Vikan


Vikan - 08.06.1972, Side 6

Vikan - 08.06.1972, Side 6
SÍÐAN SÍÐAST BYSSUGLAÐUR FORSETI Hinn 65 ára gamli forseti Costa Rica, José Figueres Ferrer, hefur verið álit- inn hugrakkur maður, enda komst hann til valda með byssu að vopni eins og flestir þjóðhöfðingjar í Suður og Mið-Ameríku. Nýlega fékk hann tæki- færi til að sýna þjóð sinni hetjuhug sinn áþreifanlega. Hann var að halda ræðu í kaffirækt- arborginni Puriscal, sem er um 25 kílómetra frá höfuðborginni San José, þegar einn af aðstoðarmönnum hans rétti honum mikilvæg skilaboð. Bar- dagaskap Ferrers blossaði upp þegar hann las að þrír vopnaðir menn frá Nicaragua hefðu rænt þarlendri flug- vél með 40 farþegum og 6 manna áhöfn og lent henni á flugvellinum í San José. Þar væru þeir nú og færu fram á eldsneyti til Kúbu eða nýja vél. „Til helvítis með þetta!“ hrópaði Don Pepe, eins og hann er kallaður. „Þeir fá enga andskotans vél og við gerum enga samninga!" Hann hætti ræðuhöldunum, þaut út í bíl sinn og lét keyra sig af stað — og segir sagan að aldrei hafi verið farið hægar en með 150 km hraða. f gegnum talstöðina í bílnum gaf Don Pepe svo skipanir til undirmanna sinna varð- andi flugvélarræningjana, sem voru meðlimir Þjóðfrelsisfylkingu Nicara- gua. 200 vopnaðir öryggisverðir áttu að umkringja flugvélina, tálmunum kom- ið fyrir á flugbrautinni og loftinu hleypt úr dekkjum vélarinnar. „Þetta er stríð drengir!" hrópaði Don Pepe hvað eftir annað í talstöðina. Þegar hann kom að flugvellinum, höfðu ræningjarnir sannað hug sinn með því að skjóta einn farþegann, son landbúnaðarráðherra Nicaragua, í handlegginn og kviðinn. Þeir höfðu þá sleppt öðrum farþegum, en héldu áhöfninni í gíslingu. Útvarpið í Costa Rica gat náð talstöð forsetans og flug- vélarinnar inn í útsendingu sína og þannig heyrði öll þjóðin flugfreyjuna í vélinni gráta og stynja upp: „f Guðs Almáttugs bænum, látið okkur fara til Kúbu. Annars verðum við drepin!“ Án þess að hika greip forsetinn vél- byssu af gerðinni M-3, stökk að vélinni og skipaði hermönnum sínum að dæla táragasi inn í vélina. Örfáum andar- tökum síðar heyrðist skothríð inni í flugvélinni og Don Pepe gaf fyrirskip- un um árás. „Takið þá!“ hrópaði hann. Skyndilega opnuðust dyrnar á flugvél- inni og flugfreyjan kom út, ómeidd. Einn ræninginn kom fast á hæla henni, en varð eins og sigti jafnvel áður en hann snerti jörðina. Síðan komu hinir ræningjarnir út og gáfust upp og meira blóði varð ekki, úthellt. En á meðan barðist Don Pepe við hermenn sem vildu taka af honum byssuna svo hann yrði ekki fyrir slysa- skoti. En þó hann hafi ekki fengið að hleypa af, var hann ánægður með frammistöðu sína. HEIMSMEISTARINN HELDUR SÉR RÓLEGUM með því að hlusta á plötur. Það er heimsmeistarinn í borðtennis, Svíinn Stellan Bengtson og hafa Svíar að von- um mikið dálæti á þessum unga manni sem heldur titlinum enn — eða þar til hann kemst í kast við Kínverja í Rott- erdam fljótlega. Mestmegnis er það popp sem hann hlustar á við æfingar og einbeitingu, en einnig kemur fyrir að hann hlustar á klassíska músík. Stellan telur mjög mikilvægt að hon- um takist að halda sér í andlegu jafn- vægi, ekki sízt fyrir keppnir, og sagð- ist hann hafa fengið hugmyndina að þessu er hann frétti að íþróttafélagið Halmstad nýtti mjög tónlist á æfing- um. Vonandi — fyrir heiður Norður- landa —■ verður Stellan nægilega ró- legur til að sigra Kínverjana og þá getum við sagt útí löndum að það sé nágranni okkar sem sé heimsmeistari í borðtennis! NINU LEITAÐ AF FBI Eins og kunnugt er flæktist danska söngkonan Nina van Pallandt inn í „sjálfsævisögumál" bandaríska auð- kýfingsins og sérvitringsins Howards Hughes og varð það henni mjög til framdráttar á listabrautinni. Nina þótti falleg þegar hún kom hingað til lands ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum, Friðrik, fyrir nokkrum árum, og þegar hún hóf að syngja í New York ekki alls fyrir löngu, áttu gagn- rýnendur ekki orð til að lýsa hrifningu sinni á henni. Söngur hennar fékk einnig mjög góða dóma. Meðfylgjandi mynd var tekin af Ninu og umboðsmanni hennar, John Marshall, þegar þau komu til Heath- row-flugvallar í London, en þar fékk Nina að vita að FBI væri á hælum hennar í þeim tilgangi að fá hana til að bera vitni í málaferlunum gegn Clifford Irving, rithöfundinum sem sagðist hafa skrifað ævisögu Hughes eftir honum sjálfum. Nina hafði verið í tygjum við Irving um tíma.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.