
var bjargað.
Nokkru síðar komst félagið í
eigu Sameinaða gufuskipafé-
lagsins og lauk þar sögu þessa
óhappa danska skipafélags sem
hét íslenzku nafni og átti mörg
skip sem báru íslenzk nöfn.
PðSTHÖLF 533
Framhald af bls. 23.
urðu að hún komi hingað?
3. Blind Faith gáfu út eina
plötu. Kom hún hingað?
Jæja, gamli, ég vona að þú
fáir ekki hjartafílingu við að
lesa þetta. Blessaður hentu
þessu ekki í ruslakörfuna.
Sigurlaug Brynjólfsdóttir,
Hellum, Vatnsleysuströnd, Gull.
Eins og ég hef margoft sagt,
þá hlýt ég að dæma sjálfur um
hvað er hœft efni í þennan þátt
og hvað er það ekki. Þessir
„gömlu drjólar“ eru einmitt
þeir menn sem mest hafa stuðl-
að að þeirri heillavœnlegu þró-
un tónlistar nútímans sem við
njótum nú, og því tel ég það
skyldu mína að fylgjast með
þeim og gefa lesendum kost á
því sama. Annars er ég þér alls
ekki sammála um að t.d. Lenn-
on, Harrison og fleiri lifi ein-
göngu á fornri frœgð. Hvað um
t.d. „Imagine“, „All things
must pass“ og Bangla Desh-
hljómleikana?
Annars nenni ég ekki að vera
að œsa mig yfir bréfi þínu, en
leyfi mér að benda á, að ég hef
bæði verið með greinar um
James Taylor og Cat Stevens,
en um Carpenters hef ég ekki
verið með grein og verð ekki.
Þakka þér svo kœrlega fyrir
upplýsingarnar um Róm, en
þrátt fyrir að 'í þeirri ágœtu
borg séu margar huggulegar
byggingar og rústir, þá fœrðu
sennilega engan til að viður-
kenna að Róm sé „snilld“, alla-
vega ekki hvað varðar skipu-
lag. Og ég sagði aldrei neitt
um að Elton John væri ekki
snillingur.
1. Sjá grein í 9. tbl. þessa árs.
2. „Teaser and the Firecat“, er
löngu komin hingað.
3. Já og eftir því sem ég bezt
veit, þá fœst hún hér enn.
P.S. Hvað er „hjartafíling"?
SVANFRfÐUR
Framhald af bls. 23.
er svo sem ekkert slor að hafa
rnenn eins og Sigurð Karlsson
og Gunnar Hermannsson með
sér.
Þeir Pétur, Birgir, Sigurður
og Gunar eiga eftir að „spila
sig saman“, en ólíklegt þykir
mér að þeir ætli sér að sverfa
hvössustu brúriirnar af hljóm-
sveitinni, heldur vilja þeir hafa
hana svona hráa.
Aftur á móti er ég ekki bú-
inn að sjá þá taka til hendinni
þegar kemur til annars en að
æfa í dansleikjaprógramm. En
á meðan rokka þeir allavega.
ÁST HENNAR VAR
AFBROT
Framhald af bls. 41.
var heimili hans, stóð Gérard
og hjó brenni. Hreyfingar hans
voru rösklegar og háttbundn-
ar. Hann var í léttu skapi og
áhyggjulaus.
Þegar hann rétti úr sér, kom
hann auga á stúlku sem kom
hjólandi eftir veginum. Hún
veifaði til hans. Hann horfði
undrandi á hana, en svo kann-
aðist hann við hana. Það var
Thérese og hann gekk til móts
við hana. Hún var lafmóð, þegT
ar hún stökk af hjólinu.
- Þeir . . . þeir eru að leita
að þér . . .
Daniéle var niðurlút. Dómar-
inn hóstaði, hann vildi fá hana
til að líta upp.
— Það verður undir yður
sjálfri komið, frú, hvort sam-
12. TBL. VIKAN 63